Fékk nóg af íslenska vetrinum og flutti til Tenerife

Ferðaráð | 23. september 2023

Fékk nóg af íslenska vetrinum og flutti til Tenerife

Margir kannast eflaust við að fá þá flugu í hausinn að flytja á suðrænni slóðir yfir vetrartímann, enda getur hann verið ansi strembinn hér á klakanum. Eftir stormasaman vetur árið 2018 fengu þau Hulda Ósmann og Jón Ósmann nóg af kuldanum og fluttu með fjölskylduna til Tenerife á Spáni. 

Fékk nóg af íslenska vetrinum og flutti til Tenerife

Ferðaráð | 23. september 2023

Hulda Ósmann er búsett á Tenerife og kann afar vel …
Hulda Ósmann er búsett á Tenerife og kann afar vel við sig í hlýjunni.

Marg­ir kann­ast ef­laust við að fá þá flugu í haus­inn að flytja á suðrænni slóðir yfir vetr­ar­tím­ann, enda get­ur hann verið ansi stremb­inn hér á klak­an­um. Eft­ir storma­sam­an vet­ur árið 2018 fengu þau Hulda Ósmann og Jón Ósmann nóg af kuld­an­um og fluttu með fjöl­skyld­una til Teneri­fe á Spáni. 

Marg­ir kann­ast ef­laust við að fá þá flugu í haus­inn að flytja á suðrænni slóðir yfir vetr­ar­tím­ann, enda get­ur hann verið ansi stremb­inn hér á klak­an­um. Eft­ir storma­sam­an vet­ur árið 2018 fengu þau Hulda Ósmann og Jón Ósmann nóg af kuld­an­um og fluttu með fjöl­skyld­una til Teneri­fe á Spáni. 

Þau fundu sjarmer­andi sveita­býli uppi í fjöll­um Teneri­fe og fluttu þangað vorið 2019, en í dag hafa þau fært sig nær sjón­um og búa við strönd­ina á Adeje. Þar hafa þau komið sér vel fyr­ir ásamt börn­un­um sín­um, þeim Ágústi og Gabrielu, og púðluhund­un­um Daisy og Lunu. 

Jón og Hulda hafa komið sér vel fyrir á Tenerife …
Jón og Hulda hafa komið sér vel fyr­ir á Teneri­fe ásamt fjöl­skyldu sinni.

„Ég og maður­inn minn erum mjög æv­in­týra­gjörn og „spont­ant“, en vet­ur­inn 2018 var veðrið al­veg hrika­legt á Íslandi og þurfti fólk jafn­an að halda sig inn­an­dyra dög­un­um sam­an vegna veðurs. Okk­ur fannst þetta ekki skemmti­legt eða upp­byggi­legt frek­ar en öðrum og eft­ir að hafa verið pikk­föst í stormi bókuðum við flug til Teneri­fe. Viku síðar vor­um við búin að finna sveita­býli uppi í fjöll­um Teneri­fe sem við flutt­um síðan í um vorið,“ út­skýr­ir Hulda.  

Fjöl­skyld­an átti dá­sam­leg­an tíma í sveit­inni þar sem þau voru um­kringd ótal dýr­um og fram­leiddu sitt eigið líf­ræna vín, græn­meti og ávexti. „Við vor­um í raun í okk­ar eig­in lokaða heimi og misst­um eig­in­lega af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um,“ seg­ir Hulda. 

Fjölskyldan naut sveitasælunnar fyrstu árin á Tenerife.
Fjöl­skyld­an naut sveita­sæl­unn­ar fyrstu árin á Teneri­fe.

Sveita­býlið er í um 15 mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá am­er­ísku strönd­inni, en þegar Hulda varð ófrísk að Gabrielu fór þeim að langa að færa sig nær miðbæn­um sem þau svo gerðu. „Við erum núna bú­sett við strönd­ina þar sem auðvelt er að labba með kerru út um allt. Hér er allt í göngu­færi sem kem­ur sér vel því við för­um oft út að borða,“ seg­ir Hulda. 

Hulda ásamt dóttur sinni Gabrielu á ströndinni.
Hulda ásamt dótt­ur sinni Gabrielu á strönd­inni.

Varð heilluð af sól­inni og kyrrðinni

Aðspurð seg­ir Hulda út­sýnið frá fjöll­un­um, sól­ina og kyrrðina hafa heillað sig upp úr skón­um þegar hún flutti til Teneri­fe. „Sól­in gef­ur svo já­kvæða orku og fær mann til að brosa út að eyr­um all­an dag­inn. Það er eig­in­lega al­veg ómögu­legt að vera fúll og þreytt­ur þegar veðrið er alltaf svona dá­sam­legt,“ út­skýr­ir hún. 

