Sérstakt andrúmsloft í veislusal

Stunguárás á Bankastræti Club | 25. september 2023

Sérstakt andrúmsloft í veislusal

Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu hófst í dag. Átta sakborningar hafa verið kallaðir fyrir dóminn í málinu og bíður ákæruvaldsins og dómsins það vandasama verk að átta sig á þætti hvers og eins í málinu.

Sérstakt andrúmsloft í veislusal

Stunguárás á Bankastræti Club | 25. september 2023

Sakborningar bíða þess að koma fyrir dóminn.
Sakborningar bíða þess að koma fyrir dóminn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í Banka­stræti Club-mál­inu hófst í dag. Átta sak­born­ing­ar hafa verið kallaðir fyr­ir dóm­inn í mál­inu og bíður ákæru­valds­ins og dóms­ins það vanda­sama verk að átta sig á þætti hvers og eins í mál­inu.

Aðalmeðferð í Banka­stræti Club-mál­inu hófst í dag. Átta sak­born­ing­ar hafa verið kallaðir fyr­ir dóm­inn í mál­inu og bíður ákæru­valds­ins og dóms­ins það vanda­sama verk að átta sig á þætti hvers og eins í mál­inu.

Eins og fram hef­ur komið er einn ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps og tíu fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás og fimmtán fyr­ir hlut­deild í lík­ams­árás.

Réttargæslumaður og saksóknari í dómssal í Gullhömrum.
Rétt­ar­gæslumaður og sak­sókn­ari í dómssal í Gull­hömr­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fara yfir leiki helgar­inn­ar  

Fátt gef­ur til kynna að inni í húsi Gull­hamra sé hið um­fangs­mikla dóms­mál tekið fyr­ir. Nema fyr­ir þær sak­ir að fyr­ir utan er lítið um bíla­stæði og lög­reglu­bíll. Vel er tekið á móti blaðamönn­um sem hafa meira að segja borð til að sitja við ólíkt því sem þeir eiga að venj­ast í héraðsdómi.  

And­rúms­loftið er um margt sér­stakt fyr­ir dómsal. Sak­born­ing­ar koma fram hver af öðrum. Dóm­ari fer yfir þann þátt sem þeir eru sakaðir um. Því næst spyr ákæru­valdið sak­born­inga um málið. Þegar því er lokið geta all­ir 25 verj­end­urn­ir spurt þeirra spurn­inga sem brenna á þeim. 

Inn á milli eru hlé þar sem lög­menn standa og ráða ráðum sín­um. Ræða um kaf­fiskort, það mikla pláss sem er í Gull­hömr­um ólíkt héraðsdómi og fara yfir leiki helgar­inn­ar í enska bolt­an­um. Kaffi­mál­in eiga víst að kom­ast í lag á morg­un. 

Reyn­ir á tækn­ina 

Eins og gef­ur að skilja reyn­ir á tækni­lega hluta máls­ins og einu sinni hef­ur dóm­ari gert hlé til að fá úr­bæt­ur á tækni­búnaði. Það breyt­ir því ekki að heyra mátti á lög­manni að hann teldi þetta mál­inu til vansa. Ekki sæ­ist nægi­lega vel á mynd­bönd­un­um það sem reynt væri að benda á. 

Fjöl­miðlum er ekki heim­ilt að segja efn­is­lega frá fram­vindu mála fyrr en rétt­ur­inn er bú­inn að kalla öll vitni og sak­born­inga til og ef að lík­um læt­ur verður það á fimmtu­dag.

Hlé notuð til þess að ræða málin.
Hlé notuð til þess að ræða mál­in. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is