Segir inngrip dómara hafa skaðað Alexander Mána

Stunguárás á Bankastræti Club | 29. september 2023

Segir inngrip dómara hafa skaðað Alexander Mána

Verjandi Alexanders Mána Björnssonar, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti Club-málinu svokallaða, segir skjólstæðing sinn ekki njóta réttlátrar málsmeðferðar. Dómari hafi ítrekað stöðvað hann þegar hann spurði rannsóknarlögreglumann um rannsókn á hnífsstunguárásarhluta málsins.

Segir inngrip dómara hafa skaðað Alexander Mána

Stunguárás á Bankastræti Club | 29. september 2023

Orðaskak dómara og Ómars var áberandi þegar vitnisburður var gefinn …
Orðaskak dómara og Ómars var áberandi þegar vitnisburður var gefinn í Bankastræti Club málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Verj­andi Al­ex­and­ers Mána Björns­son­ar, sem ákærður er fyr­ir til­raun til mann­dráps í Banka­stræti Club-mál­inu svo­kallaða, seg­ir skjól­stæðing sinn ekki njóta rétt­látr­ar málsmeðferðar. Dóm­ari hafi ít­rekað stöðvað hann þegar hann spurði rann­sókn­ar­lög­reglu­mann um rann­sókn á hnífsstungu­árás­ar­hluta máls­ins.
Verj­andi Al­ex­and­ers Mána Björns­son­ar, sem ákærður er fyr­ir til­raun til mann­dráps í Banka­stræti Club-mál­inu svo­kallaða, seg­ir skjól­stæðing sinn ekki njóta rétt­látr­ar málsmeðferðar. Dóm­ari hafi ít­rekað stöðvað hann þegar hann spurði rann­sókn­ar­lög­reglu­mann um rann­sókn á hnífsstungu­árás­ar­hluta máls­ins.

Í gegn­um vitna­leiðslur var áber­andi orðaskak á milli Sig­ríðar J. Hjaltested dóm­ara og Ómars R. Valdi­mars­son­ar lög­manns. Tel­ur Ómar að dóm­ari hafi ít­rekað truflað störf hans sem verj­anda í gegn­um ferlið. Al­var­leg­asta trufl­un­in hafi þó snúið að því þegar hún truflaði spurn­ing­ar hans til rann­sókn­ar­lög­reglu­manns sem stjórnaði rann­sókn máls­ins í dag.

Af þeim sök­um lagði Ómar fram bók­un fyr­ir dóm­inn þar sem fram koma þau sjón­ar­mið að vegið sé að rétti skjól­stæðings hans til rétt­látr­ar málsmeðferðar.

Þá gagn­rýn­ir hann rann­sókn lög­reglu. Vís­ar Ómar meðal ann­ars í grein sem birt­ist á mbl.is. Er þar vísað í að gæði mynd­banda gætu verið betri í miðbæ Reykja­vík­ur og meðal ann­ars þau sem notuð voru til rann­sókn­ar í mál­inu.
Ómar R. Valdimarsson er lögmaður Alexanders Mána.
Ómar R. Valdi­mars­son er lögmaður Al­ex­and­ers Mána. Ljós­mynd/​Aðsend

Afar áhuga­verð um­mæli

„Þetta eru afar áhuga­verð um­mæli frá stjórn­anda rann­sókn­ar­inn­ar svo vægt sé til orða tekið. Gott og blessað - gæði mynd­anna eru kannski ekki upp á marga fiska. En allt að einu treyst­ir sami maður sér til að segja af­drátt­ar­laust fyr­ir dómi að það sé úti­lokað að fleiri en einn hníf­ur hafi verið notaður í VIP-her­berg­inu á Banka­stræti Club þetta kvöld. Hvernig kemst hann að þeirri niður­stöðu? Jú með því að horfa á þess­ar sömu upp­tök­ur og hann ger­ir svo lítið úr,“ seg­ir Ómar í orðsend­ingu til mbl.is

Þá ger­ir Ómar at­huga­semd við rann­sókn­ina og þá að hann hafi ekki fengið að spyrja lög­reglu­mann­inn nægj­an­lega um hana vegna inn­gripa dóm­ara.

