Spears sögð hafa haldið við starfsmann sinn

Britney Spears | 18. ágúst 2023

Spears sögð hafa haldið við starfsmann sinn

Það hefur verið nóg að gera hjá fjölmiðlum vestanhafs síðastliðinn sólarhring eftir að Sam Asghari greindi frá því að hann hefði sótt um skilnað við poppdívuna Britney Spears vegna meints framhjáhald. 

Spears sögð hafa haldið við starfsmann sinn

Britney Spears | 18. ágúst 2023

Britney Spears og Sam Asghari eru að skilja.
Britney Spears og Sam Asghari eru að skilja. AFP

Það hef­ur verið nóg að gera hjá fjöl­miðlum vest­an­hafs síðastliðinn sól­ar­hring eft­ir að Sam Asghari greindi frá því að hann hefði sótt um skilnað við popp­dív­una Brit­ney Spe­ars vegna meints fram­hjá­hald. 

Það hef­ur verið nóg að gera hjá fjöl­miðlum vest­an­hafs síðastliðinn sól­ar­hring eft­ir að Sam Asghari greindi frá því að hann hefði sótt um skilnað við popp­dív­una Brit­ney Spe­ars vegna meints fram­hjá­hald. 

Heim­ild­ir TMZ herma að Spe­ars hafi haldið við starfs­mann á heim­ili þeirra og beðið hann að taka eró­tískt mynd­efni af henni. Í kjöl­farið hafi komið til mik­illa rifr­ilda milli hjón­anna og er Spe­ars sögð hafa beitt Asghari lík­am­legu of­beldi.

Nú hef­ur Asghari tjáð sig op­in­ber­lega um skilnaðinn, en hann deildi texta á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um. 

„Eft­ir sex ár af ást og skuld­bind­ingu hvort við annað höf­um við kon­an mín ákveðið að binda enda á ferðalag okk­ar sam­an. Við mun­um halda í þá ást og viðringu sem við ber­um fyr­ir hvort öðru og ég óska henni alls hins besta. Skít­ur skeður.

Að biðja um friðhelgi einka­lífs­ins virðist fá­rán­legt svo ég mun bara biðja alla, þar á meðal fjöl­miðla, um að vera góðir hug­ul­sam­ir,“ skrifaði Asghari.

Asghari tjáði sig um skilnaðinn í fyrsta sinn í gærkvöldi.
Asghari tjáði sig um skilnaðinn í fyrsta sinn í gær­kvöldi. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is