Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndar um vöggustofur, segir nefndina hafa lagt sig fram við að velta hverjum einasta steini við gerð skýrslunnar um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973.
Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndar um vöggustofur, segir nefndina hafa lagt sig fram við að velta hverjum einasta steini við gerð skýrslunnar um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973.
Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndar um vöggustofur, segir nefndina hafa lagt sig fram við að velta hverjum einasta steini við gerð skýrslunnar um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973.
Niðurstöður skýrslunnar, sem kynntar voru á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, sýna fram á að börn hafi sætti illri meðferð á Vöggustofunni Hlíðarenda á árunum 1949 til 1963 og að í ýmsum tilvikum hafi börn einnig sætt illri meðferð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á árunum 1963 til 1973.
Kjartan segir að við gerð skýrslunnar hafi það komið sér mest á óvart hversu erfitt reyndist að ná utan um verkefnið sem krafðist umfangsmikillar rannsóknarvinnu.
„Upphaflega er gert ráð fyrir því í áætlun Borgarskjalasafns að skjölin sem þurfi að skoða séu 6.000 talsins. Hins vegar skilst mér núna, eftir að við höfum lokið vinnu okkar, að umfangið sé á bilinu 25 til 30 þúsund skjöl. Það var miklu meira en maður hélt,“ segir Kjartan.
Kjartan segir nefndina hafa gert allt sem í sínu valdi stóð til þess að komast að eins miklum upplýsingum um vöggustofurnar tvær og kostur var á.
„Við virkilega gerðum okkur far um að velta hverjum einasta steini og komast að eins miklu og við gátum, sérstaklega vegna þess að börn sem voru vistuð þarna eiga engar minningar um frumbernsku sína,“ segir Kjartan.
„Þess vegna lögðum við svo mikla áherslu á það að reyna allt og reyna að hafa uppi á öllu fólki sem við gátum mögulega fundið til að geta sagt þessa sögu því það er ansi langt síðan þetta gerðist.“
Að sögn Kjartans eru mál vöggustofanna frábrugðin barnaverndarmálum nútímans að ýmsu leyti.
„Þetta eru ekki hefðbundin barnaverndarmál eins og við þekkjum í dag þar sem er verið að taka börn af foreldrum sínum til dæmis vegna alvarlegra neysluvandamála eða alvarlegra geðrænna veikinda.
Þetta eru mjög mörg tilvik þar sem að fólk er að biðja um vistun á vöggustofunum vegna fátæktar, húsnæðis- og dagvistunarvanda,“ segir Kjartan.
Loks segir Kjartan það ekki vera hlutverk nefndarinnar að draga fólk til persónulegrar ábyrgðar vegna þess sem átti sér stað á vöggustofunum tveimur.
„Það er ekki okkar hlutverk að draga fólk til persónulegrar ábyrgðar og það er ekkert sem bendir til þess að einhver hafi ætlað sér að vera vondur við börn. Fólk sem kom fyrir nefndina og ræddi þetta leið skelfilega á meðan þau unnu þarna.
Þau gengu inn í skipulag sem var svona og treystu sér mörg ekki til að mótmæla því þó sum hafi gert það. Þó voru starfsmenn sem gagnrýndu þetta og einhverjir sem gengu út en það voru auðvitað ekki allir í aðstöðu til þess," segir Kjartan.