44 vöggustofubarna fengið sanngirnisbætur síðar

Vöggustofur í Reykjavík | 5. október 2023

44 vöggustofubarna fengið sanngirnisbætur síðar

Alls hafa 44 einstaklingar sem dvöldu á vöggustofunum fengið greiddar sanngirnisbætur vegna dvalar á vistheimili sem féll undir lög nr. 47/2010.

44 vöggustofubarna fengið sanngirnisbætur síðar

Vöggustofur í Reykjavík | 5. október 2023

Vöggustofa Thorvaldsenfélagsins við Dyngjuveg 18 í Reykjavík árið 1967.
Vöggustofa Thorvaldsenfélagsins við Dyngjuveg 18 í Reykjavík árið 1967. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Alls hafa 44 einstaklingar sem dvöldu á vöggustofunum fengið greiddar sanngirnisbætur vegna dvalar á vistheimili sem féll undir lög nr. 47/2010.

Alls hafa 44 einstaklingar sem dvöldu á vöggustofunum fengið greiddar sanngirnisbætur vegna dvalar á vistheimili sem féll undir lög nr. 47/2010.

31 einstaklingur af þessum 44 fékk greiddar bætur sem námu meira en tveimur milljónum króna. 11 fengu bætur á milli einnar til tveggja milljóna og tveir einstaklingar fengu greiddar sanngirnisbætur sem voru undir einni milljón króna.

Endurspeglar alvarleika ofbeldis eða illrar meðferðar

Segir sanngirnisbótanefnd að bótagreiðslurnar endurspegli þann varanlega skaða sem og alvarleika þess ofbeldis eða illu meðferðar sem umræddir einstaklingar voru taldir hafa hlotið af vistinni að mati nefndarinnar, að því marki sem unnt var að meta slíkt til fjár.

Rétt er að hafa í huga að samkvæmt upplýsingum frá sanngirnisbótanefnd hafa 66 af þeim 151 einstaklingi sem vistaður var á vöggustofum og heimilum sem féllu undir starfssvið sanngirnisbótanefndar aldrei sótt um sanngirnisbætur.

mbl.is