Upplifir töfra eftir að hann viðraði óvinsælar skoðanir

Podcast með Sölva Tryggva | 21. ágúst 2023

Upplifir töfra eftir að hann viðraði óvinsælar skoðanir

Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður segir mikið frelsi fylgja því að þora að vera samkvæmur sjálfum sér og tjá sig út frá eigin sannfæringu. Arnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist upplifa betri tengingu við fólk og meiri kraft eftir að hann fór að tjá óvinsælar skoðanir opinberlega. 

Upplifir töfra eftir að hann viðraði óvinsælar skoðanir

Podcast með Sölva Tryggva | 21. ágúst 2023

Arnar Þór Jónsson er gestur Sölva Tryggvasonar.
Arnar Þór Jónsson er gestur Sölva Tryggvasonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arn­ar Þór Jóns­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og varaþingmaður seg­ir mikið frelsi fylgja því að þora að vera sam­kvæm­ur sjálf­um sér og tjá sig út frá eig­in sann­fær­ingu. Arn­ar, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar, seg­ist upp­lifa betri teng­ingu við fólk og meiri kraft eft­ir að hann fór að tjá óvin­sæl­ar skoðanir op­in­ber­lega. 

Arn­ar Þór Jóns­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og varaþingmaður seg­ir mikið frelsi fylgja því að þora að vera sam­kvæm­ur sjálf­um sér og tjá sig út frá eig­in sann­fær­ingu. Arn­ar, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar, seg­ist upp­lifa betri teng­ingu við fólk og meiri kraft eft­ir að hann fór að tjá óvin­sæl­ar skoðanir op­in­ber­lega. 

„Það ger­ast ein­hverj­ir töfr­ar þegar maður fer í þá veg­ferð að feta sína eig­in braut og þora að vera trúr sjálf­um sér. Þegar maður slepp­ir ör­ygg­inu og elt­ir hlut­verk sitt ger­ast fal­leg­ir hlut­ir. Það verður líka til ann­ars kon­ar teng­ing við fólk af því að grím­an fell­ur. Ég hef fengið mjög mikið af þögl­um stuðningi fyr­ir að þora að tjá skoðanir sem fæst­ir þora að tjá op­in­ber­lega. Ég hef ekki tölu á stuðnings­skila­boðum frá fólki sem er sam­mála mér, en seg­ist ekki vilja tjá sömu skoðanir op­in­ber­lega. Þegar ég lít til baka vil ég geta sagt með hönd á hjarta: „Ég gaf allt í þetta!“. Ef það þýðir að ég verð svipt­ur ein­hverju eða verð óvin­sæll, þá tek ég því,“ seg­ir Arn­ar og held­ur áfram:

„Þó að ég sé varaþingmaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn er mér ekki leng­ur mikið hleypt að borðinu. Al­mennt er ekki mik­il stemmn­ing fyr­ir fólki sem vill rugga bátn­um. Ég er ekki viss um að mér verði nokk­urn tíma hleypt að aft­ur, en það er líka allt í lagi. Ég sé hindr­an­ir sem stökkpall og veit ná­kvæm­lega hvaða veg­ferð ég er á, sem er að vera sam­kvæm­ur sjálf­um mér. Spurn­ing mín til Sjálf­stæðismanna er hvort að flokk­ur­inn þoli að kjarna­fylgið fari frá hon­um. Á tím­um þar sem rétt­trúnaður­inn tröllríður öllu er frelsið á und­an­haldi og ég held að al­vöru Sjálf­stæðis­fólk verði að finna sér ann­an stað ef flokk­ur­inn ætl­ar að stoppa umræðu. Við töl­um mikið um að fagna fjöl­breyti­leik­an­um, sem er frá­bært. En fjöl­breyti­leik­inn hlýt­ur að þýða að all­ir megi tjá sinn sann­leika og við raun­veru­lega vilj­um fjöl­breyti­leika og fjöl­breytt­ar skoðanir,“ seg­ir Arn­ar. 

