Kanna ásakanir á hendur Russell Brand

Kynferðisbrot í Hollywood | 17. september 2023

Kanna ásakanir á hendur Russell Brand

Breska ríkisútvarpið, BBC, og Channel 4 hafa ákveðið að rannsaka ásakanir um að grínistinn og leikarinn Russell Brand hafi beitt fjórar konur kynferðisofbeldi.

Kanna ásakanir á hendur Russell Brand

Kynferðisbrot í Hollywood | 17. september 2023

Russell Brand.
Russell Brand. AFP

Breska ríkisútvarpið, BBC, og Channel 4 hafa ákveðið að rannsaka ásakanir um að grínistinn og leikarinn Russell Brand hafi beitt fjórar konur kynferðisofbeldi.

Breska ríkisútvarpið, BBC, og Channel 4 hafa ákveðið að rannsaka ásakanir um að grínistinn og leikarinn Russell Brand hafi beitt fjórar konur kynferðisofbeldi.

Brand hefur verið sakaður um nauðgun og kynferðisbrot á árunum 2006 til 2013. Greint var frá meintum brotum í Sunday Times og Channel 4 um helgina. Brand neitar öllum ásökunum.

Brand starfaði sem útvarpsmaður hjá BBC á árunum 2006 til 2008. Forráðamenn BBC segja að brýnt sé að hefja rannsókn og Channel 4, sem Brand starfaði einnig hjá, hefur tilkynnt að hefja eigi innri rannsókn.

mbl.is