Lárus Welding kominn á nýjan útrásarjeppa

Frægir á ferð | 12. september 2023

Lárus Welding kominn á nýjan útrásarjeppa

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi rekstrarstjóri (COO) hjá fjárfestingafélaginu Stoðum, er kominn á splunkunýjan Range Rover Sport. Um er að ræða 2023 árgerð af lúxusbílnum. 

Lárus Welding kominn á nýjan útrásarjeppa

Frægir á ferð | 12. september 2023

Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis er kominn á mjög útrásarvíkingalegt …
Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis er kominn á mjög útrásarvíkingalegt ökutæki eða splunkunýjan Range Rover Sport frá Land Rover. Samsett mynd

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is og nú­ver­andi rekstr­ar­stjóri (COO) hjá fjár­fest­inga­fé­lag­inu Stoðum, er kom­inn á splunku­nýj­an Range Rover Sport. Um er að ræða 2023 ár­gerð af lúx­us­bíln­um. 

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is og nú­ver­andi rekstr­ar­stjóri (COO) hjá fjár­fest­inga­fé­lag­inu Stoðum, er kom­inn á splunku­nýj­an Range Rover Sport. Um er að ræða 2023 ár­gerð af lúx­us­bíln­um. 

Bíll Lárus­ar vek­ur at­hygli í um­ferðinni en hann er há­glans­andi á þykk­um og breiðum dekkj­um. Álfelg­urn­ar eru grá­ar og svart­ar. Bíll­inn er kol­svart­ur, með svört­um merk­ing­um og svört­um list­um í kring­um rúður.

Bíll­inn kom á göt­urn­ar 19. apríl síðastliðinn. Ódýr­asta út­gáf­an af nýja Range Rover Sport frá Land Rover kost­ar rúm­lega 19.000.000 kr. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lár­us keyr­ir um á Range Rover því þegar hann varð for­stjóri Glitn­is fylgdi slík­ur bíll með í ráðning­ar­samn­ingn­um. 

Í Upp­gjöri banka­manns, sem kom út síðasta haust, er ná­kvæm lýs­ing á því þegar Lár­us fékk Glitn­is-Range Rover­inn af­hent­an á sín­um tíma: 

„Þetta var mjög anna­sam­ur dag­ur og ég kom allt of seint í af­mæli dótt­ur minn­ar. Ég hafði þá gleymt að ég átti að sækja mat­inn fyr­ir börn­in þannig að ég olli líka von­brigðum heima fyr­ir. Ég gat því lítið notið sam­ver­unn­ar í af­mæl­inu því að ég var með hug­ann við skulda­bréfa­út­boðið. Ég spurði sjálf­an mig hvort ég ylli þessu for­stjóra­starfi. Þá var dyra­bjöll­unni hringt og fyr­ir utan stóð glaðhlakka­leg­ur starfsmaður B&L sem af­henti mér með ham­ingjuósk­um lykla að glæ­nýj­um bíl. Í ráðning­ar­samn­ingn­um var ákvæði um að bank­inn skyldi sjá mér fyr­ir bíl og í takt við tíðarand­ann var ákveðið að það væri Range Rover af fín­ustu gerð. Þannig var einn slík­ur pantaður en af­hend­ing­in gat ekki komið á verri tíma. Mig langaði mest að biðja mann­inn um að koma síðar. Mér fannst ég ekki eiga skil­inn svona glæsi­vagn og þessi uppá­koma kór­ónaði dag­inn,“ skrif­ar Lár­us í bók sinni. 

Nú er hann hins­veg­ar kom­inn á svipað öku­tæki - en þó und­ir öðrum for­merkj­um því hann er sjálf­ur skráður eig­andi bíls­ins ekki fyr­ir­tækið sem hann starfar hjá. 

Bíllinn er snaggaralega hannaður og flottum afturhluta. Þetta er þó …
Bíll­inn er snagg­ara­lega hannaður og flott­um aft­ur­hluta. Þetta er þó ekki bíll Lárus­ar held­ur mynd af sams­kon­ar bíl þegar hann var kynnt­ur til leiks í fyrra.
mbl.is