Þökkuðu Gísla Svan fyrir 35 ára starf hjá FISK

Fólkið í sjávarútvegi | 19. september 2023

Þökkuðu Gísla Svan fyrir 35 ára starf hjá FISK

Um síðustu mánaðamót lét Gísli Svan Einarsson af störfum hjá FISK Seafood eftir 35 ár í starfi.

Þökkuðu Gísla Svan fyrir 35 ára starf hjá FISK

Fólkið í sjávarútvegi | 19. september 2023

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Gísli Svan Einarsson og Friðbjörn …
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Gísli Svan Einarsson og Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK Seafood. Ljósmynd/FISK Seafood

Um síðustu mánaðamót lét Gísli Svan Ein­ars­son af störf­um hjá FISK Sea­food eft­ir 35 ár í starfi.

Um síðustu mánaðamót lét Gísli Svan Ein­ars­son af störf­um hjá FISK Sea­food eft­ir 35 ár í starfi.

Fram kem­ur í færslu á vef út­gerðar­inn­ar að upp­haf fer­ils­ins megi „rekja til vors­ins 1989 þegar Kaup­fé­lagið fékk Gísla, sem þá var kenn­ari við Sam­vinnu­há­skól­ann á Bif­röst, til þess að koma norður og halda fyr­ir­lest­ur um sam­skipti, þjón­ustu­lund og fleiri mál­efni. Mik­il ánægja var meðal þeirra sem sóttu nám­skeiðið hjá Gísla og úr varð að Gísli var ráðinn í fullt starf hjá Kaup­fé­lag­inu í kaffipásu nám­skeiðsins.“

Hann hóf störf sem starfs­manna­stjóri hjá Kaup­fé­lag­inu en færði sig svo yfir í ný­stofnað Útgerðarfé­lag Skag­f­irðings hf. og var meðal ann­ars út­gerðar­stjóri þess í 18 ár.

„Gísli Svan hef­ur á þess­um langa ferli sín­um hér í Skagaf­irði komið víða við í störf­um sín­um fyr­ir FISK Sea­food. Síðustu tvö árin hef­ur hann meðal ann­ars grúskað í sögu fé­lags­ins allt frá ár­dög­um þess þegar Fiskiðja Sauðár­króks var stofnuð 1955. Í upp­rifj­un og ritstörf­um Gísla um sögu fé­lags­ins mun hand­bragð hans vafa­lítið sjást um ókomna tíð,“ seg­ir í færsl­unni.

Gísli Svan var ný­verið heiðraður fyr­ir störf sín með hátíðleg­um hætti. Var hon­um við til­efnið þakkað fyr­ir gott sam­starf og óskað velfarnaðar.

mbl.is