Samkvæmt niðurstöðum skýrslu sjálfstæðrar og óháðrar nefndar sem Reykjavíkurborg skipaði til að rannsaka starfsemi vöggustofa sem reknar voru í Reykjavík árin 1949 til 1973 var engar upplýsingar að finna um hvers vegna börn voru vistuð á vöggustofu í tæplega 35% tilfella þeirra.
Samkvæmt niðurstöðum skýrslu sjálfstæðrar og óháðrar nefndar sem Reykjavíkurborg skipaði til að rannsaka starfsemi vöggustofa sem reknar voru í Reykjavík árin 1949 til 1973 var engar upplýsingar að finna um hvers vegna börn voru vistuð á vöggustofu í tæplega 35% tilfella þeirra.
Samkvæmt niðurstöðum skýrslu sjálfstæðrar og óháðrar nefndar sem Reykjavíkurborg skipaði til að rannsaka starfsemi vöggustofa sem reknar voru í Reykjavík árin 1949 til 1973 var engar upplýsingar að finna um hvers vegna börn voru vistuð á vöggustofu í tæplega 35% tilfella þeirra.
Samanlagt voru 1083 börn vistuð á vöggustofunum. Þar af voru 475 vistuð á Vöggustofunni Hlíðarenda og 608 á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins.
Nefndin skoðaði sérstaklega tildrög þess að börn voru vistuð á vöggustofunum á þessu tímabili og tók annars vegar til athugunar hvaða ástæður lágu að baki því að barn var vistað og hins vegar hvernig barnaverndarnefnd Reykjavíkur hagaði málsmeðferð sinni í þeim tilvikum.
Mjög ólíkar ástæður voru fyrir því að börn voru vistuð á vöggustofunum.
Töluvert meira áberandi skortur er á upplýsingum um ástæður vistunar fyrir Vöggustofuna Hlíðarenda. Þannig eru engar upplýsingar um ástæður vistunar fyrir tæp 48% allra þeirra barna sem þar voru vistuð. Upplýsingar skortir um ástæður vistunar fyrir tæp 39% barna sem vistuð voru í hálft ár eða lengur á Hlíðarenda.
Upplýsingar skortir um ástæður vistunar fyrir tæp 25% allra barna sem vistuð voru á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins og tæp 19% barna sem þar voru vistuð í hálft ár eða
lengur.
Þar sem upplýsingar um ástæður lágu fyrir í gögnum vöggustofanna og barnaverndarnefndar er oftast vísað til ótilgreindra félagslegra ástæðna. Annars var algengast að börn væru vistuð á vöggustofum vegna líkamlegra veikinda foreldra eða fátæktar, húsnæðisvanda eða skorts á dagvistunarúrræðum en síðastnefndu þættirnir tengdust yfirleitt innbyrðis.