Svona kemur Sunneva sér í rútínu eftir sumarið

Morgunrútínan | 26. ágúst 2023

Svona kemur Sunneva sér í rútínu eftir sumarið

Áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn, Sunneva Einarsdóttir, leggur mikið upp úr því að huga vel að heilsunni. Hún fylgir alltaf sömu morgunrútínunni og byrjar alla daga á hreyfingu, en þar að auki þykir henni mikilvægt að huga vel að mataræðinu, svefninum og andlegu heilsunni.

Svona kemur Sunneva sér í rútínu eftir sumarið

Morgunrútínan | 26. ágúst 2023

Sunneva Einarsdóttir hugsar vel um heilsuna og þykir fátt betra …
Sunneva Einarsdóttir hugsar vel um heilsuna og þykir fátt betra en að vera í góðri rútínu. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn, Sunneva Einarsdóttir, leggur mikið upp úr því að huga vel að heilsunni. Hún fylgir alltaf sömu morgunrútínunni og byrjar alla daga á hreyfingu, en þar að auki þykir henni mikilvægt að huga vel að mataræðinu, svefninum og andlegu heilsunni.

Áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn, Sunneva Einarsdóttir, leggur mikið upp úr því að huga vel að heilsunni. Hún fylgir alltaf sömu morgunrútínunni og byrjar alla daga á hreyfingu, en þar að auki þykir henni mikilvægt að huga vel að mataræðinu, svefninum og andlegu heilsunni.

Sunneva lumar á nokkrum skotheldum ráðum sem hafa auðveldað henni að koma sér aftur í rútínu eftir sumarið, en þar að auki er hún með áskorun í gangi á Instagram-reikningi sínum þar sem hún hvetur fylgjendur sína til að hreyfa sig og stunda útivist.

Hvernig er morgunrútínan þín?

„Ég byrja alla daga á því að klæða mig strax í æfingarföt þar sem það hvetur mig til að hreyfa mig. Svo geri ég húðrútínuna mína, fylli á vatnsbrúsann, set hljóðbók eða hlaðvarp í eyrun og fer út með hundinn minn, Bruce. Mér finnst langbest að byrja daginn minn á göngutúr til þess að vakna almennilega, byrja skrefin og fá smá „wholesome“ morgun úti í fersku lofti. Þegar ég er búin að ganga með Bruce fer ég beint á æfingu.“

Sunneva byrjar alla daga á hreyfingu, en eftir að hafa …
Sunneva byrjar alla daga á hreyfingu, en eftir að hafa farið í göngutúr með Bruce fer hún beint á æfingu.

Hvernig er kvöldrútínan þín?

„Ómissandi partur af kvöldrútínunni minni er að elda góðan mat og fara í göngutúr með Bruce, en mér finnst alltaf best að fara út að ganga eftir kvöldmat. Það hjálpar bæði meltingunni og blóðsykrinum sem eru tveir hlutir sem hafa áhrif á góðan svefn. 

Sunneva er mikill matgæðingur og þykir gaman að töfra fram …
Sunneva er mikill matgæðingur og þykir gaman að töfra fram ljúffenga og holla rétti í eldhúsinu.

Ég er með markmið að ná 10 þúsund skrefum alla daga þannig ég geng yfirleitt þar til ég hef náð því. Mér finnst smá vanmetið hér á Íslandi að fara í göngutúr, það er ekkert meira notalegt en að vera með góða bók í eyrunum, ganga um og vera með sjálfum sér.“

Hundurinn Bruce nýtur góðs af markmiði Sunnevu.
Hundurinn Bruce nýtur góðs af markmiði Sunnevu.

Ert þú með æfingarrútínu sem þú reynir að fylgja?

„Ég æfi yfirleitt alltaf á morgnanna og veit ekkert betra en að byrja daginn minn á hreyfingu. Hefðbundin ræktarrútína hjá mér er að byrja á stigavélinni í 15 til 20 mínútur, taka svo 3 til 4 HIIT (e. high intensity interval training) hringi með góðum þyngdum og lóðum blandað við smá „cardio“, taka smá skokk í sirka 10 mínútur og enda alltaf á góðum kviðæfingum og teygjum.

Sunneva leggur áherslu á að stunda fjölbreytta hreyfingu.
Sunneva leggur áherslu á að stunda fjölbreytta hreyfingu.

