12 hlutir sem tískuunnandinn verður að eignast

Heimili | 24. ágúst 2023

12 hlutir sem tískuunnandinn verður að eignast

Haustið er á næsta leiti og því eru flestir á fullu að koma sér aftur í rútínu fyrir skóla og vinnu. Tískan á það til að sveiflast með árstíðunum, hvort sem um ræðir fata-, snyrtivöru- eða heimilistísku, en um þetta leyti koma hlýrri flíkur, rakagefandi vörur og notalegir heimilismunir sterkir inn og undirbúa okkur undir veturinn. 

12 hlutir sem tískuunnandinn verður að eignast

Heimili | 24. ágúst 2023

Samsett mynd

Haustið er á næsta leiti og því eru flest­ir á fullu að koma sér aft­ur í rútínu fyr­ir skóla og vinnu. Tísk­an á það til að sveifl­ast með árstíðunum, hvort sem um ræðir fata-, snyrti­vöru- eða heim­il­istísku, en um þetta leyti koma hlýrri flík­ur, raka­gef­andi vör­ur og nota­leg­ir heim­il­is­mun­ir sterk­ir inn og und­ir­búa okk­ur und­ir vet­ur­inn. 

Haustið er á næsta leiti og því eru flest­ir á fullu að koma sér aft­ur í rútínu fyr­ir skóla og vinnu. Tísk­an á það til að sveifl­ast með árstíðunum, hvort sem um ræðir fata-, snyrti­vöru- eða heim­il­istísku, en um þetta leyti koma hlýrri flík­ur, raka­gef­andi vör­ur og nota­leg­ir heim­il­is­mun­ir sterk­ir inn og und­ir­búa okk­ur und­ir vet­ur­inn. 

Smart­land tók sam­an lista yfir 12 vör­ur sem tróna efst á óskalista tísku­unn­and­ans um þess­ar mund­ir.

Skórn­ir sem all­ir verða að eign­ast

Salomon-skórn­ir eru efst á óskalista tísku­unn­enda víðsveg­ar um heim og ekki að ástæðulausu. Skórn­ir eru ekki bara töff í út­liti held­ur líka þægi­leg­ir, en þeir eru hannaðir sem göngu­skór og fara því vel með fæt­urna.

Salomon-skórnir fást í Húrra og kosta 34.990 kr.
Salomon-skórn­ir fást í Húrra og kosta 34.990 kr. Ljós­mynd/​hurr­areykja­vik.is

„Overs­ized“ fyr­ir all­an pen­ing­inn

Nú eiga „overs­ized“ bux­ur hug og hjörtu tísku­unn­enda, en í lok sum­ars hafa víðar bux­ur úr nælon-efni tekið yfir og þykja það allra heit­asta. Það má því bú­ast við að haustið muni ein­kenn­ast af kósí-fíl­ing og þæg­ind­um sem við tök­um að sjálf­sögðu fagn­andi. 

Buxurnar eru frá Saks Potts og fást í Andrá. Þær …
Bux­urn­ar eru frá Saks Potts og fást í Andrá. Þær kosta 36.900 kr. Ljós­mynd/​Andrareykja­vik.com

Gloss­inn sem þú kaup­ir aft­ur og aft­ur

Það kann­ast flest­ir við hinn vin­sæla varag­loss frá Cl­ar­ins, en hann er nú kom­inn í nýj­ar og end­ur­bætt­ar umbúðir og er að mati margra ómiss­andi í öll veski. Ef þú vilt fá mátu­leg­an og nátt­úru­leg­an ljóma á var­irn­ar með lít­illi fyr­ir­höfn, þá er Cl­ar­ins-gloss­inn málið. 

Ljós­mynd/​Dutyfree.is

Ekki flækja hlut­ina

Það þarf ekk­ert alltaf að flækja hlut­ina og þessi sund­bol­ur frá Opéra Sport er sönn­un þess. Sund­bol­ur­inn er ein­fald­ur og stíl­hreinn, en samt er eitt­hvað við hann sem gríp­ur augað sam­stund­is.

Sundbolurinn er frá Opéra Sport og fæst í Húrra Reykjavík. …
Sund­bol­ur­inn er frá Opéra Sport og fæst í Húrra Reykja­vík. Hann kost­ar 19.990 kr. Ljós­mynd/​Hurr­areykja­vik.is

Masteraðu 90's greiðsluna

Hár­greiðsla er mik­il­væg­ur part­ur af heild­ar­lúkk­inu og get­ur án efa skipt sköp­um. Það hafa lík­lega all­ir orðið var­ir við 90's greiðsluna sem hef­ur tröllriðið sam­fé­lags­miðlum síðastliðið ár, en greiðslan er klass­ísk og virðast vin­sæld­ir henn­ar ekk­ert vera að dvína. 