„Svo var það veðurfarið, en þó svo að ég vissi að það væri gott veður hér þá kom það mér samt á óvart. Teneri­fe er þekkt sem „The is­land of eternal spring“ og hér niður við Atlants­hafið, sem tempr­ar veðrið enn frek­ar, er besta og stöðug­asta veðurfar í heimi. 

Af til­tekn­um ástæðum skoðuðum við að flytja tíma­bundið til Halifax í Kan­ada síðastliðinn vet­ur, en eft­ir nokkra daga í snjó og frosti sett­um við þá ákvörðun al­gjör­lega á frost til framtíðar – og við erum enn að hlæja af því,“ bæt­ir Hulda við og hlær. 

Hulda kann afar vel við sig í hlýjunni og sólinni …
Hulda kann afar vel við sig í hlýj­unni og sól­inni á Teneri­fe.

„Að búa hér er eins og að vera í draumi“

Hulda kann afar vel við sig á Teneri­fe og býst ekki við því að fjöl­skyld­an munni flytja þaðan á næst­unni. Hún seg­ir marga kosti vera við það að búa á Teneri­fe, til dæm­is milt lofts­lag all­an árs­ins hring og hve oft er flogið þangað frá Íslandi á viku. 

„Mér finnst Teneri­fe í raun­inni bara besti staður í heimi til að búa á. Eft­ir að við flutt­um hingað þá tók það satt að segja smá tíma að trappa sig niður úr hraðanum og stress­inu sem maður hef­ur átt að venj­ast á Íslandi. Aft­ur á móti geng­ur okk­ur mikið bet­ur að sinna okk­ar vinnu héðan – það er minna suð og dag­legt stress, aldrei um­ferðarteppa og við slepp­um við að moka, skafa og klæða okk­ur í mörg lög af föt­um,“ seg­ir Hulda. 

„Að flytja hingað leys­ir þó ekki dag­legu vanda­mál­in og það er held­ur ekki hægt að skilja þau eft­ir á Íslandi, en hér er óneit­an­lega mikið bjart­ara og auðveld­ara líf. Að búa hérna er eins og að vera í draumi. Ég er alltaf að segja hversu „high on life“ ég sé. Lífið er svo ynd­is­legt og ég er svo þakk­lát fyr­ir fjöl­skyld­una mína og að búa í þess­ari para­dís um­kringdu ynd­is­legu fólki. En eins og allstaðar í líf­inu þá verður grunn­ur­inn að vera góður og rútín­an líka,“ bæt­ir hún við. 

Fjölskyldan í góðum gír á ströndinni, en þar líður þeim …
Fjöl­skyld­an í góðum gír á strönd­inni, en þar líður þeim alltaf vel.

Þó kost­irn­ir við að búa á Teneri­fe séu marg­ir að mati Huldu eru líka ákveðnir ókost­ir sem fylgja því. 

„Ókost­irn­ir fel­ast kannski helst í því hversu hægt allt geng­ur fyr­ir sig í op­in­bera geir­an­um. Ra­f­rænu val­kost­irn­ir eru til að mynda afar tak­markaðir og allt sem varðar stjórn­kerfið er á „gam­aldags“ papp­ír, en maður þarf iðulega að taka upp­runa­lega skjalið með til þess að fá ein­hverja þjón­ustu. En maður er fljót­ur að læra á kerfið og svo venst þetta bara, enda eitt­hvað sem við þurf­um ekki að sinna nema 2-3 sinn­um á ári,“ bæt­ir hún við. 

Púðluhundurinn Daisy kann líka vel við sig á Tenerife.
Púðluhund­ur­inn Daisy kann líka vel við sig á Teneri­fe.

Átti drauma­fæðingu á Teneri­fe

Hulda gekk með og eignaðist sitt fyrsta barn, Gabrielu, á Teneri­fe og seg­ir meðgöng­una hafa verið með því erfiðara sem hún hafi upp­lifað. „Ég var mest­an hluta meðgöng­unn­ar með ógleði og upp­köst, en mín nán­asta fjöl­skylda gekk í gegn­um þetta með mér og ég er enn að þakka þeim fyr­ir. Sól­in og hlýj­an hjálpaði þó mikið og ég ákvað að verja heil­mikl­um tíma í meðgöngu­sundi,“ seg­ir hún. 

