„Eftir hverju eru menn að bíða?“

Föðurhlutverkið | 14. september 2023

„Eftir hverju eru menn að bíða?“

Snorri Másson, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, eignaðist soninn Má með unnustu sinni, Nadine Guðrúnu Yaghi, forstöðumanni hjá Play, í sumar. Fyrir átti Nadine soninn Theodór úr fyrra sambandi. Fjölskyldan dvelur nú í Hamborg í Þýskalandi þar sem Snorri sinnir föður hlutverk inu ásamt því að starfa tíma bundið hjá norðurþýska útvarp inu, NDR. Þar sinnir hann umfjöllun sem varðar Ísland eða Norðurlönd með ýmsum hætti.

„Eftir hverju eru menn að bíða?“

Föðurhlutverkið | 14. september 2023

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi með bræðurna Theódór og …
Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi með bræðurna Theódór og Má. Ljósmynd/Aðsend

Snorri Más­son, fjöl­miðlamaður og hlaðvarps­stjórn­andi, eignaðist son­inn Má með unn­ustu sinni, Nadine Guðrúnu Yag­hi, for­stöðumanni hjá Play, í sum­ar. Fyr­ir átti Nadine son­inn Theo­dór úr fyrra sam­bandi. Fjöl­skyld­an dvel­ur nú í Ham­borg í Þýskalandi þar sem Snorri sinn­ir föður hlut­verk inu ásamt því að starfa tíma bundið hjá norðurþýska út­varp inu, NDR. Þar sinn­ir hann um­fjöll­un sem varðar Ísland eða Norður­lönd með ýms­um hætti.

Snorri Más­son, fjöl­miðlamaður og hlaðvarps­stjórn­andi, eignaðist son­inn Má með unn­ustu sinni, Nadine Guðrúnu Yag­hi, for­stöðumanni hjá Play, í sum­ar. Fyr­ir átti Nadine son­inn Theo­dór úr fyrra sam­bandi. Fjöl­skyld­an dvel­ur nú í Ham­borg í Þýskalandi þar sem Snorri sinn­ir föður hlut­verk inu ásamt því að starfa tíma bundið hjá norðurþýska út­varp inu, NDR. Þar sinn­ir hann um­fjöll­un sem varðar Ísland eða Norður­lönd með ýms­um hætti.

„Það er frá­bært að fram­lengja sum­arið með því að koma á meg­in­landið og það er gleðiefni að það hef­ur gengið fram­ar von­um að skrölta af stað í þýsk­unni, en hana lærði ég líka þegar ég var í skipti­námi í Berlín í há­skól­an­um,“ seg­ir Snorri og seg­ir það langþráðan draum að kynn­ast blaðamennsk­unni í sjálfri fjöl­miðlahöfuðborg­inni Ham­borg.

Lífið hef­ur að sögn Snorra breyst tölu­vert eft­ir að frumb­urður­inn kom í heim­inn. „Ég var auðvitað kom­inn í stjúp­föður­hlut­verkið með til­heyr­andi fjöri fyr­ir fæðingu Más en því verður ekki neitað að með þeirri fæðingu bæt­ist ný vídd við þetta allt sam­an. Svona smá­börn eru líka svo af­skap­lega bjarg­ar­laus í byrj­un. Ég held að eng­in dýra­teg­und fæðist eins lítið þroskuð og maður­inn. Ég las í upp­eld­is­bók hérna í Þýskalandi, þú sérð hvað ég er metnaðarfull­ur, að ef allt væri með felldu væru börn­in geymd í móðurkviði í að minnsta kosti þrjá mánuði í viðbót. En mann­eskj­an hef­ur víst ekki þró­ast al­veg sam­kvæmt eðli­leg­um lög­mál­um. Mér skilst að manns­höfuð sé of­vaxið og þar með of stórt fyr­ir fæðing­ar­veg­inn, þannig að það þarf að drífa þetta út áður en það er um sein­an. Kannski er þetta reynd­ar upp­lýs­inga­óreiða en þá bara díl­ar Morg­un­blaðið við Fjöl­miðlanefnd. Manns­höfuðið er að minnsta kosti nokkuð þungt – en samt skul­um við standa upp­rétt­ir, eins og skáldið seg­ir, og þetta brýni ég fyr­ir syni mín­um. Ég er núna í stíf­um æf­ing­um með Má að fá hann til að lyfta hausn­um á mag­an­um. Mér finnst það ekki ganga al­veg nógu hratt og hann kvart­ar nokkuð.“

YouTu­be bannað í Vest­ur­bæn­um

Ljúf­ustu stund­ir fjöl­skyld­unn­ar seg­ir Snorri að séu í rúm­inu á morgn­ana þegar þau Nadine eru með bæði börn­in hjá sér og ekk­ert hang­andi yfir sér.

