„Vonandi lærið þið af okkar mistökum“

Slysslepping í Patreksfirði 2023 | 30. september 2023

„Vonandi lærið þið af okkar mistökum“

Fjórir norskir kafarar eru þessa dagana að snorkla eða rekkafa í íslenskum laxveiðiám í leit að eldisfiski. Helge Skoglund leiðir hópinn sem kom til landsins á miðvikudag. Þeir hafa nauman tíma eða fimm daga til að ljúka skoðun á nokkrum af helstu laxveiðiám landsins. Sporðaköst settust niður með Helge í veiðihúsinu Tjarnarbrekku í Víðidal.

„Vonandi lærið þið af okkar mistökum“

Slysslepping í Patreksfirði 2023 | 30. september 2023

Helge Skoglund í fullum herklæðum við Víðidalsá. Hann leiðir hóp …
Helge Skoglund í fullum herklæðum við Víðidalsá. Hann leiðir hóp norskra rekkafara sem reyna að lágmarka skaðann eftir að eldslax hefur gengið í margar af helstu laxveiðiám landsins. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Fjór­ir norsk­ir kafar­ar eru þessa dag­ana að snorkla eða rekkafa í ís­lensk­um laxveiðiám í leit að eld­is­fiski. Hel­ge Skog­lund leiðir hóp­inn sem kom til lands­ins á miðviku­dag. Þeir hafa naum­an tíma eða fimm daga til að ljúka skoðun á nokkr­um af helstu laxveiðiám lands­ins. Sporðaköst sett­ust niður með Hel­ge í veiðihús­inu Tjarn­ar­brekku í Víðidal.

Fjór­ir norsk­ir kafar­ar eru þessa dag­ana að snorkla eða rekkafa í ís­lensk­um laxveiðiám í leit að eld­is­fiski. Hel­ge Skog­lund leiðir hóp­inn sem kom til lands­ins á miðviku­dag. Þeir hafa naum­an tíma eða fimm daga til að ljúka skoðun á nokkr­um af helstu laxveiðiám lands­ins. Sporðaköst sett­ust niður með Hel­ge í veiðihús­inu Tjarn­ar­brekku í Víðidal.

Hann hef­ur stundað rekköf­un í tæp fjór­tán ár og upp­haf­lega var hann og fé­lag­ar hans að telja fiska og meta ástand áa. Hann er lærður líf­fræðing­ur frá há­skól­an­um í Ber­gen í Nor­egi og hef­ur haldið tengsl­um við skól­ann alla tíð.

„Þegar við vor­um að byrja á þessu sáum við að það var mikið af eld­is­fiski í ánum og við átt­um auðvelt með að þekkja þá úr. Á þeim tíma voru uppi vax­andi áhyggj­ur af hrygn­ingu stroku­fisks í norsk­um ám. Við sáum fljót­lega að það var áhrifa­ríkt að ná slík­um fiski með skut­ul­byss­um og í dag er það stór hluti af okk­ar vinnu.“

Hamarshylur í Víðidal skoðaður af norskum köfurum. Þeir eru í …
Ham­ars­hyl­ur í Víðidal skoðaður af norsk­um köf­ur­um. Þeir eru í dag í Svar­tá, Laxá á Ásum og Hús­eyj­arkvísl ef áætl­un­in geng­ur eft­ir. Ljós­mynd/​Eggert Skúla­son

Fylgj­ast með 70 ám í Nor­egi

Þetta hef­ur undið hratt upp á sig?

„Jú. Í dag erum við með um sjö­tíu ár þar sem við fylgj­umst með hrygn­ingu og met­um stofn­stærð. Við gef­um skýrslu um hvort að æski­leg­um hrygn­ing­ar­viðmiðunum í ein­stök­um ám sé mætt og met­um fjölda para sem hrygna. Einnig leggj­um við mat á fjölda stroku­fiska sem eru í ánni.

En verk­efn­in eru ólík. Stund­um erum við kallaðir í af­mörkuð verk­efni ef um slysaslepp­ingu er að ræða eins og hér á Íslandi núna. Einnig eru skyld­ur sett­ar á fisk­eld­is­fyr­ir­tæki í Nor­egi að þau þurfa að standa straum af kostnaði við eft­ir­lit með ám í ná­grenni eldisk­vía.“

Hel­ge seg­ir að þegar þeir eru í taln­ing­um og eft­ir­liti þá taki þeir sér auka tíma í að fjar­lægja stroku­fiska sem þeir finna í ánum. Þeir eru alltaf með skut­ul­byss­urn­ar með sér og hreinsa upp það sem þeir finna af strokulaxi eða öðrum teg­und­um úr eldi sem hafa gengið í árn­ar.

Dap­ur­legt ástand í Nor­egi

Ástandið í Nor­egi þegar kem­ur að villt­um laxi er dap­ur­legt. Á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar gengu að jafnaði millj­ón villt­ir lax­ar í norsk­ar ár. Nú er staðan sú að heild­ar­fjöld­inn er í kring­um fimm hundruð þúsund ein­stak­ling­ar og þeir hafa aldrei verið færri. Fisk­eldi í sjókví­um er stærsta ástæðan fyr­ir þess­ari hnign­un. Laxal­ús­in er mesti skaðvald­ur­inn en aðrir þætt­ir tengd­ir eld­inu eru einnig skaðleg­ir.

