90 ára og þvertekur fyrir lýtaaðgerðir

Líkamsvirðing | 27. september 2023

90 ára og þvertekur fyrir lýtaaðgerðir

Breska leikkonan Joan Collins neitar því að hafa farið í lýtaaðgerðir en hún afhjúpaði leyndarmálið að unglegu útliti sínu í viðtali við The Guardian. Collins er 90 ára gömul og á farsælan feril að baki í kvikmyndum og sjónvarpi.

90 ára og þvertekur fyrir lýtaaðgerðir

Líkamsvirðing | 27. september 2023

Joan Collins er stórglæsileg.
Joan Collins er stórglæsileg. Samsett mynd

Breska leik­kon­an Joan Coll­ins neit­ar því að hafa farið í lýtaaðgerðir en hún af­hjúpaði leynd­ar­málið að ung­legu út­liti sínu í viðtali við The Guar­di­an. Coll­ins er 90 ára göm­ul og á far­sæl­an fer­il að baki í kvik­mynd­um og sjón­varpi.

Breska leik­kon­an Joan Coll­ins neit­ar því að hafa farið í lýtaaðgerðir en hún af­hjúpaði leynd­ar­málið að ung­legu út­liti sínu í viðtali við The Guar­di­an. Coll­ins er 90 ára göm­ul og á far­sæl­an fer­il að baki í kvik­mynd­um og sjón­varpi.

„Ég hef aldrei lagst und­ir hníf­inn,” sagði Coll­ins, sem marg­ir þekkja úr banda­rísku sápuóper­unni Dyna­sty.

„Í fyrsta lagi þá er ég mjög hrædd við nál­ar, en það var móðir mín sem sagði mér að nota gott rakakrem og næt­ur­krem.“ Leik­kon­an viður­kenndi einnig að forðast sól­ina til að viðhalda ung­leg­um ljóma sín­um og sagðist ráðleggja dætr­um sín­um hið sama, en hún er móðir þeirra Töru, 59 ára og Katyönu, 51 árs.

Coll­ins játaði þó í viðtali við tíma­ritið Glamour árið 2012 að hafa prófað bótox. „Ég fékk það sett í ennið á mér og það var hel­víti sárt.” Leik­kon­an sagði að það hafi fælt hana frá frek­ari fegr­un­araðgerðum. 

mbl.is