Ávarpa nem­end­ur sem ketti 

Arn­ar seg­ir hjarðhegðun mjög oft ráða ríkj­um hjá fólki og sag­an sýni okk­ur hvernig stjórn­völd og önn­ur ráðandi öfl nýti sér það. Við séum kom­in á mjög und­ar­leg­an stað í rét­trúnaði sem hafi farið sem bylgja um Vest­ur­lönd á und­an­förn­um árum:

„Pældu í því hvert við erum kom­in þegar þrett­án ára nem­end­ur eru ávítt­ir og verða fyr­ir aðkasti af því að þeir vilja ekki gang­ast við því að sam­nem­andi þeirra sé kött­ur! Þetta er raun­veru­legt dæmi frá Bretlandi sem varð að fjöl­miðlamáli þar. Kenn­ar­arn­ir þora ekki öðru en að ávarpa nem­end­ur sem ketti af ótta við að missa vinn­una. Ef maður samþykk­ir það ekki að viðkom­andi skil­greini sig sem kött og ávarpi sem slík­an er maður þröng­sýn og vond mann­eskja sem kann ekki að aðlaga sig að breytt­um veru­leika. Þetta væri brand­ari ef þetta væri ekki svona sorg­legt. Þetta er hug­mynda­fræði sem kref­ur fólk um að af­neita sann­leik­an­um eða ann­ars vera for­dóma­fullt og vont fólk. Það dyn­ur á okk­ur alla daga áróður þar sem er í raun verið að krefja okk­ur um að af­neita dómgreind okk­ar og af­neita því sem við vit­um að er satt og rétt.“

Arn­ar seg­ir ráðandi öfl á Íslandi vilja skerða mál­frelsi og stoppa gagn­rýni. Hann seg­ir stjórn­völd jafn­fram kom­in á vara­sama braut með að láta alþjóðlegt vald ganga fram­ar ís­lensk­um lög­um. 

„Þegar kem­ur að ólýðræðis­leg­um vinnu­brögðum stjórn­valda er mér of­ar­lega í huga þessi aðgerðaráætl­un for­sæt­is­ráðherra gegn hat­ursorðræðu. Það þarf að standa vörð um mál­frelsið og það að stýra tján­ingu fólks úr frá hug­mynda­fræði stjórn­valda erum við kom­in á vafa­sama braut. Sag­an seg­ir okk­ur að svona lagað end­ar í því að ráðandi öfl fara smám sam­an að banna alla gagn­rýni. Það að klæða skerðingu mál­frels­is í bún­ing fal­legs málstaðar er það sem er alltaf gert þegar stjórn­völd byrja að taka frelsi af fólki. Það eiga all­ar viðvör­un­ar­bjöll­ur að hringja þegar þeir sem ráða byrja á veg­ferð eins og þess­ari,“ seg­ir Arn­ar og held­ur áfram:

„Annað er svo svo­kölluð bók­un 35, sem geng­ur út á að Alþingi eigi að samþykkja að lög sem koma er­lend­is frá gangi fram­ar lög­um Alþing­is ef þetta tvennt rekst á. Það er veru­lega vafa­söm veg­ferð og það þarf al­menna vakn­ingu í land­inu til að fólk átti sig á al­var­leika máls­ins. Við eig­um að fá að ráða okk­ar framtíð sjálf, en ekki að meg­in­regl­an verði sú að lög frá Brus­sel gangi fram­ar ís­lensk­um lög­um. Ég trúi því ein­læg­lega að meiri­hluti Íslend­inga sé þeirr­ar skoðunar, en fólk átt­ar sig ekki endi­lega á því hvað er að ger­ast.“

Arn­ar seg­ir að rétt­trúnaður sam­tím­ans sé á ákveðinn hátt eins og kirkj­an var í gamla daga. 

„Við höf­um í gegn­um tíðina verið mjög skil­yrt af kristn­um siðaboðskap, sem væri kannski allt í góðu eitt og sér. En þegar það er búið að taka guð, fyr­ir­gefn­ing­una, alla mildi og náð út erum við kom­in á furðuleg­an stað. Í rétt­trúnaðar­kirkju sam­tím­ans erum við með sömu hluti og hafa fylgt kirkj­unni í gegn­um tíðina. Við erum með kredd­una, æðstu prest­ana, rann­sókn­ar­rétt, ákæru­vald, dóma og fólk er meira að segja pínt til að setja í skrift­ar­stól­inn og iðrast. Semsagt öll stofnanaum­gjörðin er til staðar, en sál­in er horf­in, af því að það vant­ar guð, mildi og fyr­ir­gefn­ingu. Við verðum að spyrja okk­ur hvort þetta sé það sem við raun­veru­lega vilj­um.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarp Sölva Tryggva­son­ar HÉR. 

mbl.is