„Þó að sjálf meðgang­an hafi verið erfið þá gæti ég ekki hafa átt betri fæðingu. Við átt­um pantaðan keis­ara­sk­urð og var gert að mæta á spít­al­ann hinn 28. júní klukk­an 8:00 um morg­un­inn. Af­slöppuð ró­leg­heit en samt ákveðinn spenn­ing­ur, vit­andi að stelp­an okk­ar væri vænt­an­leg í heim­inn þann dag. 

Þegar búið var að und­ir­búa mig í aðgerð þá voru um sex starfs­menn í her­berg­inu og í þess­ari fal­legu morg­un­stemn­ingu fædd­ist svo þessi dá­semd um ell­efu leytið. Hún fór strax í fang Jóns manns­ins míns í „skin to skin“ og svo hitti ég þau í her­bergi sem ráðgert hafði verið að við mynd­um gista næstu fimm næt­urn­ar,“ út­skýr­ir Hulda. 

Þó meðgangan hafi reynst Huldu erfið lýsir hún fæðingunni sem …
Þó meðgang­an hafi reynst Huldu erfið lýs­ir hún fæðing­unni sem drauma­fæðingu.

Hulda lýs­ir fyrstu dög­un­um með dótt­ur þeirra sem ynd­is­leg­um, en þau voru sam­an í svítu með tveim­ur rúm­um og svöl­um og fengu góðan mat og þjón­ustu frá ljós­mæðrum og lækn­um all­an sóla­hring­inn. „Spít­al­inn leyfði meira að segja sam­starfs­manni mín­um að koma í heim­sókn á spít­al­ann og vinna við hliðina á mér svo við gæt­um klárað brýn­ustu verk­efn­in í vinn­unni,“ seg­ir hún. 

„Ég er svo þakk­lát fyr­ir það hvað lækn­arn­ir og spít­al­arn­ir eru góðir hér á Teneri­fe. Til þess að fá þessa æðis­legu þjón­ustu þá greiði ég mánaðarlega fyr­ir trygg­ing­ar sem reynd­ar helm­ingi ódýr­ari en einn tími hjá kven­sjúk­dóma­lækni á Íslandi. Á bráðamót­tök­unni er jafn­an um 30-60 mín­útna bið og lækn­arn­ir hafa alltaf reynst mjög hjálp­leg­ir.

Hér eru tvenns­kon­ar kerfi, ann­ars veg­ar al­mennt kerfi sem er á pari við Ísland og svo einka­rekið kerfi sem er ekki dýrt, en þá kemst fólk sam­dæg­urs inn. Sem dæmi feng­um við grein­ingu frá heim­il­is­lækni okk­ar um há­degi, fór­um með til­vís­un í blóðprufu, fór­um því næst í mynda­töku og hitt­um svo sér­fræðing klukk­an 10 morg­un­inn eft­ir. Þó svo það séu ekki endi­lega all­ir sem tala góða ensku er lítið mál að bjarga sér með þýðing­ar­for­riti eins og Google Translate,“ út­skýr­ir Hulda. 

Mæðgurnar alsælar í sólinni.
Mæðgurn­ar al­sæl­ar í sól­inni.

Feg­in að sleppa við mörg lög af hlýj­um föt­um

Huldu þykir dá­sam­legt að ala upp barn á Teneri­fe og seg­ist feg­in að sleppa við það að pakka dótt­ur sinni í ótal marg­ar peys­ur og galla. „Gabriela æfir sund þris­var í viku og hef­ur gert það síðan hún var þriggja mánaða og svo för­um við fjöl­skyld­an sam­an á strönd­ina um helg­ar. Hún fékk strax pláss á einka­leik­skóla aðeins 10 mánaða göm­ul og þar eru leik­skóla­gjöld svipuð og á Íslandi. Síðan eft­ir að börn­in ná tveggja ára aldri fá þau frítt í rík­is­rekn­um leik­skól­um,“ seg­ir hún.

Sannkölluð paradís!
Sann­kölluð para­dís!

„Þegar Ágúst strák­ur­inn okk­ar var 14 ára fór hann beint úr Rétt­ar­holts­skóla inn í Winga­te, ensk­an einka­skóla hér á Teneri­fe. Skól­inn er rek­inn und­ir Cambridge Stand­ard og fyrstu tvö árin var námið væg­ast sagt erfitt og vor­um við Jón stund­um að ströggla við það með hon­um fram eft­ir kvöld­um, meðal ann­ars um helg­ar.