Ég reyni að æfa 4 til 7 sinnum í viku, en ég tek 3 til 5 æfingar þar sem ákefðin er mikil og svo 2 til 4 rólegri æfingar sem „active recovery“. Ég er ekki bara að mæta í ræktina heldur er ég að hreyfa mig mjög fjölbreytt. Einn daginn getur það verið hlaup, annan Boxfit-tími, hinn Worldfit-tími, hinn „legday“, hinn pílates, hinn tabata og svo einn sem ég fer bara að ganga eða geri „cardio“. Það eina sem skiptir máli er að hreyfa sig, hlusta á líkamann og velja hreyfingu sem þú hefur gaman að. 

Á dögum þegar mér líður mjög „unmotivated“ þá finnst mér langbest að skrá mig í opna tíma í World Class þar sem maður bara mætir og þarf ekki að hugsa heldur bara fylgja þjálfaranum.“

Að sögn Sunnevu er mikil hvatning í því að skrá …
Að sögn Sunnevu er mikil hvatning í því að skrá sig í hóptíma.

Ertu með svefnrútínu sem þú reynir að fylgja?

„Á fullkomnum degi reyni ég að vera komin upp í rúm milli klukkan 21:30 og 22:00 og vera búin að slökkva á öllu í seinasta lagi klukkan 23:30. Markmiðið er alltaf að reyna að ná 7 til 8 tíma svefni. 

Mér finnst yfirleitt auðvelt að vakna á morgnanna þar sem það er besti tíminn fyrir mig til þess að æfa og dagurinn minn er frekar ómögulegur ef ég næ ekki æfingu. Þannig mitt „pepp“ er að hreyfa mig og ég á auðvelt með að vakna vegna þess. Ég reyni yfirleitt að „snooze-a“ ekki meira en tvisvar sinnum en þá er ég búin að stilla vekjaraklukkuna 20 mínútum áður en ég þarf að vakna. 

Mesta hvatningin til þess að fara á morgunæfingar að mínu mati er að vera með æfingarfélaga. Þú kannski „beilar“ á þína æfingu, en ekki á félagann sem er vaknaður, mættur og á von á þér. Finndu einhvern með þér í rútínuna, það gerir allt skemmtilegra og auðveldara!

Mér finnst líka mikil hvatning að skrá mig í tíma í World Class þar sem maður verður að mæta, annars fer maður í skammakrókinn. Þú getur ekki vaknað og „beilað“, mættu!“

Hvernig gekk þér að halda þér í rútínu í sumar?

„Það gengur mjög vel á sumrin hjá mér þegar ég er á Íslandi en aðeins meira krefjandi þegar maður er erlendis. 

Það er líka mikilvægt að muna að maður er í fríi og ekki pressa endalaust á sig að taka svaka æfingu. Ég reyni yfirleitt bara að finna hreyfingu sem passar í umhverfið, t.d. ganga, skokka eða synda í einhvern ákveðinn tíma. Svo lengi sem ég hreyfi mig eitthvað aðeins þá er ég bara góð, maður þarf líka að njóta frísins.

Ég tek alltaf með mér prótein erlendis þannig ég hef möguleikann á því að gera próteinboost þegar mér líður eins og mig langi í það.“

Sunneva var dugleg að ferðast erlendis í sumar, en hún …
Sunneva var dugleg að ferðast erlendis í sumar, en hún segir mikilvægt að njóta þess líka að vera í fríi.

Ertu með einhver ráð fyrir þá sem vilja koma sér í rútínu eftir sumarið?

„Mitt ráð er að finna hreyfingu sem þú hefur gaman að. Finna skemmtilega tíma, skrá þig á námskeið, fara reglulega í göngutúra og svo framvegis. Búðu til hóp með þeim sem langar líka að koma sér af stað og hvetjið hvort annað áfram. 

Ekki hafa alla daga eins, hreyfing er hreyfing. Það þarf ekki að mæta í ræktarsalinn alla daga, þú getur tekið ræktina einn daginn, sund hinn daginn og skemmtilegt námskeið hinn.“

Sunneva mælir með því að fólk finni þá hreyfingu sem …
Sunneva mælir með því að fólk finni þá hreyfingu sem þeim þykir skemmtileg.

Þegar kemur að heilsu, hvað leggur þú mesta áherslu á?

