Víðtæk truflun á skólastarfi

Mygla í húsnæði | 5. september 2023

Víðtæk truflun á skólastarfi

Viðhaldsverkefnum í grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar hefur farið fjölgandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur eru nú framkvæmdir í 34 skólum.

Víðtæk truflun á skólastarfi

Mygla í húsnæði | 5. september 2023

Mygla greindist í efnissýni í Fellaskóla eftir skólaslit síðasta starfsárs.
Mygla greindist í efnissýni í Fellaskóla eftir skólaslit síðasta starfsárs. mbl.is/Sigurður Bogi

Viðhalds­verk­efn­um í grunn- og leik­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur farið fjölg­andi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur eru nú fram­kvæmd­ir í 34 skól­um.

Viðhalds­verk­efn­um í grunn- og leik­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur farið fjölg­andi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur eru nú fram­kvæmd­ir í 34 skól­um.

Síðastliðið haust voru þeir 24. Al­var­leg­ustu til­fell­in eru svæs­in myglu­til­felli og raka­skemmd­ir en einnig svo­nefnd inni­vist­ar­vanda­mál.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg eru verk­efn­in ým­ist að hefjast eða að ljúka. Fylgst verður náið með því að þau skili ár­angri. Hef­ur þurft að flytja nem­end­ur til.

Skóla­hald hjá Hjálp­ræðis­hern­um

Þannig fór til dæm­is hluti af skóla­haldi Voga­skóla fram í hús­næði Hjálp­ræðis­hers­ins í Ármúla síðastliðinn vet­ur en von­ir standa til að starf­sem­in fær­ist öll í húsa­kynni skól­ans í vet­ur.

Í Hóla­brekku­skóla er búið að und­ir­búa ít­ar­lega og viðamikla end­ur­nýj­un á skól­an­um sem kall­ar á flutn­ing á hluta af starf­semi hans. Korpu­skóli mun hýsa ung­linga- og miðstig skól­ans meðan á fram­kvæmd­um stend­ur í vet­ur.

Dæmi um heild­ar­end­ur­nýj­un leik­skóla

Mygla greind­ist í efn­is­sýni í Fella­skóla eft­ir skóla­slit síðasta starfs­árs. Fram­kvæmd­ir við skól­ann eru í und­ir­bún­ingi og munu hefjast í sept­em­ber.

Skólastarf verður fært til inn­an skól­ans og unnið er að mót­vægisaðgerðum til að bæta inni­vist þar til hægt verður að hefja var­an­leg­ar fram­kvæmd­ir

Ástand leik­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar virðist slæmt. Dæmi eru um að leik­skól­ar hafi verið al­gjör­lega hreinsaðir að inn­an og heild­ar­end­ur­nýj­un þeirra blas­ir við. Kostnaður við end­ur­bæt­urn­ar er ekki ljós.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

mbl.is