„Landsbyggðinni mun blæða“

Fjárlög 2024 | 18. september 2023

„Landsbyggðinni mun blæða“

Steindór R. Haraldsson kirkjuþingsmaður segir fyrirhugaða lækkun sóknargjalda koma til með að hafa umtalsverð áhrif á starf kirkjunnar, þá sérstaklega á landsbyggðinni.

„Landsbyggðinni mun blæða“

Fjárlög 2024 | 18. september 2023

„Lækkun sóknargjaldanna hefur veruleg áhrif á starf kirkjunnar á landsbyggðinni, …
„Lækkun sóknargjaldanna hefur veruleg áhrif á starf kirkjunnar á landsbyggðinni, en minni í Reykjavík og stærstu sóknunum,“ segir Steindór. mbl.is/Sigurður Bogi

Stein­dór R. Har­alds­son kirkjuþings­maður seg­ir fyr­ir­hugaða lækk­un sókn­ar­gjalda koma til með að hafa um­tals­verð áhrif á starf kirkj­unn­ar, þá sér­stak­lega á lands­byggðinni.

Stein­dór R. Har­alds­son kirkjuþings­maður seg­ir fyr­ir­hugaða lækk­un sókn­ar­gjalda koma til með að hafa um­tals­verð áhrif á starf kirkj­unn­ar, þá sér­stak­lega á lands­byggðinni.

Hann seg­ir sókn­ar­gjöld­in vera mik­il­væg vegna þess að þau styrki sjálf­boðastarf sem sinni sam­fé­lagsþjón­ustu á veg­um þjóðkirkj­unn­ar um land allt sem marg­ir reiði sig á.

Í síðustu viku til­kynnti fjár­málaráðherra fjár­laga­frum­varp næsta árs. Í því kem­ur fram að til standi að lækka sókn­ar­gjöld um 7,1% og nem­ur heild­ar­lækk­un sókn­ar­gjalds­ins frá gild­andi fjár­lög­um því 220,7 millj­ón­um króna.

Veru­leg áhrif á lands­byggðinni

„Lækk­un sókn­ar­gjald­anna hef­ur veru­leg áhrif á starf kirkj­unn­ar á lands­byggðinni, en minni í Reykja­vík og stærstu sókn­un­um,“ seg­ir Stein­dór.

„Lands­byggðinni mun blæða verst fyr­ir þetta vegna þess að hún reiðir sig á þessa pen­inga til þess að geta haldið uppi starfi og alls kon­ar aðstoð við sitt sam­fé­lag,“ bæt­ir hann við og vís­ar þar meðal ann­ars til þjón­ustu kirkj­unn­ar við börn, ung­linga og eldri borg­ara.

Að sögn Stein­dórs munu for­svars­menn þjóðkirkj­unn­ar koma sjón­ar­miðum sín­um hvað lækk­un­ina varðar á fram­færi til yf­ir­valda, eins og gert hafi verið und­an­far­in ár.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, mánu­dag.

mbl.is