Faðir Britney glímir við alvarleg veikindi

Britney Spears | 6. október 2023

Faðir Britney glímir við alvarleg veikindi

Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er sagður vera alvarlega veikur og hefur legið inni á spítala í nokkrar vikur. 

Faðir Britney glímir við alvarleg veikindi

Britney Spears | 6. október 2023

Jamie Spears liggur alvarlega veikur inni á spítala.
Jamie Spears liggur alvarlega veikur inni á spítala. Samsett mynd

Jamie Spe­ars, faðir popp­stjörn­unn­ar Brit­ney Spe­ars, er sagður vera al­var­lega veik­ur og hef­ur legið inni á spít­ala í nokkr­ar vik­ur. 

Jamie Spe­ars, faðir popp­stjörn­unn­ar Brit­ney Spe­ars, er sagður vera al­var­lega veik­ur og hef­ur legið inni á spít­ala í nokkr­ar vik­ur. 

„Jamie hef­ur glímt við al­var­lega sýk­ingu og hef­ur þurft að gang­ast und­ir skurðaðgerð. Hann hef­ur legið inni á spít­ala í marg­ar vik­ur á sér­stakri smit­sjúk­dóma­deild,“ seg­ir heim­ild­armaður Page Six.

Í ág­úst síðastliðnum var greint frá því að Jamie hefði verið lagður inn á spít­ala nokkr­um mánuðum áður vegna kvilla sem komu upp eft­ir hné­skiptaaðgerð sem hann gekkst und­ir fyr­ir 16 árum síðan. Á þeim tíma var Jamie sagður hafa misst yfir 11 kíló og liti út fyr­ir að vera veik­b­urða.

Jamie hef­ur verið áber­andi í fjöl­miðlum und­an­far­in ár, en í sept­em­ber 2021 var hann svipt­ur for­ræði yfir dótt­ur sinni Brit­ney eft­ir að hún sakaði hann um ára­langa mis­notk­un.

mbl.is