Um 30% kvenkyns skurðlækna orðið fyrir kynferðisofbeldi

MeT­oo - #Ég líka | 12. september 2023

Um 30% kvenkyns skurðlækna orðið fyrir kynferðisofbeldi

Tæplega einn af hverjum þremur kvenkyns skurðlæknum í Bretlandi hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu samstarfsfélaga á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. 

Um 30% kvenkyns skurðlækna orðið fyrir kynferðisofbeldi

MeT­oo - #Ég líka | 12. september 2023

Kynferðisofbeldi teygir anga sína víða. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá …
Kynferðisofbeldi teygir anga sína víða. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá hefur ein af hverjum þremur konum sem starfa sem skurðlæknir mátt þola slíkt ofbeldi á sl. fimm árum. Ljósmynd/Colourbox

Tæp­lega einn af hverj­um þrem­ur kven­kyns skurðlækn­um í Bretlandi hafa orðið fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu sam­starfs­fé­laga á und­an­förn­um fimm árum. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn sem var birt í dag. 

Tæp­lega einn af hverj­um þrem­ur kven­kyns skurðlækn­um í Bretlandi hafa orðið fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu sam­starfs­fé­laga á und­an­förn­um fimm árum. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn sem var birt í dag. 

Rann­sókn­in var birt í tíma­rit­inu Brit­ish Journal of Sur­gery. Þar seg­ir að niður­stöðurn­ar bendi til þess að kyn­ferðis­leg áreitni og kyn­ferðis­legt of­beldi sé al­gengt á bresk­um skurðstof­um. Þá séu einnig dæmi um nauðgan­ir. 

Í rann­sókn­inni var farið yfir 1.400 nafn­laus svör sem var safnað sam­an í gegn­um vef­könn­un sem var lögð fyr­ir starfs­fólk sem starfar á bresk­um skurðstof­um. Þar kem­ur fram að 29,9% kvenna hafi greint frá kyn­ferðisof­beldi sam­starfs­fé­laga á síðastliðnum fimm árum sam­an­borið við 6,9% karla. 

Þá seg­ir að 63,3% kvenna sem tóku þátt í könn­un­inni hafi greint frá því að þær hefðu orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni af hálfu samtarfs­fé­laga borið sam­an við 23,7% karla.

Ólík­ir veru­leik­ar

„Þess­ar niður­stöður sýna fram á að veru­leiki kvenna og karla sem starfa sem skurðlækn­ar er harla ólík­ur. Fyr­ir kon­ur þá þýðir þetta oft­ar en ekki að þegar þær eru í kring­um sam­starfs­fé­laga að þær geta orðið vitni að eða orðið fyr­ir barðinu á kyn­ferðisof­beldi.“ 

Þá kem­ur fram að tæp­lega 90% kvenna og 81% karla hafi greint frá því að þau hafi orðið vitni að kyn­ferðis­legri áreitni meðal sam­starfs­fólks á und­an­förn­um fimm árum. 

Sem fyrr seg­ir þá hef­ur verið til­kynnt um nauðgan­ir á vinnustað, en einnig eru dæmi um nauðgan­ir á öðrum stöðum sem tengj­ast vinn­unni, m.a. í kennslu­rým­um, á ráðstefn­um og í tengsl­um við viðburði sem eiga sér stað eft­ir vinnu með sam­starfs­fólki. 

Þá er tekið fram að kyn­ferðisof­beldi eigi sér reglu­lega stað og lítið virðist að gert til að sporna við því. Vanda­málið sé kerf­is­bundið, teng­ist ólíkri stöðu kynj­anna og valda­ó­jafn­vægi. 

MeT­oo-stund

Tamz­in Cum­ing, sem er formaður sam­tak­anna Women in Sur­gery For­um við há­skól­ann Royal Col­l­e­ge of Sur­geons of Eng­land, seg­ir að þetta sé MeT­oo-stund fyr­ir skurðlækna. 

„Nú hefst vinn­an við að koma á raun­veru­leg­um breyt­ing­um í tengsl­um við vinnustaðamenn­ing­una í kring­um heil­brigðis­starf­semi.“

Rann­sókn­in var unn­in á veg­um The Work­ing Party on Sex­ual Misconduct in Sur­gery (WPSMS), sem er hóp­ur skurðlækna, vís­inda­manna og annarra klín­ískra starfs­manna við skurðlækn­ing­ar, sem vinna að því að stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu um kyn­ferðisof­beldi sem á sér stað meðal skurðlækna. Mark­miðið sam­tak­anna er að stuðla að breyt­ing­um, m.a. menn­ing­ar­leg­um og kerf­is­læg­um, til að draga úr slíku of­beldi. 

mbl.is