Útgerð lítilla báta á sér stað í hjarta Íslendinga

Smábátaveiðar | 3. september 2023

Útgerð lítilla báta á sér stað í hjarta Íslendinga

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda (LS), segir smábátaveiðar eiga stað í hjarta Íslendinga og að það sé mannréttindamál að hver Íslendingur hafi aðgengi að auðlindinni til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Í ítarlegu viðtali í síðasta blaði 200 mílna kveðst hann finna fyrir stöðnun í máli smábátasjómanna vegna þess hve ráðamenn eru hræddir við breytingar, en smábátasjómenn eru hvergi hættir.

Útgerð lítilla báta á sér stað í hjarta Íslendinga

Smábátaveiðar | 3. september 2023

Arthur Bogason formaður LS segir baráttuna fyrir smábátaveiðum vera mannréttindabaráttu.
Arthur Bogason formaður LS segir baráttuna fyrir smábátaveiðum vera mannréttindabaráttu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arth­ur Boga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS), seg­ir smá­báta­veiðar eiga stað í hjarta Íslend­inga og að það sé mann­rétt­inda­mál að hver Íslend­ing­ur hafi aðgengi að auðlind­inni til að fram­fleyta sér og fjöl­skyldu sinni. Í ít­ar­legu viðtali í síðasta blaði 200 mílna kveðst hann finna fyr­ir stöðnun í máli smá­báta­sjó­manna vegna þess hve ráðamenn eru hrædd­ir við breyt­ing­ar, en smá­báta­sjó­menn eru hvergi hætt­ir.

Arth­ur Boga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS), seg­ir smá­báta­veiðar eiga stað í hjarta Íslend­inga og að það sé mann­rétt­inda­mál að hver Íslend­ing­ur hafi aðgengi að auðlind­inni til að fram­fleyta sér og fjöl­skyldu sinni. Í ít­ar­legu viðtali í síðasta blaði 200 mílna kveðst hann finna fyr­ir stöðnun í máli smá­báta­sjó­manna vegna þess hve ráðamenn eru hrædd­ir við breyt­ing­ar, en smá­báta­sjó­menn eru hvergi hætt­ir.

Arth­ur seg­ir ljóst að það séu marg­ir kost­ir við að styðja frek­ar við veiðar smá­báta, ekki síst hand­fær­veiðar. „Á sama tíma og verið er að tala um um­hverf­is­mál, bæði varðandi orku­notk­un og áhrif veiðarfæra á líf­ríki hafs­ins, hafa hand­fær­in alltaf vinn­ing­inn. Það væri því sjálfsagt og eðli­legt mál að auka þeirra hlut í þess­um potti.“

Smábátasjómenn eru hvergi hættir í baráttur sinni en lítið hefur …
Smá­báta­sjó­menn eru hvergi hætt­ir í bar­átt­ur sinni en lítið hef­ur áunn­ist síðustu ár að sögn for­manns LS. Ljós­mynd/​mbl.is

Arth­ur er eldri en tvæ­vet­ur þegar kem­ur að bar­áttu fyr­ir hags­mun­um smá­báta­sjó­manna og var formaður LS þegar sam­tök­in voru stofnuð 1985. Það er því vert að spyrja hvort hann hafi orðið þess áskynja að ár­ang­ur hafi náðst í bar­átt­unni síðustu ár.

„Ég verð að viður­kenna að mér þykir þetta hafa verið mjög mikið status quo. Ég finn að það er vilji meðal ein­hverra á Alþingi til breyt­inga, en það er líka eins og með ým­is­legt í líf­inu að menn eru skít­hrædd­ir við breyt­ing­ar. Ég held að það hamli veru­lega.“

„Póli­tík­in er líka mis­jöfn. Við höf­um upp­lifað það að hlusta á æðstu ráðamenn tala meðal ann­ars niður til strand­veiðanna og meðan við búum við svo­leiðis er kannski ekki mik­illa viðhorfs­breyt­inga að vænta, því miður. En við ætl­um að halda áfram og mik­il­vægt að menn á Alþingi og í rík­is­stjórn viti að það skipt­ir engu máli hvernig hlut­irn­ir þró­ast, við erum ekki að fara að gef­ast upp. Við telj­um okk­ur vera með mjög góðan málstað sem er þess virði að berj­ast fyr­ir.“

Viðtalið við Arth­ur má lesa í 200 míl­um.

mbl.is