„Ég var sagður skvíler og rotta“

Stunguárás á Bankastræti Club | 29. september 2023

„Ég var sagður skvíler og rotta“

„Það voru margir orðnir þreyttir á þessum latínó hóp,“ sagði stofnandi Snapchat „grúppu“ þegar hann gaf vitnisburð fyrir dómi í Gulhömrum. Hann er einn þeirra sem ákærður er fyrir alvarlega líkamsárás í Bankastræti Club-málinu.

„Ég var sagður skvíler og rotta“

Stunguárás á Bankastræti Club | 29. september 2023

Allir sakborningar, þolendur og vitni hafa borið vitni fyrir dómi …
Allir sakborningar, þolendur og vitni hafa borið vitni fyrir dómi í Bankastræti Club-málinu. Manneskjan á myndinni er einn sakborninga en ekki endilega sá er vitnað er í. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það voru marg­ir orðnir þreytt­ir á þess­um lat­ínó hóp,“ sagði stofn­andi Snapchat „grúppu“ þegar hann gaf vitn­is­b­urð fyr­ir dómi í Gul­hömr­um. Hann er einn þeirra sem ákærður er fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás í Banka­stræti Club-mál­inu.

„Það voru marg­ir orðnir þreytt­ir á þess­um lat­ínó hóp,“ sagði stofn­andi Snapchat „grúppu“ þegar hann gaf vitn­is­b­urð fyr­ir dómi í Gul­hömr­um. Hann er einn þeirra sem ákærður er fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás í Banka­stræti Club-mál­inu.

Snapchat grúpp­an „Kvöldið í kvöld“ virðist hafa gegnt lyk­il­hlut­verki þegar ólík­ir hóp­ar manna voru sam­an­komn­ir að kvöldi 17. nóv­em­ber 2022 áður en ráðist var inn á Banka­stræti Club skömmu fyr­ir miðnætti.

Sam­mála um að bera ekki vopn 

Hann viður­kenn­ir að hafa boðið 10 manns í grúpp­una. Flest­ir úr hópn­um hafi svo safn­ast sam­an á Dubliner eft­ir að hafa verið að skemmta sér á ólík­um skemmtistöðum í bæn­um. Sér­stak­lega hafi verið rætt um vopna­b­urð og þá að hafa slík ekki meðferðis.  „Við vor­um þar átta eða níu sem vor­um sam­mála um að bera ekki vopn.“

Sakborningarnir hittust margir á Dubliner.
Sak­born­ing­arn­ir hitt­ust marg­ir á Dubliner. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Að sögn hans var lat­ínó-hóp­ur­inn þekkt­ur fyr­ir að ganga með hnífa og að hóp­ast sam­an á svo­kölluðum lat­ínó­kvöld­um á Banka­stræti Club. Dæmi voru um að eft­ir slík kvöld hafi „lat­ínó-hóp­ur­inn“ átt í hópslags­mál­um og hafi meðal ann­ars lent í átök­um við Alb­ana og Pól­verja. 

Hót­an­ir eft­ir vitn­is­b­urð í saka­máli 

Maður­inn kem­ur úr hópi dyra­varða sem marg­ir sögðu far­ir sín­ar ekki slétt­ar eft­ir sam­skipti við „lat­ínó-hóp­inn“. Fyr­ir dómi kom meðal ann­ars fram frá­sögn af því að yf­ir­dyra­vörður á ónefnd­um skemmti­stað hafi verið bar­inn „til óbóta.“

Þá hafi verið kveikt í mótor­hjóli í hans eigu auk þess sem kær­ustu hans og barni hafi verið hótað að sögn manns­ins. Það áreiti og hót­an­ir hafi byrjað eft­ir að hann bar vitni í öðru saka­máli. „Ég var sagður skvíler og rotta.“ Bæt­ir hann því við að krafa hafi verið gerð á hann að greiða fyr­ir máls­kostnað í mál­inu. 

Taka ber fram að fórn­ar­lömb­in í mál­inu kann­ast ekk­ert við að til­heyra nein­um lat­ínó-hópi. Þá segj­ast þau ekki hafa nokkuð sök­ótt við árás­ar­menn­ina. 

Maður­inn seg­ir að hug­mynd­in hafi verið sú að fara að ógna mönn­un­um. Sýna yf­ir­burði þannig að ógn­an­ir og hót­an­ir í þeirra garð myndu hætta. Send hafi verið út boð til annarra dyra­varða sem áttu að segja til ef til þess­ara manna myndi sjást. Flest­ir hafi bú­ist við því að mæta stór­um hópi. „Við ætluðum bara að ræða við þá,“ seg­ir maður­inn en hann hafi þó verið meðvitaður um að til átaka gæti komið.

Menn bíða þess að gefa vitnisburð.
Menn bíða þess að gefa vitn­is­b­urð. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kom á óvart hve marg­ir komu 

Hann seg­ir að það hafi komið hon­um á óvart hve marg­ir voru sam­an­komn­ir fyr­ir utan Banka­stræti Club en í heild voru 27 sem skil­greind­ir voru sem hluti af hópn­um af lög­reglu. Sagðist hann ein­ung­is hafa rætt málið við átta eða níu og vísaði þar til umræðna um málið á Dubliner. 

Í fram­haldi réðust þeir svo inn á Banka­stræti Club og bar minnst einn þeirra hníf við at­lög­una. Úr varð að 10 eru ákærðir fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás og 15 fyr­ir liðsinni við árás­ina.  

Þessi vitn­is­b­urður er ein­ung­is einn þeirra 25 sem sak­born­ing­ar gáfu við aðalmeðferð máls­ins. Skýrslu­töku í héraðsdómi lauk í dag og á mánu­dag og þriðju­dag verður mál­flutn­ing­ur 25 lög­manna í mál­inu. 

mbl.is