Dreifði ösku bróður síns í sundlaugaklúbbi á Ibiza

Furðulegt á ferðalögum | 21. september 2023

Dreifði ösku bróður síns í sundlaugaklúbbi á Ibiza

Kona nokkur hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum eftir að myndband af henni fór í dreifingu þar sem hún sést dreifa ösku látins bróður síns í sundlaug á klúbbi á Ibiza.

Dreifði ösku bróður síns í sundlaugaklúbbi á Ibiza

Furðulegt á ferðalögum | 21. september 2023

Ljósmynd/Pexels/Zachary DeBottis

Kona nokk­ur hef­ur vakið mikla reiði á sam­fé­lags­miðlum eft­ir að mynd­band af henni fór í dreif­ingu þar sem hún sést dreifa ösku lát­ins bróður síns í sund­laug á klúbbi á Ibiza.

Kona nokk­ur hef­ur vakið mikla reiði á sam­fé­lags­miðlum eft­ir að mynd­band af henni fór í dreif­ingu þar sem hún sést dreifa ösku lát­ins bróður síns í sund­laug á klúbbi á Ibiza.

Mynd­skeiðinu deildi kon­an fyrst sjálf á TikT­ok-reikn­ingi sín­um, en þar sést hún dansa við tónlist í sund­laugapar­tíi áður en hún hell­ir ösku ofan í troðfulla laug­ina. At­vikið átti sér stað á hinum fræga sund­lauga­klúbbi Us­hiaia, en við mynd­skeiðið skrifaði hún: „Bara ég að strá bróður mín­um um Us­hiaia.“

Mynd­skeiðið hef­ur farið eins og eld­ur í sinu um sam­fé­lags­miðla og vakið mikla reiði og óhug hjá fólki, en marg­ir hafa gagn­rýnt kon­una harðlega. Hins veg­ar voru aðrir sem sáu ekk­ert at­huga­vert við gjörðir kon­unn­ar á meðan fjöl­marg­ir veltu því fyr­ir sér hvernig henni tókst að smygla duft­ker­inu fram­hjá ör­ygg­is­vörðum klúbbs­ins. 

mbl.is