Vildu að sakborningar gætu hlustað á framburð annarra

Stunguárás á Bankastræti Club | 25. september 2023

Vildu að sakborningar gætu hlustað á framburð annarra

Nokkrir lögmenn í Bankastræti Club-málinu hafa gert athugasemd við það það að sakborningar megi ekki sitja i salnum á meðan skýrslutökur fara fram. Sigríður Hjaltested, dómari í málinu virtist hvumsa yfir þessum athugasemdum. 

Vildu að sakborningar gætu hlustað á framburð annarra

Stunguárás á Bankastræti Club | 25. september 2023

Einn lögmanna vildi að hinir ákærðu gætu hlustað hver á …
Einn lögmanna vildi að hinir ákærðu gætu hlustað hver á annan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkr­ir lög­menn í Banka­stræti Club-mál­inu hafa gert at­huga­semd við það það að sak­born­ing­ar megi ekki sitja i saln­um á meðan skýrslu­tök­ur fara fram. Sig­ríður Hjaltested, dóm­ari í mál­inu virt­ist hvumsa yfir þess­um at­huga­semd­um. 

Nokkr­ir lög­menn í Banka­stræti Club-mál­inu hafa gert at­huga­semd við það það að sak­born­ing­ar megi ekki sitja i saln­um á meðan skýrslu­tök­ur fara fram. Sig­ríður Hjaltested, dóm­ari í mál­inu virt­ist hvumsa yfir þess­um at­huga­semd­um. 

Ómar R. Valdi­mars­son, einn lög­manna í mál­inu, gerði at­huga­semd­ina og tóku aðrir und­ir. Kröfðust þeir úr­sk­urðar vegna þessa. Gera þeir það á þeim for­send­um að ekki sé um lokað þing­hald að ræða. 

Hlé var gert á þing­hald­inu og á meðan at­huga­semd­in var tek­in til skoðunar. Sig­ríður tók málið til skoðunar og hafnaði kröfu um úr­sk­urð vegna þessa. Hún tel­ur að ákvörðun dóm­ara sé nægj­an­leg en ekki þurfi úr­sk­urð vegna þessa. 

Ómar benti hins veg­ar á sam­bæri­leg­an úr­sk­urð úr Landrétti frá janú­ar á þessu ári. En Sig­ríður tók ekki til­lit til þess á þeim for­send­um að ákærðu gætu þurft að gefa skýrslu oft­ar en einu sinni. 

mbl.is