„Það er fimm ára mun­ur á strák­un­um en það breyt­ir því ekki að þeir tala þegar tölu­vert sam­an. Töfr­arn­ir í þessu eru að fylgj­ast með börn­un­um læra eitt­hvað nýtt og maður hugs­ar: Hvernig gerðist þetta og hvaðan kom þessi færni skyndi­lega? Eins og Már sem var að æpa á ljósakrónu í gær. Hver kenndi þér að æpa á ljósakrónu? Og að æpa yf­ir­leitt? Jú, ég reyni ým­is­legt en það ræður varla úr­slit­um. Það er eitt­hvað stærra og mik­il­feng­legra að verki, það er eins og menn hafi inn­byggðan vilja til bæt­inga. Þetta ger­ist sjálf­krafa. Börn­in verða sín­ar eig­in sjálf­stæðu ein­ing­ar í ver­öld­inni og bara keyra sitt pró­gramm. Hægt og ró­lega verður maður bara stuðnings­maður og vernd­ari í stað þess að vera hinn al­vitri guðlegi faðir, þótt það sé auðvitað góður tit­ill. Maður á bara að hjálpa strák­un­um að gera það sem þeir vilja. Í þessu sam­hengi fer maður líka að hugsa, vá, hvað for­eldr­ar mín­ir gengu í gegn­um margt til að koma okk­ur til manns. Við vor­um þrír bræður og slóg­umst tölu­vert. Í seinni tíð hef­ur mér verið sagt að fólk hafi kviðið því þegar það frétt­ist að við vær­um á leiðinni all­ir. Takk, mamma og pabbi, seg­ir maður bara. Og all­ir hinir sem hjálpuðu manni að al­ast upp. Nú þyrfti ég að huga að því að reyna að tryggja að traust fólk í þorp­inu standi með börn­un­um mín­um, af því að eft­ir því sem maður verður eldri sér maður hvað það skipt­ir sköp­um fyr­ir fólk að eiga góða vernd­ara í líf­inu.“

Snorri tjáir ást sína meðal annars í gegnum fræðslu.
Snorri tjá­ir ást sína meðal ann­ars í gegn­um fræðslu.

Hvað lang­ar þig að leggja áherslu á í upp­eld­inu í framtíðinni?

„Í upp­eldi hef­ur mér verið borið á brýn að leggja of­urá­herslu á fræðslu. Kannski er það mín leið til að tjá föðurást­ina. Það er bara svo gam­an að ræða al­vöru­mál við börn. Sjón­ar­horn þeirra er svo fal­lega tært og að mestu ómengað af hug­mynda­fræðileg­um stjórn­tækj­um rík­is­valds­ins, eins og síðar verður. Mér finnst mjög gam­an að tala við Theó­dór stjúp­son minn sem er fimm ára í hálf­gerðum kan­sellístíl og bulla í hon­um með flókn­um orðum eða jafn­vel orðum sem eru ekki til. Hann get­ur greint vel á milli. Sum orðin til­eink­ar hann sér eft­ir föng­um og með mis­jöfn­um ár­angri. En hann er einkar mælsk­ur og áhuga­sam­ur um tungu­málið. Mál­taka er und­ur. Og talandi um það, þá tal­ar hann eig­in­lega enga ensku sem ég er mjög ánægður með að svo komnu máli og þar held ég að YouTu­be-leysi sé lyk­ilþátt­ur. Skrýtið! YouTu­be er víst bara al­veg bannað ná­kvæm­lega þar sem við búum í Vest­ur­bæn­um.

Theo­dór lær­ir auðvitað ensku þegar fram í sæk­ir, en ís­lenska er aðal­málið og það þarf að leggja traust­an grunn áður en yf­ir­gengi­leg tækja­notk­un verður óhjá­kvæmi­leg með aldr­in­um. For­eldr­ar geta vel stýrt aðgengi smá­barna að óupp­byggi­legu og öm­ur­legu ensk­urugli á net­inu og eig­in­lega forkast­an­legt þegar fólk læt­ur eins og það sé óvinn­andi veg­ur. Nefni hér reynd­ar einn helsta vand­ann líka, sem er grát­legt getu­leysi stjórn­valda til að stemma stigu við yf­ir­gangi er­lendra sam­fé­lags­miðla. Stefnu­mót­un eða laga­setn­ingu strax! Og jafna stöðu inn­lendra miðla við er­lenda, svo að þegar komið er í heim tækj­anna þá sé ís­lenska alls staðar í boði.“

Már litli fór snemma út í heim með foreldrum sínum.
Már litli fór snemma út í heim með for­eldr­um sín­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Ham­ingj­an felst ekki í því að svara tölvu­póst­um

Snorri seg­ir að Nadine hafi eðli máls sam­kvæmt borið hit­ann og þung­ann af meðgöng­unni en hann gerði það sem hann gat.

