Ólafur og Andrea fagna 18 ára brúðkaupsafmæli á Spáni

Brúðkaup | 18. september 2023

Ólafur og Andrea fagna 18 ára brúðkaupsafmæli á Spáni

Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir og eiginmaður hennar, Ólafur Ólason, fagna 18 ára brúðkaupsafmæli sínu um þessar mundir. Þau eru stödd í glæsilegu fríi á Formentera, einni af Balaereyjunum í Miðjarðarhafi sem tilheyrir Spáni.

Ólafur og Andrea fagna 18 ára brúðkaupsafmæli á Spáni

Brúðkaup | 18. september 2023

Ólafur Ólason og Andrea Magnúsdóttir fagna 18 ára brúðkaupsafmæli á …
Ólafur Ólason og Andrea Magnúsdóttir fagna 18 ára brúðkaupsafmæli á Spáni. Samsett mynd

Fata­hönnuður­inn Andrea Magnús­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar, Ólaf­ur Ólason, fagna 18 ára brúðkaup­saf­mæli sínu um þess­ar mund­ir. Þau eru stödd í glæsi­legu fríi á For­mentera, einni af Bala­ereyj­un­um í Miðjarðar­hafi sem til­heyr­ir Spáni.

Fata­hönnuður­inn Andrea Magnús­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar, Ólaf­ur Ólason, fagna 18 ára brúðkaup­saf­mæli sínu um þess­ar mund­ir. Þau eru stödd í glæsi­legu fríi á For­mentera, einni af Bala­ereyj­un­um í Miðjarðar­hafi sem til­heyr­ir Spáni.

Andrea og Ólaf­ur gengu í það heil­aga við fal­lega at­höfn á strönd­inni á Kúbu hinn 2. sept­em­ber 2005. Þau eiga sam­an tvö börn, þau Magnús Andra og Ísa­bellu Maríu.

Í til­efni brúðkaup­saf­mæl­is­ins birti Andrea fal­lega mynd af hjón­un­um um helg­ina á For­ment­ara, en þar hafa þau notið lífs­ins und­an­farna daga. „18 ára brúðkaup­saf­mæli í sept­em­ber“ skrifaði Andrea við mynd­ina.

Hjón­in virðast hafa verið á ferðalagi um Spán und­an­farn­ar vik­ur. Andrea hef­ur deilt und­ur­fögr­um mynd­um frá hinni sól­ríku eyju Ibiza á In­sta­gram, en af mynd­um að dæma væs­ir ekki um þau í hlýj­unni.

Smart­land ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju með ást­ina!

mbl.is