Svona heldur þú ávöxtunum ferskum lengur

Næring & Heilsa | 18. september 2023

Svona heldur þú ávöxtunum ferskum lengur

Það er fátt jafn leiðinlegt og að spreða fullt af peningum í ávexti og ber sem skemmast innan örfárra daga í ísskápnum. Það er ekki bara leiðinlegt fyrir budduna heldur er það líka mikil matarsóun sem við erum öll orðin mjög meðvituð um að reyna sporna við.

Svona heldur þú ávöxtunum ferskum lengur

Næring & Heilsa | 18. september 2023

Ávextir og ber geymast betur í glerkrukkum en plastílátum.
Ávextir og ber geymast betur í glerkrukkum en plastílátum. Ljósmynd/Unsplash/Mila

Það er fátt jafn leiðin­legt og að spreða fullt af pen­ing­um í ávexti og ber sem skemm­ast inn­an ör­fárra daga í ís­skápn­um. Það er ekki bara leiðin­legt fyr­ir budd­una held­ur er það líka mik­il mat­ar­sóun sem við erum öll orðin mjög meðvituð um að reyna sporna við.

Það er fátt jafn leiðin­legt og að spreða fullt af pen­ing­um í ávexti og ber sem skemm­ast inn­an ör­fárra daga í ís­skápn­um. Það er ekki bara leiðin­legt fyr­ir budd­una held­ur er það líka mik­il mat­ar­sóun sem við erum öll orðin mjög meðvituð um að reyna sporna við.

Það að hreinsa ávext­ina þegar heim úr mat­vöru­búðinni er komið er góður siður að til­einka sér. Þá hef­ur það líka sýnt sig að ávext­ir og ber halda fersk­leika sín­um mun leng­ur ef þau eru geymd í sultukrukk­um inni í ís­skáp frek­ar en plastí­lát­um. 

Nú er um að gera að taka upp gömlu góðu sultukrukk­urn­ar og gefa þeim nýj­an til­gang. Einnig er ekki úr vegi að end­ur­nýta glerkrukk­ur sem falla til á heim­il­inu, til dæm­is und­an pastasós­unni, feta­ost­in­um eða ólíf­un­um, til að lengja líf­tíma ávaxta og berja.

Þetta svín­virk­ar!

mbl.is