„Meðgang­an var mis­skemmti­leg eft­ir tíma­bil­um, verð ég að segja. Hvernig á karl­maður að laga morgunógleði með öðru en bara meira ristuðu brauði? Hvað ef brauðið er ekki nóg? Ég reyndi bara að standa mína plikt sem auðsveip­ur þjónn yf­ir­valds míns. Það er auðvitað al­veg yf­ir­gengi­lega mikið á kon­ur lagt að ganga í gegn­um þetta. Eini vand­inn fyr­ir mér var hvað þetta leið óend­an­lega hægt. Ég gat ekki beðið og stundaði fram­sækna talna­leik­fimi dag­inn inn og út til að sefja mig í biðinni og dá­leiða sjálf­an mig. Það voru ein­hvern veg­inn alltaf um það bil tveir mánuðir í þetta. Loks ger­ist þetta þó og þá er biðin gleymd. Ótrú­legt. Nú hef ég að vísu aukna samúð með vin­um mín­um sem bíða barna á loka­metr­un­um. Vel að merkja: Hugsaðu þér dugnaðinn. Ef ég af­marka þetta svo, án þess að móðga aðra vini, að ég sé í litl­um sjö manna kjarna­vina­hóp, eru fjór­ir af þeim að reiða fram börn inn­an eins árs. Fjór­ir af sjö með börn! Erum all­ir 25-26 ára. Þetta er sagt ungt nú um mund­ir, en mér finnst endi­lega að þetta sé pass­andi ald­ur. Eft­ir hverju eru menn að bíða? Fólki hef­ur verið tal­in trú um að störf sem fel­ast einkum í að senda og svara tölvu­póst­um muni gera það ham­ingju­samt en það mun vera rangt,“ seg­ir Snorri.

„Það sem ég held að marg­ir upp­lifi, og ég er þar með tal­inn, í sam­bandi við til­von­andi barneign er ákveðin heild­ar­end­ur­skoðun á grund­vall­arþátt­um lífs­ins. Ætli það sé ekki ástæða þess að vinnu­markaður­inn hat­ar barneign­ir og seg­ir helsta frelsið fólgið í að vinna bara sem mest og eiga eng­in börn. Ég hætti í vinn­unni minni og fór að vilja stýra mínu eig­in lífi og byggja upp mitt eigið dæmi og svo heyr­ir maður af alls kon­ar fólki sem vill með svipuðum hætti koll­varpa öllu í tengsl­um við barneign­ir. Maður öðlast enda nýtt sjón­ar­horn og er til­neydd­ur til að hugsa hlut­ina til aðeins lengri tíma. Það hljóm­ar eins og vald­efl­andi tími hjá markþjálfa, en er í raun alls ekki ánægju­legt, held­ur bara nokkuð pirr­andi. Maður vill ekki hugsa á hverj­um degi hvað í ósköp­un­um maður er að gera við líf sitt. Það er ósjálf­bært, en sem bet­ur fer hef­ur þetta skýrst hjá mér.“

Snorri seg­ir for­eldra horn­reka í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Ein hug­mynd sé að börn væru lát­in öðlast kosn­inga­rétt við fæðingu en for­eldr­ar væru með umboð fyr­ir þau upp að ákveðnum aldri. „Þetta myndi færa þeim af­skipta hópi for­eldr­um auk­in völd, hrein­lega auk­inn at­kvæðis­rétt, til þess að hafa áhrif á sinnu­lausa stjórn­mála­menn sem í engu hirða um stöðu for­eldra. Eitt­hvað þarf alla vega að koma til. Fæðing­artíðni hef­ur hrunið á Íslandi og það er ekk­ert grín ef það held­ur áfram. En skal ein­hvern undra? Menn eru að þræla á vinnu­markaði og svo ef þeir ætla að bregða sér í fæðing­ar­or­lof – að horfa aðeins í aug­un á barn­inu sínu eins og sagt er – þá er há­marks­greiðslan þar 600 þúsund á mánuði, hef­ur ekki verið hækkuð í fjög­ur ár. Marg­ir fá minna. Ætlarðu að borga leigu með því eða tólf pró­senta vexti á tug­millj­óna króna láni? Þarf ekki ein­hverja vakn­ingu hér?“ spyr Snorri að lok­um.

mbl.is