Öllum í tólf manna áhöfn á ísfisktogaranum Múlabergi SI sem Ísfélagið hf. gerir út hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri útgerðar hjá félaginu, í samtali við 200 mílur.
Öllum í tólf manna áhöfn á ísfisktogaranum Múlabergi SI sem Ísfélagið hf. gerir út hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri útgerðar hjá félaginu, í samtali við 200 mílur.
Öllum í tólf manna áhöfn á ísfisktogaranum Múlabergi SI sem Ísfélagið hf. gerir út hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri útgerðar hjá félaginu, í samtali við 200 mílur.
Hann segir um að ræða einstaklinga sem hafa langan starfsaldur hjá útgerðinni, s.s. hjá Ramma hf. áður en það sameinaðist Ísfélagi Vestmannaeyja hf. „Það er alls óvíst hvort hægt sé að bjóða mönnunum varanleg störf en við erum að gera það sem við getum til að koma þeim fyrir í þeim bátum sem við erum með. Það eru ekki störf sem eru föst í hendi enn sem komið er alla vega.“
„Þetta kom ekki til af góðu, það kom upp bilun í skipinu og ekki talið svara kostnaði að gera við það. Skipið er ríflega 50 ára gamalt,“ útskýrir Ólafur.
Múlaberg (áður Ólafur Bekkur) hefur síðustu ár verið á rækjuveiðum frá því í mars og út september, en á bolfiskveiðum yfir vetrartímann. Skipið var smíðað í Japan árið 1973 og eitt af þeim tíu sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í asíuríkinu og komu til landsins það ár. Aðeins Ljósafell SU sem Loðnuvinnslan hf. gerir út frá Fáskrúðsfirði er eftir af Japanstogurunum í íslenska flotanum.
Að skipið fari úr flota Ísfélagsins mun ekki hafa áhrif á gang veiða að sögn Ólafs þar sem almennt hægi á rækjuveiðum milli september og mars. Það mun þó ekki hafa áhrif á rækjuvinnsluna þar sem talið er að hægt verði að útvega hráefni til vinnslu frá Noregi og Kanada. „Áhrifin eru mest á þessa sem fengu uppsagnarbréf, sem er auðvitað mjög vont, en hefur ekki áhrif á restina af fyrirtækinu.“
Ísfélagið mun fá afhentan nýjan togara í kringum áramótin sem mun bera nafnið Sigurbjörg. Spurður hvort áhöfninni verði borðið störf um borð svarar Ólafur: „Það er bara svo langt í það að við getum ekkert sagt til um það. Það verður bara að hafa sinn gang.“
„Þetta er skip með sál. Þetta er löng saga,“ var haft eftir Finni Sigurbjörnssyni, skipstjóra á Múlaberginu á Siglufirði, í Fiskifréttum í morgun. Þá hafði áhöfninni ekki borist formleg uppsagnarbréf.
Finnur var fyrst eitt ár á Múlaberginu 1998 og byrjaði svo aftur á því árið 2005 og hefur verið þar allar götur síðan eða 18 ár.