Vilja að byggðakvóti verði bundinn við smærri báta

Smábátaveiðar | 2. október 2023

Vilja að byggðakvóti verði bundinn við smærri báta

Landssamband smábátaeigenda (LS) leggur til að byggðakvótar verði sameinaðir og heimildir nýttar með löndunarívilnun á sama hátt og gildir um ívilnun á afla dagróðrabáta á línu. Þá vill sambandið að aðeins bátar sem eru innan við 30 brúttótonn og styttri en 15 metrar geta fengið úthlutaðan umræddan kvóta og að allur afli sem fæst á grundvelli þessa heimilda verði seldur á uppboði á fiskmarkaði.

Vilja að byggðakvóti verði bundinn við smærri báta

Smábátaveiðar | 2. október 2023

Landssamband smábátaeigenda leggur til að byggðakvóti verði bundinn við smærri …
Landssamband smábátaeigenda leggur til að byggðakvóti verði bundinn við smærri báat og að allur afli verði boðinn upp á fiskmörkuðum. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) legg­ur til að byggðakvót­ar verði sam­einaðir og heim­ild­ir nýtt­ar með lönd­una­r­í­viln­un á sama hátt og gild­ir um íviln­un á afla dagróðrabáta á línu. Þá vill sam­bandið að aðeins bát­ar sem eru inn­an við 30 brútt­ót­onn og styttri en 15 metr­ar geta fengið út­hlutaðan um­rædd­an kvóta og að all­ur afli sem fæst á grund­velli þessa heim­ilda verði seld­ur á upp­boði á fisk­markaði.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) legg­ur til að byggðakvót­ar verði sam­einaðir og heim­ild­ir nýtt­ar með lönd­una­r­í­viln­un á sama hátt og gild­ir um íviln­un á afla dagróðrabáta á línu. Þá vill sam­bandið að aðeins bát­ar sem eru inn­an við 30 brútt­ót­onn og styttri en 15 metr­ar geta fengið út­hlutaðan um­rædd­an kvóta og að all­ur afli sem fæst á grund­velli þessa heim­ilda verði seld­ur á upp­boði á fisk­markaði.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í um­sögn sam­tak­anna um skýrsl­una Sjálf­bær sjáv­ar­út­veg­ur sem unn­in var af starfs­hóp­um Auðlind­ar­inn­ar okk­ar og birt var í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Fresti til að skila um­sögn­um lauk 28. septemebr og hafa borist 15 um­sagn­ir, en skýrsl­an á að vera grund­völl­ur nýrra laga um stjórn fisk­veiða.

Í um­sögn sinni legg­ur LS til að fisk­vinnsl­ur á sama svæði og afla sem fæst með um­ræddri íviln­un er landað eigi að fá heim­idl til að gana inn í hæsta til­boð á fisk­mörkuðum. Auk þess sem sam­bandið vill að bát­ar sem eng­ar heim­ild­ir hafa en hafa fengið byggðakvóta und­an­far­in ár verði út­hlutað a.m.k. fimm ófram­selj­an­leg­um þorskí­gildist­onn­um.

Auk þess er lagt til að 3.500 tonn af þorski gangi til strand­veiða og línuíviln­un­ar, 650 tonn af ýsu fari í línuíviln­un og 1.000 tonn af ufsa verði nýtt­ur sem íviln­un á afla­mark við hand­færa­veiðar. Þess­um afla­heim­ild­um verði dregn­ar frá áður en heim­ild­um til byggðakvóta er út­deilt til byggðarlaga.

LS vill efla línuveiðar.
LS vill efla línu­veiðar. mbl.is/​Krist­inn Bene­dikts­son

Harðlega mót­mælt

Þá hvet­ur LS mat­vælaráðherra til að leggja strax til aukn­ar heim­ild­ir til strand­veiða eða skilja strand­veiðar frá afla­marks­kerf­inu. Er full­yrt að fyr­ir­komu­lagið með tólf veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði á ári sé að grunni til sókn­ar­mark og ekki sam­ræm­an­legt afla­marks­kerfi.

Jafn­framt er öll­um hug­mynd­um um af­nám línuíviln­un­ar harðlega mót­mætl.  „Svo virðist sem hóp­ur­inn hafi látið hjá líðast að kynna sér mik­il­vægi línuíviln­un­ar.  Með stækk­un krókafla­marks­báta árið 2013 hófst mik­il samþjöpp­un í veiðikerf­inu og til urðu bát­ar að stærstu gerð með yfir þúsund tonna veiðiheim­ild­ir, dæmi um að afl­inn á fisk­veiðiár­inu hafi farið yfir tvö þúsund tonn.  Við ákveðinn tonna­fjölda er brot í af­kom­unni þannig að það er hag­kvæm­ara að vera með beitn­inga­vél og sleppa línuíviln­un.  Það er helsta ástæða þess að færri njóta nú línuíviln­un­ar og heim­ild­ir til henn­ar hafa dreg­ist sam­an.“

LS legg­ur til að rækju- og skel­bæt­ur í þorski sem skipt hafa um eig­end­ur gangi til strand­veiða og línuíviln­un­ar, en aðrar teg­und­ir bót­anna legg­ist við íviln­un­ar­heim­ild­ir byggðakvóta.

mbl.is