„Mér finnst allir þessir hlutir haldast í hendur. Ef ég huga að hreyfingu, svefni og mataræði, þá skilar það mér góðri andlegri heilsu. Það fyrsta sem ég geri þegar mér líður illa með sjálfa mig er að skoða hvað af þessum þremur hlutum ég er að vannæra. Til þess að líða vel líkamlega þarf að huga að þessu andlega og öfugt. Munum að hugsa vel um okkur sjálf!

Ég drekk mikið vatn og miða við að drekka 2 til 3 lítra á dag. Ég tek líka inn vítamín og prótein alla daga og er með nokkurra skrefa húðrútínu.“

Til þess að fá öll vítamín og næringarefni sem hún …
Til þess að fá öll vítamín og næringarefni sem hún þarf tekur Sunneva vítamín og próteinduft.

Hvað get þú sagt mér um 10 þúsund skrefa áskorunina sem þú ert með?

„Að ganga 10 þúsund skref er meira andlegt heldur en líkamlegt að mínu mati. Maður verður stoltur að sjálfum sér og líður betur líkamlega að vera duglegur að standa upp í staðinn fyrir að hanga við skrifborðið allan daginn. Þetta snýst ekki um að grennast heldur líka um blóðsykurinn og andlega heilsu fyrir mig.

Ég tók fyrst þátt í þessari áskorun í heimsfaraldrinum og sá þá að ég var að ganga svo lítið daglega. Þarna var ekkert opið og maður gat lítið hreyft sig. Ég byrjaði að taka þessa áskorun á Instagram inn á milli og það voru margir sem tóku þátt og voru með! Síðan ég byrjaði á þessari áskorun hefur daglegur skrefafjöldi hækkað töluvert hjá mér og þrátt fyrir að vera ekki að skora á sjálfa mig þá er þetta komið inn í rútínu og ég næ yfirleitt 10 þúsund skrefum án þess að reyna það.

Ég byrjaði svo aftur í apríl að deila þessu og hvetja fólk til þess að gera áskorunina með mér. Mér finnst gaman að hvetja fólk áfram að hreyfa sig og huga að heilsunni.“

Sunneva notar heilsuúr sitt til þess að mæla skrefin.
Sunneva notar heilsuúr sitt til þess að mæla skrefin.

Ertu með einhver ráð fyrir þá sem vilja taka þátt í þessari áskorun?

„Það er alls ekki fyrir alla að ganga 10 þúsund skref á dag en mitt ráð er að sjá hvað þú ert að taka mörg skref daglega og byrja á því að bæta 2 þúsund til 3 þúsund skrefum í viðbót á dag ef þú ert að ganga langt undir 10 þúsund skref.“

10 ráð Sunnevu til þess að ná 10 þúsund skrefum á dag

  1. Vakna fyrr og byrja daginn á smá göngutúr eða skokki
  2. Standa upp að minnsta kosti einu sinni á klukkutíma og ganga aðeins um
  3. Þegar það er smá pása í skólanum eða vinnunni – í staðinn fyrir að sitja og skoða símann stattu þá upp og labbaðu um á meðan þú skoðar símann, þó það sé bað labba í hringi.
  4. Gerðu það að vana að ganga í 10 mínútur eftir máltíð. Þú nærð helling af skrefum og það er frábært fyrir blóðsykurinn!
  5. Leggðu bílnum aðeins lengra frá en vanalega, ekki stytta þér skrefin! Horfðu á björtu hliðina þegar það er ekkert stæði nálægt – at least you're getting your steps in!
  6. Húsverkin eru ekki eins leiðinleg þegar maður er með skrefamarkmið! Út með ruslið? Skref. Ganga frá? Fara með eitthvað í geymsluna? Skref! Ryksuga? Skúra? Bingó!
  7. Farðu í kvöldgöngu. Hvað er meira „wholesome“ en góð hljóðbók eða ganga með maka, vini eða fjölskyldu, eða jafnvel skrolla TikTok.
  8. Núna ert þú já manneskjan þegar einhver biður þig um eitthvað sem krefst þess að labba, t.d. labba að sækja eitthvað, bera eitthvað eða gera eitthvað sem lætur þig standa upp!
  9. Taktu stigann en ekki lyftuna þegar það er hægt! Að minnsta kosti hluta af stiganum.
  10. Æfing! Að æfa bætir alltaf inn skrefum í daginn. Auka „cardio“ er alltaf plús!
Sunneva hvetur alla til að hreyfa sig og huga að …
Sunneva hvetur alla til að hreyfa sig og huga að heilsunni. Ljósmynd/Hlynur Hólm
mbl.is