Hönnunarparadís fyrir alla fjölskylduna

Barnaherbergi | 22. september 2023

Hönnunarparadís fyrir alla fjölskylduna

Í Canggu á Balí er að finna tveggja hæða lúxusvillu sem er sannkölluð hönnunarparadís fyrir alla fjölskylduna. Villan er umkringd heillandi hrísgrjónaökrum og frumskógum og býður upp á frábæra upplifun fyrir ferðalanga á öllum aldri. 

Hönnunarparadís fyrir alla fjölskylduna

Barnaherbergi | 22. september 2023

Lúxusvillan hefur verið innréttuð á afar fallegan máta.
Lúxusvillan hefur verið innréttuð á afar fallegan máta. Samsett mynd

Í Canggu á Balí er að finna tveggja hæða lúxusvillu sem er sannkölluð hönnunarparadís fyrir alla fjölskylduna. Villan er umkringd heillandi hrísgrjónaökrum og frumskógum og býður upp á frábæra upplifun fyrir ferðalanga á öllum aldri. 

Í Canggu á Balí er að finna tveggja hæða lúxusvillu sem er sannkölluð hönnunarparadís fyrir alla fjölskylduna. Villan er umkringd heillandi hrísgrjónaökrum og frumskógum og býður upp á frábæra upplifun fyrir ferðalanga á öllum aldri. 

Villan hefur verið fallega innréttuð með hönnunarmunum hvaðanæva að úr heiminum. Litapalletta með fallegum og mjúkum jarðtónum flæðir í gegnum húsið þar sem náttúrulegur efniviður er áberandi.

Í borðstofu er stórt langborð með tíu Y-stólum sem Hans J. Wegner hannaði árið 1949, en tvö stór bast-ljós setja svo punktinn yfir i-ið í rýminu. Í stofunni fangar grænn sófi augað samstundis á meðan einstök eldhúseyja úr steini gefur eldhúsinu mikinn karakter. 

Töfrandi og ævintýralegt barnaherbergi

Alls eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu, þar af er afar rúmgott og bjart barnaherbergi sem hefur verið innréttað á töfrandi máta. Fallegt mynstrað veggfóður gefur herberginu mikinn karakter og tónar fallega til móts við hráa steypuáferð á veggjum og timbrið í lofti. 

Í barnaherberginu er mikið leiksvæði og afar falleg leikföng og barnahúsgögn sem skapa ævintýralega stemningu. Þá eru stílhreinar kojur úr viði fyrir allt að fjögur börn í herberginu.

Villan er til útleigu á bókunarsíðu Airbnb, en þar er gistipláss fyrir allt að sex fullorðna og fjögur börn. Nóttin kostar 399 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 54 þúsund krónum. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is