Hitaburstinn er frá HH Simonsen og fæst í Beautybar. Hann …
Hita­burst­inn er frá HH Simon­sen og fæst í Beauty­b­ar. Hann kost­ar 26.342 kr. Ljós­mynd/​Beauty­b­ar.is

Hinn full­komni jakki fyr­ir haustið

Haustið er sjarmer­andi tími þar sem veðrið fer aðeins að kólna en sól­in læt­ur þó enn sjá sig. Þá er nauðsyn­legt að eiga létt­an jakka sem pass­ar við allt, og hér er hann.

Jakkinn fæst í Fou22 og kostar 34.900 kr.
Jakk­inn fæst í Fou22 og kost­ar 34.900 kr. Ljós­mynd/​Fou22.is

Hver vill ekki vera með allt á hreinu?

Nú þegar flest­ir hafa lokið sum­ar­fríi sínu tek­ur rútín­an og hvers­dags­leik­inn við. Það get­ur verið krefj­andi að koma sér aft­ur í gír­inn en þá get­ur gott skipu­lag auðveldað lífið tölu­vert. 

Skipulagsbókin er frá Reykjavík Letterpress og fæst í Mikado. Hún …
Skipu­lags­bók­in er frá Reykja­vík Letter­press og fæst í Mika­do. Hún kost­ar 3.900 kr. Ljós­mynd/​Mika­do.store

Al­vöru töffara­sólgler­augu

Í sum­ar hafa sólgler­augu í anda árs­ins 2000 verið alls­ráðandi og hrein­lega tekið yfir tísku­heim­inn. Það tók svo­lít­inn tíma fyr­ir suma að venj­ast sólgler­augna­stíln­um, en eft­ir sum­arið get­um við lík­lega flest sam­mælst um að þau séu, jú, hrika­lega töff.

Sólgleraugun eru frá Corlin og fást í SisBis. Þau kosta …
Sólgler­aug­un eru frá Corlin og fást í Sis­Bis. Þau kosta 15.990 kr. Ljós­mynd/​Sis­bis.is

Nær­ing fyr­ir húðina

Nú þegar veðrið fer að kólna er nauðsyn­legt að huga vel að húðinni, en það má ekki gleyma að huga að lík­am­an­um rétt eins og and­lit­inu. Þá er þetta létta og nær­andi lík­ams­s­er­um frá Chanel til­valið, en það kem­ur í sprey­formi og er því þægi­legt í notk­un.

Ljós­mynd/​Chanel.com

Létt og pass­ar við allt

Það þurfa all­ir að eiga eina létta og þægi­lega tösku sem pass­ar við allt. Þessa er auðvelt að grípa í við hvaða tæki­færi sem er, en hún pass­ar bæði við hvers­dags­leg og fín föt. Þar að auki er hún stíl­hrein og mátu­lega stór.

Taskan er frá BAGGU og fæst í Mjöll. Hún kostar …
Task­an er frá BAGGU og fæst í Mjöll. Hún kost­ar 8.800 kr. Ljós­mynd/​Mjoll.is

Lúx­us­handþvott­ur 

Það eru litlu hlut­irn­ir í hvers­dags­leik­an­um sem gefa líf­inu lit, en við eig­um það mörg til að gleyma því í amstri dags­ins. Við get­um gert eitt­hvað lítið, eins og að þvo sér um hend­urn­ar, að skemmti­legu mó­menti með vandaðri og fal­legri handsápu. 

Handsápa frá Frama fæst í Epal og kostar 6.900 kr.
Handsápa frá Frama fæst í Epal og kost­ar 6.900 kr. Ljós­mynd/​Epal.is

Hár­bönd­in með sterka end­ur­komu

Að und­an­förnu hafa hár­bönd orðið sí­fellt meira áber­andi í takt við tísku­strauma frá alda­mót­un­um. Þessi fal­legu hár­bönd eru hekluð af Heklu Nínu og gefa hvaða lúkki sem er skemmti­leg­an karakt­er.

Hárbandið er handgert og fæst inn á heklanina.is. Það kostar …
Hár­bandið er hand­gert og fæst inn á heklan­ina.is. Það kost­ar 5.500 kr. Ljós­mynd/​Heklan­ina.is
mbl.is