Látnir og særðir brátt 500.000

Úkraínustríðið | 18. ágúst 2023

Látnir og særðir brátt 500.000

Tala látinna og særðra á báða bóga í Úkraínustríðinu nálgast nú 500.000 ef marka má tölur sem bandarískir embættismenn gefa upp. Segja þeir Úkraínumenn hafa misst tæplega 70.000 hermenn í dauðann en særðir úr þeirra röðum séu á bilinu 100 til 120 þúsund.

Látnir og særðir brátt 500.000

Úkraínustríðið | 18. ágúst 2023

Úkraínskir hermenn og kirkjugarðsstarfsmenn láta kistu Andrii Veremíenkó síga ofan …
Úkraínskir hermenn og kirkjugarðsstarfsmenn láta kistu Andrii Veremíenkó síga ofan í dimma gröf í gær. Hann féll í bardaga við Rússa í Dónetsk. AFP/Roman Pilipey

Tala lát­inna og særðra á báða bóga í Úkraínu­stríðinu nálg­ast nú 500.000 ef marka má töl­ur sem banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn gefa upp. Segja þeir Úkraínu­menn hafa misst tæp­lega 70.000 her­menn í dauðann en særðir úr þeirra röðum séu á bil­inu 100 til 120 þúsund.

Tala lát­inna og særðra á báða bóga í Úkraínu­stríðinu nálg­ast nú 500.000 ef marka má töl­ur sem banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn gefa upp. Segja þeir Úkraínu­menn hafa misst tæp­lega 70.000 her­menn í dauðann en særðir úr þeirra röðum séu á bil­inu 100 til 120 þúsund.

Hins veg­ar segja þeir töl­urn­ar mun hærri í röðum inn­rás­ar­hers­ins rúss­neska þar sem allt að 120.000 her­menn hafi fallið og á bil­inu 170 til 180 þúsund særst. Þetta sé hins veg­ar erfitt að staðfesta þar sem frá Moskvu ber­ist mun lægri töl­ur um mann­fall en raun­in sé. Úkraínu­menn gefi ekki upp nein­ar op­in­ber­ar töl­ur.

Mikið mann­fall í vet­ur

Talið er að þre­falt fleiri rúss­nesk­ir en úkraínsk­ir her­menn séu á víg­völl­un­um í Úkraínu og end­ur­spegl­ar sú tala nokk­urn veg­inn heild­ar­herafla ná­grannaþjóðanna, grein­end­ur telja úkraínska her­inn um 500.000 manns að öll­um mann­skap töld­um en þann rúss­neska 1.330.000, einnig að öllu meðtöldu, þar með Wagner-málaliðasveit­un­um.

Tala fall­inna og særðra tók mik­inn kipp í vet­ur og hef­ur hækkað til muna síðan banda­ríski hers­höfðing­inn Mark A. Milley lagði fram matstöl­ur í nóv­em­ber en þá var talið að falln­ir og látn­ir til sam­ans væru rúm­lega 100.000 úr röðum hvors hers, þess rúss­neska og úkraínska.

Blóðugur og lang­dreg­inn bar­dag­inn um borg­ina Bak­hmút í vet­ur sem leið hækkaði dán­ar­töl­urn­ar ört enda féllu þar nokk­ur hundruð manns á dag vik­um sam­an eft­ir því sem banda­rísk­ir grein­end­ur meta það.

Gagn­sókn­in gerði minna gagn

Gagn­sókn Úkraínu­manna í vor, sem dróst úr hömlu, reynd­ist svo ekki það bylm­ings­högg sem áætlað var. Úkraínski her­inn átti erfitt með að sam­ræma notk­un fót­gönguliðs og nýrra banda­rískra há­tækni­vopna sem her­menn höfðu ný­lega lært á. Þótt þeim auðnaðist að brjót­ast gegn­um víg­línu Rússa töpuðu þeir mann­skap og búnaði ört á jarðsprengju­ökr­um and­stæðings­ins auk þess sem stór­skota­hríð og skeyti frá gríðar­stór­um rúss­nesk­um orr­ustuþyrl­um dundu á þeim.

Talið er að fimmt­ung­ur þess vopna­búnaðar, sem Úkraínu­menn héldu út á víg­völl­inn með, hafi lask­ast eða eyðilagst á fyrstu viku gagn­sókn­ar­inn­ar. Síðustu vik­ur hef­ur úkraínski her­inn því horfið aft­ur til fyrri hernaðar­tækni, stór­skota­liðs og lang­drægra flug­skeyta, í stað þess að sækja yfir jarðsprengjuakra í harðri orra­hríð Rússa.

New York Times

mbl.is