Hel­ge staðfest­ir þetta og seg­ir að all­ar ár í Nor­egi hafi verið frek­ar lé­leg­ar í sum­ar. Heilt yfir sé árið 2023 af­skap­lega slæmt þegar kem­ur að norska lax­in­um.

Teymi á borð við ykk­ar er ekki til á Íslandi. Ættum við að færa okk­ur yfir í þessa aðferð?

„Í mín­um huga er það ekki spurn­ing. Þið eruð víða með laxa­stiga og telj­ara í þeim en rekköf­un­in gef­ur ágæta mynd af stöðunni í ánni. Þetta er ekki full­kom­in aðferð en hún er mjög góð og gef­ur glögga mynd þegar skyggni er gott í ánum og þá er hægt að gefa býsna ná­kvæma skýrslu um stöðu í hverri á. Við góðar aðstæður geng­ur þetta vel og við get­um á góðum degi skoðað langa kafla í ein­stök­um ám.“

Gjörðu svo vel. Rafn Valur Alfreðsson, leigutaki í Miðfirði tekur …
Gjörðu svo vel. Rafn Val­ur Al­freðsson, leigutaki í Miðfirði tek­ur við eld­islaxi sem skot­inn var þar á dög­un­um. Norska teymið náði tólf slík­um í gær. Ljós­mynd/​Eggert Skúla­son

Eld­islax­inn hegðar sér allt öðru­vísi

En þetta virðist virka vel. Fisk­ur­inn er ekki að styggj­ast?

„Villti lax­inn er ekki að styggj­ast okk­ur að neinu ráði. Þeir kannski síga und­an okk­ur en eru fljót­ir að jafna sig og þeir hafa ekki mikl­ar áhyggj­ur af okk­ur þegar við fljót­um í kring­um þá eða ofan við þá.“

Kom þér á óvart að fá neyðarkall frá Íslandi?

„Nei. Það kem­ur mér ekki á óvart að þið hafið lent í þessu, það er að segja að fjöldi eld­islaxa hafi sloppið úr sjókví. Ég hef í gegn­um árin verið í sam­bandi við Haf­rann­sókna­stofn­un á Íslandi til að und­ir­búa viðbrögð ef svona óhapp kæmi upp. Við bjugg­umst við því að eitt­hvað þessu líkt gæti gerst. Við höf­um miðlað af okk­ar reynslu og það væri skyn­sam­legt fyr­ir Ísland að læra af okk­ar reynslu og gera ekki sömu mis­tök og við höf­um gert í Nor­egi.“

En þið mynduð aldrei leyfa eldi á ís­lensk­um laxi út fyr­ir strönd­um Nor­egs.

„Nei. Það er rétt. Hins veg­ar höf­um við verið með eldi á regn­bogasil­ungi í sjókví­um og hann er ættaður úr Kyrra­haf­inu þannig að við höf­um gert okk­ar mis­tök. Ég held að Ísland geti nýtt sér okk­ar reynslu og lært af þeim mis­tök­um sem hafa verið gerð.“

Helge segir ljóst að þetta verður ekki síðasta slysið af …
Hel­ge seg­ir ljóst að þetta verður ekki síðasta slysið af þessu tagi. Hann þekk­ir það af reynslu heima fyr­ir. Hann og fé­lag­ar hans fylgj­ast með sjö­tíu ám í Nor­egi. Ljós­mynd/​Rafn Val­ur Al­freðsson

Erum við að læra af ykk­ar mis­tök­um?

„Ég er ekki viss um það. Ég þekki bara ekki nægi­lega vel hvernig reglu­verkið er hér og hvernig staðið er að þessu á Íslandi. Við erum enn að meta stöðuna hér núna. En það verður að hafa það í huga að rekköf­un­in er leið til að minnka skaðann og draga úr þeim áhrif­um sem strokulax­inn get­ur haft í ein­stök­um ám.“

Eru í slökkvi­starfi

En þið náið þeim aldrei öll­um?

„Nei. Það er al­veg ljóst. Besta leiðin væri að koma í veg fyr­ir að þeir geti strokið og kom­ist upp ár til að hrygna. það væri nátt­úru­lega best. Við erum í raun og veru í slökkvi­starfi og að minnka skaðann eins og frek­ast er unnt.“

En þetta er líka spenn­andi?

„Við njót­um þess að synda í ánum og fylgj­ast með líf­rík­inu. Ég hef gert þetta alla mín starfsævi og nýt þess enn. Ég hef þurft að eyða meiri og meiri tíma í skrif­stofu­störf síðari ár en að kom­ast út og kafa er skemmti­leg­asti hluti starfs­ins. Að synda með fisk­um er eitt­hvað sem ég elska.

