Fer fram á 8 ára fangelsi yfir Alexander Mána

Fer fram á 8 ára fangelsi yfir Alexander Mána

Ákæruvaldið í Bankastræti Club-málinu fer fram á 8 ára fangelsi að lágmarki yfir Alexander Mána Björnssyni, vegna hnífaárásar gegn þremur fórnarlömbum á Bankastræti Club. 

Fer fram á 8 ára fangelsi yfir Alexander Mána

Stunguárás á Bankastræti Club | 2. október 2023

Farið er fram á 8 ára fangelsi í Bankastræti Club-málinu.
Farið er fram á 8 ára fangelsi í Bankastræti Club-málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákæru­valdið í Banka­stræti Club-mál­inu fer fram á 8 ára fang­elsi að lág­marki yfir Al­ex­and­er Mána Björns­syni, vegna hnífa­árás­ar gegn þrem­ur fórn­ar­lömb­um á Banka­stræti Club. 

Ákæru­valdið í Banka­stræti Club-mál­inu fer fram á 8 ára fang­elsi að lág­marki yfir Al­ex­and­er Mána Björns­syni, vegna hnífa­árás­ar gegn þrem­ur fórn­ar­lömb­um á Banka­stræti Club. 

Mat ákæru­valds­ins er að næg­ar sann­an­ir séu til staðar til að halda því fram að þarna hafi verið gerð til­raun til mann­dráps. Hend­ing ein hafi ráðið því að hnífstung­urn­ar hafi ekki valdið bana.

Al­gjör hend­ing hafi ráðið för 

„Al­gjör hend­ing hvar hníf­ur­inn lenti hverju sinni. At­lag­an var sér­stak­lega hættu­leg. Það er mat ákæru­valds­ins að það væri lík­legt að hún gæti valdið bana,“ sagði m.a. í máli Dag­mar­ar Asp­ar Vé­steins­dótt­ur, full­trúa héraðssak­sókn­ara. 

Engu skipti þótt Al­ex­and­er hafi verið und­ir áhrif­um vímu­efna. Hann hafi beitt miklu afli við stungu­árás­ina og stungið ít­rekað, þrátt fyr­ir að hon­um hafi ekki stafað nein ógn af fórn­ar­lömb­un­um. Eins glími brotaþolar enn við af­leiðing­ar árás­ar­inn­ar. 

Þá rauf hann skil­orð og skeytti engu um afleðing­arn­ar að sögn Dag­mar­ar.

Ekki gerð krafa en vísað í dóma­for­dæmi

Varðandi hina sak­born­ing­ana 24 þá eru 10 ákærðir fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás og 14 fyr­ir hlut­deild í árás­inni. Ekki er gerð krafa um neina sér­staka refs­ingu en vísað í dóma­for­dæmi sem er allt að 20 mánaða fang­elsi fyr­ir al­var­lega lík­ams­árás. 

Fyrr í dag breytti Al­ex­and­er framb­urði sín­um og dró í morg­un játn­ingu sína til baka í einu stungu­árás­ar­mál­inu á skemmti­staðnum.

Hafði Al­ex­and­er Máni áður viður­kennt að hafa stungið tvo af þeim þrem­ur sem hlutu stungusár í árás­inni.

Játn­ing­in sem dreg­in var til baka snýr að árás á eitt fórn­ar­lambanna þar sem slagæð fór í sund­ur vegna stungu í læri. Mátu lækn­ar það sem svo að árás­in hefði verið lífs­hættu­leg.

mbl.is