„Getur leitt til dauða“

Stunguárás á Bankastræti Club | 29. september 2023

„Getur leitt til dauða“

Læknar sem kallaðir voru fyrir dóm í Bankastræti Club-málinu segja að þeir áverkar sem tveir brotaþolar fengu í árásinni þann 18. nóvember hefðu getað leitt til dauða. Annar mannanna var með sjö áverka eftir eggvopn. Árásin tók að sögn 10-20 sekúndur. 

„Getur leitt til dauða“

Stunguárás á Bankastræti Club | 29. september 2023

Fimmti dagur í aðalmeðferð Bankastræti Club-málsins fer fram í dag.
Fimmti dagur í aðalmeðferð Bankastræti Club-málsins fer fram í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lækn­ar sem kallaðir voru fyr­ir dóm í Banka­stræti Club-mál­inu segja að þeir áverk­ar sem tveir brotaþolar fengu í árás­inni þann 18. nóv­em­ber hefðu getað leitt til dauða. Ann­ar mann­anna var með sjö áverka eft­ir eggvopn. Árás­in tók að sögn 10-20 sek­únd­ur. 

Lækn­ar sem kallaðir voru fyr­ir dóm í Banka­stræti Club-mál­inu segja að þeir áverk­ar sem tveir brotaþolar fengu í árás­inni þann 18. nóv­em­ber hefðu getað leitt til dauða. Ann­ar mann­anna var með sjö áverka eft­ir eggvopn. Árás­in tók að sögn 10-20 sek­únd­ur. 

Sá sem var með fleiri áverka og sá sem sak­born­ing­ar segj­ast hafa helst átt sök­ótt við var meðal ann­ars með inn­vort­is áverka og loft­brjóst eft­ir stungu­árás.

„Hann var vel vak­andi og viðræðuhæf­ur,“ seg­ir lækn­ir­inn spurður um ástand manns­ins þegar hann kom á bráðamót­töku að nóttu 18. nóv­em­ber eft­ir árás­ina. Þá kom fram að í fyrstu hefði hann ekki viljað segja hvað kom fyr­ir.  

Spurður af sak­sókn­ara hver af­drif hans hefðu orðið ef ekki hefði komið til lækn­isaðstoðar seg­ir lækn­ir­inn lík­ur á því að illa hefði farið. 

Það eru nokk­ur atriði sem ég get staðhæft. Út frá þess­um áverk­um. Heild­ar­dóm­ur minn er sá að og þá sér­stak­lega sá sem var á brjóst­holi, get­ur leitt til dauða,“ seg­ir lækn­ir­inn.

Skurðir tveggja fórnarlamba eru sagðir lífshættulegir.
Skurðir tveggja fórn­ar­lamba eru sagðir lífs­hættu­leg­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ekki hægt að úti­loka fleiri eggvopn 

Spurður af verj­anda þess sak­born­ings, sem sakaður er um mann­dráp­stilraun, hvort lík­ur séu á því að fleiri en eitt eggvopn hafi verið notað til þess að veit­ast að mann­in­um þá seg­ir lækn­ir­inn ekki hægt að úti­loka það. 

Sá sak­born­ing­ur hef­ur viður­kennt að hafa stungið tvo af þeim þrem­ur sem ráðist var á á Banka­stræti Club. Öll þrjú fórn­ar­lömb­in fengu stungusár eft­ir árás­ina. Málsvörn verj­anda geng­ur m.a. út á það að fleiri eggvopn hafi verið notuð við árás­ina um­fram það sem hans skjól­stæðing­ur hef­ur viður­kennt að hafa notað.  

Tíu eru sakaðir um al­var­lega lík­ams­árás af þeim 25 sem réðust inn í skemmti­staðinn. Voru þeir all­ir inni í VIP-her­berg­inu þar sem árás­in átti sér stað.

Fórnarlömbin þurftu að gangast undir aðgerð til að gera að …
Fórn­ar­lömb­in þurftu að gang­ast und­ir aðgerð til að gera að sár­um þeirra. mbl.is/ÞÖ​K

Slagæð fór í sund­ur

Einnig var kallaður fyr­ir dóm­inn æðask­urðlækn­ir. Var hann á vakt um­rætt kvöld og sinnti einu fórn­ar­lambanna sem fékk stungusár í lærið. Hafði ein af minni slagæðum farið í sund­ur og þurfti hann að fara í bráðaaðgerð til þess að loka fyr­ir blæðing­una. 

Spurður hvort stungusárið hefði verið lífs­hættu­legt þá seg­ir lækn­ir­inn að ef ekk­ert hefði verið að gert hefði blæðing­in ekki stöðvast af sjálfu sér. 

„Já, þetta hefði ör­ugg­lega getað leitt til dauða ef til aðstoðar bráðaliða og lækna hefði ekki komið,“ seg­ir lækn­ir­inn.

mbl.is