Lokar eftir aðeins örfáar vikur í sýningu

Britney Spears | 23. ágúst 2023

Lokar eftir aðeins örfáar vikur í sýningu

Söngleikurinn Once Upon a One More Time, byggður á lögum poppstjörnunnar Britney Spears, mun kveðja Broadway-sviðið hinn 3. september næstkomandi eftir aðeins tæplega tíu vikur í sýningu.

Lokar eftir aðeins örfáar vikur í sýningu

Britney Spears | 23. ágúst 2023

Leikarar í söngleik byggðum á lögum Britney Spears.
Leikarar í söngleik byggðum á lögum Britney Spears. Samsett mynd

Söng­leik­ur­inn Once Upon a One More Time, byggður á lög­um popp­stjörn­unn­ar Brit­ney Spe­ars, mun kveðja Broadway-sviðið hinn 3. sept­em­ber næst­kom­andi eft­ir aðeins tæp­lega tíu vik­ur í sýn­ingu.

Söng­leik­ur­inn Once Upon a One More Time, byggður á lög­um popp­stjörn­unn­ar Brit­ney Spe­ars, mun kveðja Broadway-sviðið hinn 3. sept­em­ber næst­kom­andi eft­ir aðeins tæp­lega tíu vik­ur í sýn­ingu.

Hinn svo­kallaði „ju­ke­box“-söng­leik­ur var frum­sýnd­ur hinn 22. júní síðastliðinn í Marquis-leik­hús­inu í New York-borg og hef­ur miðasala á sýn­ing­una verið afar dræm. 

Til­kynnt var um enda­lok söng­leiks­ins á In­sta­gram í gær­dag.

Vin­sæl­ustu lög Spe­ars keyra sýn­ing­una áfram, en lög á borð við Oops I Did It Again, Lucky, Tox­ic og Baby One More Time heyr­ast í sýn­ing­unni.

Idol-stjarn­an Just­in Guar­ini fer með eitt aðal­hlut­verk­anna í sýn­ing­unni, en hann varð í öðru sæti á eft­ir Kelly Cl­ark­son í fyrstu þáttaröð American Idol. 



mbl.is