Þegar kem­ur að því að fjar­lægja eld­islaxa úr villtu um­hverfi væri auðvitað best að þeir væru ekki þar. En fyrst þeir eru komn­ir þá er eina rétt leiðin að fjar­lægja þá og mér finnst ég vera að vinna þarft verk verk þegar við fjar­lægj­um þá. Auðvitað er þetta líka spenn­andi þegar maður er kom­in ofan í og við elt­umst við þessa laxa. Þetta er eitt­hvað sem veiðimann­in­um í manni finnst spenn­andi. Við horf­um á þetta þeim aug­um að við erum að verja villta lax­inn og þess vegna ger­um við þetta.“

Fyrst var hlegið að hugmyndinni um norska kafara. Þeir hafa …
Fyrst var hlegið að hug­mynd­inni um norska kafara. Þeir hafa hins veg­ar náð góðum ár­angri og tekið út um tutt­ugu eld­islaxa, bara í Miðfjarðará. Hér er kafað í Víðidalsá. mbl.is/​Eggert Skúla­son

Marg­ir Íslend­ing­ar hlógu að hug­mynd­inni þegar hún kom fram en þetta er öfl­ug leið.

„Já og þetta virk­ar. En þetta hent­ar ekki alls staðar. Það er erfiðara að eiga við þetta í stór­um ám. Skyggnið skipt­ir gríðarlegu máli. Þegar aðstæður eru rétt­ar þá er þetta mjög ár­ang­urs­rík leið til að fjar­lægja strokulax­inn.“

Hverju áttu von á í þess­um ám sem þið eruð að fara að skoða?

„Ég er nokkuð viss um að við finn­um strokulaxa. En ég er spennt­ur að skoða aðstæður og við erum að fara í nokkuð marg­ar ár og það er viðbúið að aðstæður verði mis­jafn­ar. En ég er spennt­ur að sjá hvað við finn­um.“

Eld­islax­inn tryll­ist

Hvernig hag­ar eld­islax­inn sér þegar þið eruð elta hann?

„Í Nor­egi hegðar hann sér með allt öðrum hætti en villti fisk­ur­inn. Villti lax­inn hörfar und­an okk­ur og reyn­ir að fela sig en er fljót­ur af jafna sig. Eld­islax­inn aft­ur á móti get­ur tryllst. Ef að kem­ur styggð að hon­um þá verður hann mjög stressaður og það get­ur verið mjög erfitt að kom­ast ná­lægt hon­um aft­ur. Maður verður eig­in­lega að ná þeim í fyrstu til­raun ann­ars eru þeir erfiðir viðfangs. Ég hef þurft að elta eld­islaxa marga kíló­metra eft­ir að það hef­ur komið styggð að þeim. Villti lax­inn ger­ir þetta ekki. Þeir halda sig í sama hyln­um. Leita kannski niður á brot­in en koma svo aft­ur upp. Við pöss­um líka þegar við erum að kafa að þrengja ekki of mikið að hon­um þannig að hann hafi pláss til að kom­ast á milli okk­ar.“

Þetta á eft­ir að ger­ast aft­ur

Er þetta slæmt karma. Við köll­um til norska kafara til að veiða upp nor­skættaðan eld­islax?

„Ég veit ekki með það en hitt veit ég að þetta er að öll­um lík­ind­um ekki síðasta svona slepp­islysið sem þið lendið í. Það er mik­il­vægt fyr­ir Ísland að koma sér upp fólki sem get­ur fjar­lægt stroku­fisk og þið þurfið ykk­ar eig­in kafara­sveit­ir til að bregðast við svona mál­um í framtíðinni. En við ger­um okk­ar besta og von­andi miðlum við af reynslu okk­ur og þið sjáið hvernig hægt er að gera þetta.“

Að lok­um Hel­ge. Góða veiði.

Hann hlær og þakk­ar fyr­ir. Morg­un­inn eft­ir hófu þeir fé­lag­ar að kafa í Víðidalsá. Þeir sáu ein­ung­is fimm eld­islaxa og þar af kunna tveir af þeim að hafa verið tald­ir tvisvar. Þeir náðu ein­um eft­ir að hafa skoðað stærst­an hluta ár­inn­ar. Sporðaköst fylgd­ust með verk­inu og þetta eru kapps­full­ir dugnaðarforkar. Hel­ge og fé­lag­ar tóku það mjög al­var­lega ef þeir náðu misstu af fiski. „Ég hugsa um skot­in sem geiguðu þegar ég er kom­inn á kodd­ann.“

Í gær var víg­lína færð aðeins sunn­ar og sér­sveit­in stakk sér í Miðfjarðará. Þegar dag­ur var að kveldi kom­inn höfðu þeir skutlað tólf eld­islaxa og náð þeim. Tveir voru særðir og verður þeirra leitað í dag. Sam­tals hafa 25 eld­islax­ar verið fjar­lægðir úr Miðfjarðará.

Svar­tá, Laxá á Ásum og Hús­eyj­arkvísl eru verk­efni dags­ins hjá teym­inu. Þeir skipta sér upp og fara tveir og tveir sam­an til að fara yfir stærra svæði. Vatns­dalsá er fyr­ir­huguð á morg­un.

mbl.is