„Lífið varð fallegra eftir að ég varð faðir“

Föðurhlutverkið | 7. október 2023

„Lífið varð fallegra eftir að ég varð faðir“

Allan Sigurðsson, leikstjóri hjá Atlavík, segist vera umhyggjusamur faðir, vansvefta en þó alltaf í stemningu. Allan og sambýliskona hans, Anna Guðbjörg Hólm, eiga saman drengina Samúel þriggja ára og Sigurð fimm mánaða.

„Lífið varð fallegra eftir að ég varð faðir“

Föðurhlutverkið | 7. október 2023

Allan og Anna Guðbjörg eiga synina Samúel og Sigurð.
Allan og Anna Guðbjörg eiga synina Samúel og Sigurð. Ljósmynd/Aðsend

All­an Sig­urðsson, leik­stjóri hjá Atla­vík, seg­ist vera um­hyggju­sam­ur faðir, vansvefta en þó alltaf í stemn­ingu. All­an og sam­býl­is­kona hans, Anna Guðbjörg Hólm, eiga sam­an dreng­ina Samú­el þriggja ára og Sig­urð fimm mánaða.

All­an Sig­urðsson, leik­stjóri hjá Atla­vík, seg­ist vera um­hyggju­sam­ur faðir, vansvefta en þó alltaf í stemn­ingu. All­an og sam­býl­is­kona hans, Anna Guðbjörg Hólm, eiga sam­an dreng­ina Samú­el þriggja ára og Sig­urð fimm mánaða.

Hvernig hef­ur lífið breyst eft­ir að þú varðst faðir?

„Lífið varð fal­legra eft­ir að ég varð faðir. Ný fal­leg augna­blik á hverj­um degi,“ seg­ir All­an.

Hvað er það besta við föður­hlut­verkið?

„Það er öll þessi ást og allt knúsið, krúttið og kjassið.“

Það er líf og fjör á heimilinu með tvö börn.
Það er líf og fjör á heim­il­inu með tvö börn.

En hef­ur eitt­hvað verið krefj­andi?

„Það sem mér finnst mest krefj­andi er að tvinna sam­an lang­ar vinnu­t­arn­ir við fjöl­skyldu­lífið. Einnig er svefn­leysið oft erfitt.“

Finnst þér mun­ur að eiga eitt barn og tvö börn?

„Já, það er mik­ill mun­ur á því að eiga eitt barn eða tvö. Það er maður á mann þegar maður er með tvö börn. Það hef­ur verið ansi mik­il vinna sem gef­ur líf­inu vissu­lega lit og það er fátt fal­legra en að sjá tengsl­in milli þeirra mynd­ast.“

Er eitt­hvað sem þú tek­ur með þér úr eig­in æsku sem þér finnst mik­il­vægt að börn­in þín al­ist upp við?

„Ég fékk mikla hlýju og ást. For­eldr­ar mín­ir studdu mig í öll­um mín­um áhuga­mál­um sem ég kann virki­lega að meta. Ég mun gera það sama fyr­ir mín börn.“

Fjölskyldan hefur átt margar dýrmætar stundir á ferðalögum.
Fjöl­skyld­an hef­ur átt marg­ar dýr­mæt­ar stund­ir á ferðalög­um.

Legg­ur þú mikið upp úr því að börn­in þín al­ist upp við góðan kvik­myndasmekk?

„Nei, ekki eins og er. Yngri fær ekki að horfa á sjón­varp strax. En sá eldri fær að horfa á vel valið barna­efni. Ég stefni svo á að kynna þeim gott efni þegar þeir hafa ald­ur til eins og Term­inator 2 og Wayne's World 2.“

Hvenær á fjöl­skyld­an sín­ar gæðastund­ir?

„Gæðastund­ir eru um helg­ar, þá reyn­um við að eyða sem mest­um tíma sam­an. Einnig er kvöld­mat­ar­tím­inn frek­ar heil­ag­ur þar sem mörg augna­blik­in eru skemmti­leg. Við höf­um líka átt marg­ar dýr­mæt­ar stund­ir sam­an á ferðalög­um.“

Ertu með gott upp­eld­is­ráð?

„Halda rútínu, góðri stemn­ingu og faðma þau á hverj­um degi.“

Það er mikilvægt að faðma börnin.
Það er mik­il­vægt að faðma börn­in. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is