„Ég fékk bara tár í augun“

Á besta aldri | 24. ágúst 2023

„Ég fékk bara tár í augun“

Helga Thorberg, leikkona, garðyrkjufræðingur og lífskúnstner, átti óneitanlega eftirminnilega Menningarnótt. Helga heimsótti Ljósmyndasafn Reykjavíkur, eina af menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, og sá þar ljósmynd sem lék á allan tilfinningaskalann. 

„Ég fékk bara tár í augun“

Á besta aldri | 24. ágúst 2023

Helga Thorberg ásamt Helgu Thorberg.
Helga Thorberg ásamt Helgu Thorberg. Ljósmynd/Helga Thorberg

Helga Thor­berg, leik­kona, garðyrkju­fræðing­ur og lífs­k­únstner, átti óneit­an­lega eft­ir­minni­lega Menn­ing­arnótt. Helga heim­sótti Ljós­mynda­safn Reykja­vík­ur, eina af menn­ing­ar­stofn­un­um Reykja­vík­ur­borg­ar, og sá þar ljós­mynd sem lék á all­an til­finn­ingaskalann. 

Helga Thor­berg, leik­kona, garðyrkju­fræðing­ur og lífs­k­únstner, átti óneit­an­lega eft­ir­minni­lega Menn­ing­arnótt. Helga heim­sótti Ljós­mynda­safn Reykja­vík­ur, eina af menn­ing­ar­stofn­un­um Reykja­vík­ur­borg­ar, og sá þar ljós­mynd sem lék á all­an til­finn­ingaskalann. 

Á sum­arsýn­ingu Ljós­mynda­safns Reykja­vík­ur, Litap­all­etta tím­ans, eru lit­mynd­ir úr safn­kosti frá tíma­bil­inu 1950 til 1970, en á þeim árum fór lit­ljós­mynd­un að festa ræt­ur hér á landi. Á sýn­ing­unni rakst Helga á kunn­ug­legt and­lit sem tók hana aft­ur til ljóma og ljúfra minn­inga æsku­ár­anna. 

13 ára fyr­ir­sæta 

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir menn­ing­ar­viti og góðvin­kona Helgu, var sú sem kom auga á ljós­mynd­ina og sendi Helgu skemmti­legt skjá­skot. „Ég fékk bara tár í aug­un, því þá rifjaðist upp fyr­ir mér af hvaða til­efni þessi mynd var tek­in,“ seg­ir Helga, en ljós­mynd af henni frá ár­inu 1963 er hluti af sum­arsýn­ingu Ljós­mynda­safns Reykja­vík­ur. 

„Ég er 13 ára göm­ul þegar þessi mynd var tek­in,“ út­skýr­ir Helga, sem rifjaði upp til­efni mynda­tök­unn­ar. 

Ljósmyndin var tekin árið 1963 á hárgreiðslusýningu sem haldin var …
Ljós­mynd­in var tek­in árið 1963 á hár­greiðslu­sýn­ingu sem hald­in var í Súlna­sal Hót­el Sögu. Ljós­mynd­in var tek­in af Elíasi Hann­es­syni eða Stjörnu­ljós­mynd­um. Ljós­mynd/​Helga Thor­berg

„Á þess­um tíma rak móðir mín, Guðfinna Breiðfjörð, hár­greiðslu­stof­urn­ar Raffó og þrjár þegar best lét. Hún var svo frjó og áhuga­söm kona.

Móðir mín stóð fyr­ir mikl­um skemmt­un­um á Hót­el Sögu, þar hélt hún hár­greiðslu­sýn­ing­ar og fékk í lið með sér hinar ýmsu tísku­versl­an­ir til þess að sýna fatnað. Þenn­an dag var feng­in hljóm­sveit og slegið upp balli, þetta var þegar Hót­el Saga var upp á sitt allra besta. Sann­kallað glamúr­kvöld síns tíma,“ seg­ir Helga. 

Ljós­mynd­in var tek­in af Elíasi Hann­es­syni, eða Stjörnu­ljós­mynd­um, þegar Helga var hár­mód­el fyr­ir móður sína á hár­sýn­ingu í Súlna­sal Hót­el Sögu hinn 8. októ­ber 1963. 

„Hún sér­hæfði sig í hár­lit­un og sótti reglu­lega nám­skeið í Am­er­íku hjá Clairol. Ég var klædd í þenn­an rauða skokk og þessa blússu frá ein­hverri tísku­versl­un og bara með minn upp­runa­lega háralit. Móðir mín var búin að lita aðra konu með sama lit og hár mitt var á þeim tíma og átti þetta að sýna hversu nátt­úru­leg lit­un væri,“ seg­ir Helga og hlær. „Það var ekki hægt að sjá mun­inn, hvor okk­ar var meira natural.“

Móðir Helgu, Guðfinna Breiðfjörð.
Móðir Helgu, Guðfinna Breiðfjörð. Ljós­mynd/​Helga Thor­berg

„Þetta var mín Menn­ing­arnótt“

Helga von­ast til að eign­ast ljós­mynd­ina, en seg­ir það ómet­an­legt að hafa fengið að rek­ast á þessa ham­ingju­sömu ungu stúlku. „Það var mjög til­finn­inga­legt fyr­ir mig að hitta aft­ur þessa stúlku sem ég einu sinni var. Ég var rosa­lega glöð að sjá hvað þetta var ham­ingju­söm stúlka, skín­andi ham­ingju­söm,“ seg­ir Helga. 

„Þetta var mín Menn­ing­arnótt, að sjá ljós­mynd­ina. Jú, það og húla­hoppið hjá Kirsu­berja­trénu. Ég er húla­hopp­drottn­ing­in á Vest­ur­göt­unni, ég húla alltaf í göt­unni,“ seg­ir Helga að lok­um um þenn­an eft­ir­minni­lega dag. 

mbl.is