Dró játningu til baka á síðustu stundu

Dró játningu til baka á síðustu stundu

Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti Club-málinu svokallaða, dró til baka játningu rétt áður en málflutningur saksóknara átti að hefjast  í málinu. 

Dró játningu til baka á síðustu stundu

Stunguárás á Bankastræti Club | 2. október 2023

Hinn ákærði dró játningu sína til baka varðandi eina stunguárásina.
Hinn ákærði dró játningu sína til baka varðandi eina stunguárásina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­ex­and­er Máni Björns­son, sem ákærður er fyr­ir til­raun til mann­dráps í Banka­stræti Club-mál­inu svo­kallaða, dró til baka játn­ingu rétt áður en mál­flutn­ing­ur sak­sókn­ara átti að hefjast  í mál­inu. 

Al­ex­and­er Máni Björns­son, sem ákærður er fyr­ir til­raun til mann­dráps í Banka­stræti Club-mál­inu svo­kallaða, dró til baka játn­ingu rétt áður en mál­flutn­ing­ur sak­sókn­ara átti að hefjast  í mál­inu. 

Með því að draga játn­ing­una til baka þurfti að gera hlé á aðalmeðferðinni og Sig­ríður Hjaltested dóm­ari í mál­inu sagði það óvirðingu við rétt­inn að þetta hefði komið fram á síðustu stundu.

Lögmaður Al­ex­and­ers Mána, Ómar Valdi­mars­son, sagði að þessi afstaða hefði komið fram seint í gær­kvöldi.

Lífs­hættu­leg árás

Hafði Al­ex­and­er Máni áður viður­kennt að hafa stungið tvo af þeim þrem­ur sem hlutu stungusár í árás­inni. Játn­ing­in sem dreg­in var til baka snýr að árás á eitt fórn­ar­lambanna þar sem slagæð fór í sund­ur vegna stungu í læri. Var það metið sem svo af lækn­um að árás­in hefði verið lífs­hættu­leg.   

Með því að breyta af­stöðu sinni til sak­argifta breytti það lands­lagi dags­ins þar sem sak­sókn­ari var ekki bú­inn und­ir þess­ar vend­ing­ar. Hlé hef­ur verið gert á meðan verj­andi Al­ex­and­ers og dóm­ari ráða ráðum sín­um.

mbl.is