Þrumuguðinn veiddi myndarlegan lax á Íslandi

Frægir á Íslandi | 2. október 2023

Þrumuguðinn veiddi myndarlegan lax á Íslandi

Stórleikarinn Chris Hemsworth er staddur á Íslandi um þessar mundir ásamt ellefu ára gamalli dóttur sinni, Indiu Rose. Feðginin hafa átt ævintýralega daga hér á klakanum og fóru meðal annars í veiði þar sem þau veiddu fallegan villtan lax.

Þrumuguðinn veiddi myndarlegan lax á Íslandi

Frægir á Íslandi | 2. október 2023

Chris Hemsworth er líklega hve þekktastur fyrir hlutverk sitt sem …
Chris Hemsworth er líklega hve þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í Marvel-myndunum vinsælu. Samsett mynd

Stór­leik­ar­inn Chris Hemsworth er stadd­ur á Íslandi um þess­ar mund­ir ásamt ell­efu ára gam­alli dótt­ur sinni, Indiu Rose. Feðgin­in hafa átt æv­in­týra­lega daga hér á klak­an­um og fóru meðal ann­ars í veiði þar sem þau veiddu fal­leg­an villt­an lax.

Stór­leik­ar­inn Chris Hemsworth er stadd­ur á Íslandi um þess­ar mund­ir ásamt ell­efu ára gam­alli dótt­ur sinni, Indiu Rose. Feðgin­in hafa átt æv­in­týra­lega daga hér á klak­an­um og fóru meðal ann­ars í veiði þar sem þau veiddu fal­leg­an villt­an lax.

Hemsworth birti skemmti­lega myndaröð frá veiðiferðinni í gær með yf­ir­skrift­inni: „Kvöld­mat­ur­inn græjaður, takk Indi!!“ Á mynd­un­um má sjá feðgin­in klædd í vöðlur í fal­legu haust­veðri við ána, en á einni af mynd­un­um held­ur dótt­ir hans á mynd­ar­leg­um laxi.

Leik­ar­inn hef­ur verið dug­leg­ur að birta mynd­ir frá Íslands­ferðinni á In­sta­gram og virðast feðgin­in aðallega hafa verið á ferðalagi um Suður­land. Þau skelltu sér í hesta­ferð skammt frá Hellu, fóru í klif­ur á Sól­heima­jökli og í fjór­hjóla­ferð á svipuðum slóðum.

mbl.is