Dreng­ur­inn okk­ar út­skrifaðist í fyrra úr Winga­te sem láði, hlaut fjölda viður­kenn­inga og komst síðan inn í Re­g­ent's Uni­versity í Lund­ún­um 16 ára gam­all og hóf þar nám í viðskipta­fræði og ný­sköp­un,“ bæt­ir hún við. 

Hulda, Jón og Ágúst á siglingu.
Hulda, Jón og Ágúst á sigl­ingu.

Leyn­istaðir, róm­an­tísk ferð á eld­fjall og sjó­sund

Áttu þér upp­á­haldsstað á Teneri­fe?

„Einn af mín­um upp­á­halds­stöðum á Teneri­fe er gamla eld­fjallið El Teide sem er hæsta eld­fjall Evr­ópu. Þegar við Jón gift­um okk­ur fóru brúðkaups­gest­irn­ir sam­an upp á El Tiede. Við keyrðum upp á fjallið í gegn­um skýja­hafið og þar sáum við sól­setrið, en síðan endaði ferðin á toppn­um. 

Þar dáðumst við að Vetr­ar­braut­inni og sáum Júpiter og Sa­t­úrn­us sam­an. Að sjá stjörn­urn­ar frá El Teide er eitt af undr­um ver­aldr­ar sam­kvæmt For­bers og það stóð klár­lega und­ir vænt­ing­um.“

Magnað sjónarspil frá eldfjallinu.
Magnað sjón­arspil frá eld­fjall­inu.

Eru ein­hverj­ar fald­ar perl­ur á Teneri­fe?

„Á leið til Los Gig­an­tes er klett­ur sem heit­ir Cu­eva la Vaca eða „kúa­hell­ir“ á ís­lensku. Þetta er eins kon­ar leyn­istaður heima­fólks­ins en þangað för­um við fjöl­skyld­an eða vin­kon­un­ar og stökkv­um af klett­un­um með góða tónlist í eyr­un­um og fáum smá „adrenalínkikk“ beint í æð. Á þessu svæði eru fjöl­marg­ar nátt­úru­laug­ar.

Svo er ann­ar hell­ir rétt hjá sem heit­ir Charco Tancón sem upp­lýs­ist fal­leg­um blá­um lit, en það er mun hættu­legra að synda þar og ég hef eig­in­lega ekki þorað því ennþá. Ég bíð eft­ir deg­in­um þegar sem öld­urn­ar verða ögn ró­legri en geng­ur og ger­ist.“

Hulda lumar á nokkrum leynistöðum á Tenerife sem fáir vita …
Hulda lum­ar á nokkr­um leynistöðum á Teneri­fe sem fáir vita af.

Hvað er ómiss­andi að sjá og gera á Teneri­fe?

„Eitt af því skemmti­leg­asta við Teneri­fe er úti­vist­in og allt útisportið. Það er svo skemmti­legt að vera und­ir ber­um himni með góðum hópi – hvort sem það er í golfi, tenn­is, á brimbrett­um, paddle, kaj­ak eða ein­fald­lega í göngu­ferð í fjöll­un­um. Stund­um er líka gam­an að taka fjalla­hjól og hjóla í slóðum utan í fjalls­hlíðunum.“

Hulda er dugleg að stunda útivist á Tenerife.
Hulda er dug­leg að stunda úti­vist á Teneri­fe.

Hvernig er drauma­dag­ur­inn á Teneri­fe?

„Drauma­dag­ur­inn á Teneri­fe er að vakna um sjö leytið og labba niður á El Duque Beach og ein með sjálf­um mér eða mann­in­um mín­um og synda í sjón­um. Ef það er helgi, þá að fara með fjöl­skyldu og vin­um í bröns, síðan á strönd­ina og taka svo jafn­vel einn golf­hring í lok­in. Ein­falt og af­slappað.“

Draumadagur Huldu byrjar að sjálfsögðu á ströndinni.
Drauma­dag­ur Huldu byrj­ar að sjálf­sögðu á strönd­inni.

Bestu veit­ingastaðirn­ir á Teneri­fe

„Þrír bestu veit­ingastaðirn­ir að mínu mati eru Taberna Sus­hi, Resturan­te Habibi og Rosso Sul Mare Resturant & Wine Bar.“

Bestu kaffi­hús­in eða bar­irn­ir á Teneri­fe?

„Það eru Resturant Bah­ía Beach, Altamira Chillout og Maresía The Roof.“

mbl.is