„Þetta skipt­ir auðvitað öllu máli fyr­ir ákærða Al­ex­and­er Mána, sem ákærður er fyr­ir all­ar hnífstung­arn­ar sem ákært er fyr­ir í mál­inu.“ Tel­ur hann ljóst að tvær auka stung­ur hafi verið á baki eins brotaþola sem ekki er ákært fyr­ir.

Ann­ar hafi sést með hníf

„Vörn ákærða Al­ex­and­ers Mána bygg­ir al­farið á því að hann geti ómögu­lega borið ábyrgð á öll­um stungu­áverk­um á brotaþolum um­rætt kvöld, m.a. vegna þess að hann hafði hvorki tíma né tæki­færi til. Það er því afar baga­legt að málið hafi ekki verið rann­sakað bet­ur en raun ber vitni. Hér er rétt að taka það fram að a.m.k. einn ákærði til viðbót­ar sést munda hníf þetta sama kvöld á Prik­inu. Það er óum­deilt,“ seg­ir Ómar.
Aðalmeðferð í bankastræti Club málinu fer fram þessa dagana.
Aðalmeðferð í banka­stræti Club mál­inu fer fram þessa dag­ana. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son


Þá seg­ir Ómar stjórn­anda rann­sókn­ar­inn­ar hafa viður­kennt að ekki hafi verið rann­sakað hvað hafi orðið um hníf sem sást fyrr um kvöldið á mynd­bandi frá skemmti­staðnum Prik­inu. Eins hafi ekki verið rann­sakað hvort öll stungusár­in hafi verið eft­ir sam­an hníf. „T.d. með skýrslu rétt­ar­mein­ar­fræðings.“ Stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar sagði slíkt ekki hafa verið gert. Er það þrátt fyr­ir að fjöl­mörg for­dæmi séu fyr­ir slíku.

Al­var­leg­asta inn­gripið 

Í ljósi þessa ger­ir Ómar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við að rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn geti full­yrt um að eng­inn ann­ar hníf­ur hafi verið notaður í árás­inni en sá sem Al­ex­and­er Máni hef­ur viður­kennt að hafa notað.

„Tel ég fullt til­efni til að gera bók­un verj­anda ákærða Al­ex­and­ers Mána skil í frétta­flutn­ingi vegna inn­grips dóm­ara í störf verj­anda. Inn­gripið var langt frá því að vera það fyrsta í þess­ari viku en lík­lega var þetta það al­var­leg­asta.

Bók­un Ómars fyr­ir dóm­inn er eft­ir­far­andi.

„Geri at­huga­semd við það að verj­andi fái ekki full­nægj­andi tæki­færi til þess að spyrja yf­ir­mann rann­sókn­ar máls­ins, lög­reglu­mann nr. 0132, ít­ar­legra spurn­inga án trufl­un­ar dóm­ara, m.v.t. þess að við séum kom­in fram yfir dag­skrá rétt­ar­ins. Trufl­an­ir á spurn­ing­um verj­anda til vitna hafa þau óheppi­legu áhrif að geta leitt til þess að menn missi þráðinn eða geti ekki fylgt spurn­ing­um sín­um eft­ir nægj­an­lega vel. Hvoru­tveggja veg­ur að rétti sak­born­inga til rétt­látr­ar málsmeðferðar, s.s. lýst er í MSE og stjórn­ar­skrá, sbr. rétt­inn til þess að fá að spyrja vitni sem leidd eru gegn sökuðum mönn­um, sem og þetta tak­mark­ar
mögu­leika verj­anda til þess að halda uppi eðli­leg­um vörn­um fyr­ir sakaðan mann. Ekki verður
séð að hægt sé að hafa þessi rétt­indi af sak­born­ingi í saka­máli vegna tíma­áætl­un­ar dóms­ins."

mbl.is