Horfið frá útfærslu stækkunar Fossvogsskóla

Mygla í húsnæði | 31. ágúst 2023

Horfið frá útfærslu stækkunar Fossvogsskóla

Í febrúar var kynnt „skissa“ af viðbyggingu ofan á Meginland sem er ein bygginga Fossvogsskóla. Foreldri sem sat fundinn segir að strax hafi borist athugasemdir um burðarþol byggingarinnar sem er undir viðbyggingunni samkvæmt „skissunni“.

Horfið frá útfærslu stækkunar Fossvogsskóla

Mygla í húsnæði | 31. ágúst 2023

Nú standa yfir framkvæmdir í Fossvogsskóla þar sem skipt er …
Nú standa yfir framkvæmdir í Fossvogsskóla þar sem skipt er um þak á Meginlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í febrúar var kynnt „skissa“ af viðbyggingu ofan á Meginland sem er ein bygginga Fossvogsskóla. Foreldri sem sat fundinn segir að strax hafi borist athugasemdir um burðarþol byggingarinnar sem er undir viðbyggingunni samkvæmt „skissunni“.

Í febrúar var kynnt „skissa“ af viðbyggingu ofan á Meginland sem er ein bygginga Fossvogsskóla. Foreldri sem sat fundinn segir að strax hafi borist athugasemdir um burðarþol byggingarinnar sem er undir viðbyggingunni samkvæmt „skissunni“.

Við nánari athugun verkfræðinga reyndist sú vera raunin og stendur nú til að gera aðra útfærslu samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn mbl.is. Engin tímasetning er komin á það hvenær áætlað er að ljúka því verki.  

Byggingarfræðilegs eðlis 

„Á fundi með skólaráði Fossvogsskóla í febrúar var kynnt viðbygging ofan á Meginland sem því miður var ekki hægt að útfæra vegna byggingareðlisfræðilegra þátta sem fyrir eru í Meginlandi. Á fundi með skólaráði Fossvogsskóla sem var haldinn í júní sl. var tilkynnt að verið væri að vinna í nýrri útfærslu af stækkun skólans,“ segir skriflegu í svari frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn mbl.is. 

„Í framhaldi hefur staðið yfir vinna arkitekta að nokkrum nýjum tillögum USK ásamt arkitektum hússins hafa verið að rýna þær tillögur. Í stað þess að byggja ofan á bygginguna þá verður fyrirhuguð stækkun til norðurs. Tillögurnar gera ráð fyrir lágstemmdri stækkun sem fellur vel inn í umhverfi skólans.“

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir.
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Tímalína óljós en lágstemmdari bygging

Sem stendur er unnið að því að skipta um þak á Meginlandi sem er ein þriggja meginbygginga skólans ásamt Austurlandi og Vesturlandi. Skólahald fer nú fram í Austurlandi og Vesturlandi ásamt því að vera í færanlegum skólastofum. 

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir að stefnt sé að því að Meginlandið verði tilbúið haustið 2024. „Það er aðeins óljósara hvenær viðbyggingin mun rísa. Sú tímalína liggur ekki fyrir,“ segir Eva.

„Þetta var bara skissa ekki eiginleg teikning. Það er búið að halda óvenju marga fundi með Fossvogsskóla sem getur valdið misskilningi hjá fólki um það að hlutir séu komnir lengra í ferlinu en raunin er.“

mbl.is