Útkoman oft lítil sæt kríli

Föðurhlutverkið | 16. september 2023

Útkoman oft lítil sæt kríli

Þegar Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og frumkvöðull, er ekki að hjálpa fólki að finna ástina í gegnum stefnumótaforritið Smitten nýtur hann lífsins með dömunum í lífi sínu. Davíð og sambýliskona hans, Unnur Birna Magnúsdóttir, eiga þær Viktoríu Hrönn fjögurra ára og Júlíu Rós tveggja ára.

Útkoman oft lítil sæt kríli

Föðurhlutverkið | 16. september 2023

Davíð með Júlíu Rós og Viktoríu Hrönn.
Davíð með Júlíu Rós og Viktoríu Hrönn. Ljósmynd/Aðsend

Þegar Davíð Örn Sím­on­ar­son, fram­kvæmda­stjóri og frum­kvöðull, er ekki að hjálpa fólki að finna ást­ina í gegn­um stefnu­móta­for­ritið Smitten nýt­ur hann lífs­ins með döm­un­um í lífi sínu. Davíð og sam­býl­is­kona hans, Unn­ur Birna Magnús­dótt­ir, eiga þær Vikt­oríu Hrönn fjög­urra ára og Júlíu Rós tveggja ára.

Þegar Davíð Örn Sím­on­ar­son, fram­kvæmda­stjóri og frum­kvöðull, er ekki að hjálpa fólki að finna ást­ina í gegn­um stefnu­móta­for­ritið Smitten nýt­ur hann lífs­ins með döm­un­um í lífi sínu. Davíð og sam­býl­is­kona hans, Unn­ur Birna Magnús­dótt­ir, eiga þær Vikt­oríu Hrönn fjög­urra ára og Júlíu Rós tveggja ára.

Hvað er það besta við að vera pabbi?

„Að sjá þess­ar litlu mann­eskj­ur vaxa og dafna.“

Hvað er mest krefj­andi við föður­hlut­verkið?

„Að halda jafn­vægi á milli vinnu og fjöl­skyldu án þess að van­rækja annað hvort.“

Davíð og Unnur eiga tvær dætur saman.
Davíð og Unn­ur eiga tvær dæt­ur sam­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað borðar þú í morg­un­mat?

„Ég borða ekki morg­un­mat, hef gert þetta núna í ein­hver fimm ár þar sem ég borða ekki fyrr en í há­deg­inu og mér hef­ur sjald­an liðið bet­ur.“

Hver er upp­á­halds­mat­ur fjöl­skyld­unn­ar?

„Hakk og spa­gettí er í miklu upp­á­haldi hjá öll­um.“

Hver er upp­á­halds­borg­in þín og af hverju?

„Mín upp­á­halds­borg er San Francisco, ég hef búið þar nokkr­um sinn­um í stutt­an tíma í senn út af vinnu og finnst lífið í sól­inni al­veg frá­bært.“

San Francisco á stað í hjarta Davíðs.
San Francisco á stað í hjarta Davíðs. Ljós­mynd/​Unsplash.com/​Daniel Aba­dia

Hvert væri drauma­frí fjöl­skyld­unn­ar?

„Drauma­fríð væri í ein­hverju heitu landi, á flottu hót­eli með nóg af afþrey­ingu fyr­ir krakk­ana.“

Draumurinn er að fara á flott hótel í heitu landi.
Draum­ur­inn er að fara á flott hót­el í heitu landi. Ljós­mynd/​Unsplash.com/​Toni Cu­enca

Hvað ger­ir þú til þess að slaka á?

„Mér finnst ekk­ert sér­lega skemmti­legt að slaka á þannig að ég kýs frek­ar að gera eitt­hvað skemmti­legt eins og að fara í golf eða spila tölvu­spil.“

Hvaða hlut­ur er í upp­á­haldi?

„Ætli ég verði ekki að segja nýi golf-dri­ver­inn minn.“

Nýi driverinn er í uppáhaldi.
Nýi dri­ver­inn er í upp­á­haldi. Ljós­mynd/​Unsplash.com/​Yi­anni Mat­hi­ou­dakis

Hvaða sjón­varpsþátt ertu að horfa á?

„Ég og kon­an vor­um að klára að horfa á The Bachel­or­ette, það eru þætt­ir sem við horf­um alltaf á. Ég er síðan mjög spennt­ur að sjá Seríu 45 af Survi­vor sem hefst núna í sept­em­ber.“

The Bachelorette.
The Bachel­or­ette.
Davíð bíður spenntur eftir næstu þáttaröð af Survivor.
Davíð bíður spennt­ur eft­ir næstu þáttaröð af Survi­vor.

Eru til Smitten-börn?

„Það eru held­ur bet­ur til Smitten-börn og er það mjög gef­andi að vinna við að búa til vöru þar sem út­kom­an er oft þessi litlu sætu kríli.“

Hvað ger­ir fjöl­skyld­an sam­an um helg­ar?

„Við erum rosa dug­leg að gera eitt­hvað skemmti­legt sam­an, sama hvort það er að fara á ný leik­svæði, kíkja í Skopp, Fjöl­skyldu­land eða eitt­hvað álíka.“

Skopp klikkar ekki.
Skopp klikk­ar ekki. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is