Höfðar mál gegn Weinstein og Disney

Kynferðisbrot í Hollywood | 5. október 2023

Höfðar mál gegn Weinstein og Disney

Leikkonan Julia Ormond hefur höfðað mál gegn kvikmyndaframleiðandanum fyrrverandi Harvey Weinstein. Hún sakar hann um kynferðisbrot eftir kvöldverð í borginni New York árið 1995.

Höfðar mál gegn Weinstein og Disney

Kynferðisbrot í Hollywood | 5. október 2023

Julia Ormond árið 2008.
Julia Ormond árið 2008. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikkonan Julia Ormond hefur höfðað mál gegn kvikmyndaframleiðandanum fyrrverandi Harvey Weinstein. Hún sakar hann um kynferðisbrot eftir kvöldverð í borginni New York árið 1995.

Leikkonan Julia Ormond hefur höfðað mál gegn kvikmyndaframleiðandanum fyrrverandi Harvey Weinstein. Hún sakar hann um kynferðisbrot eftir kvöldverð í borginni New York árið 1995.

Ormond krefst einnig skaðabóta frá kvikmyndaverinu Disney, framleiðslufyrirtækinu Miramax og fyrrverandi umboðsskrifstofu sinni sem hún segir hafa mistekist að vernda hana frá misnotkuninni. Málið var höfðað í New York, að því er BBC greindi frá. 

Weinstein situr um þessar mundir í fangelsi þar sem hann afplánar 23 ára dóm fyrir nauðgun.

Weinstein í dómsal.
Weinstein í dómsal. AFP/Etienne Laurent/Pool

Ormond, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í myndunum First Knight, Smilla´s Sense of Snow og Sabrina sem komu út á tíunda áratugnum, segir feril sinn aldrei hafa borið sitt barr eftir árás Weinsteins.

Hún segist hafa verið á hátindi ferils síns þegar hún og Weinstein fóru saman í íbúð á vegum Miramax að loknum kvöldverði þar sem viðskipti voru rædd. Þar hafi hann klætt sig úr öllum fötunum og neytt hana til að munnmaka.

„Hægt hefði verið að koma í veg fyrir kynferðisárásina gegn Ormond ef Miramax og Disney hefðu haft eftirlit með Weinstein vitandi að konum sem hann hitti í vinnunni stafaði hætta af honum,” segir í málshöfðuninni, sem var lögð fram í gær.

mbl.is