Leyfði eiginkonunni að halda fram hjá vegna aldurbilsins

Samskipti kynjanna | 11. október 2023

Leyfði eiginkonunni að halda fram hjá vegna aldurbilsins

Gordon Thornton, fyrrverandi eiginmaður Real Housewives of Potomac-stjörnunnar Miu Thornton, segist hafa gefið henni leyfi til að sofa hjá öðrum mönnum vegna aldurs hans. Gordon er 71 árs en Mia 38 ára og er aldursbilið á milli þeirra því 33 ár.

Leyfði eiginkonunni að halda fram hjá vegna aldurbilsins

Samskipti kynjanna | 11. október 2023

Gordon og Mia Thornton.
Gordon og Mia Thornton. Skjáskot/Instagram

Gor­don Thornt­on, fyrr­ver­andi eig­inmaður Real Hou­sewi­ves of Potomac-stjörn­unn­ar Miu Thornt­on, seg­ist hafa gefið henni leyfi til að sofa hjá öðrum mönn­um vegna ald­urs hans. Gor­don er 71 árs en Mia 38 ára og er ald­urs­bilið á milli þeirra því 33 ár.

Gor­don Thornt­on, fyrr­ver­andi eig­inmaður Real Hou­sewi­ves of Potomac-stjörn­unn­ar Miu Thornt­on, seg­ist hafa gefið henni leyfi til að sofa hjá öðrum mönn­um vegna ald­urs hans. Gor­don er 71 árs en Mia 38 ára og er ald­urs­bilið á milli þeirra því 33 ár.

Í viðtali við TMZ seg­ist Gor­don hafa leyft þáver­andi eig­in­konu sinni að sofa hjá öðrum mönn­um til að „full­nægja“ þörf­um sín­um og hvatt hana til að finna það sem hún þyrfti ann­ars staðar. „Ég vissi að það myndi koma sá tími þar sem ég gæti lík­lega ekki full­nægt öll­um henn­ar þörf­um,“ út­skýrði hann.

„Samt valdi hún að laum­ast“

„Það sem pirr­ar mig hins veg­ar við þetta allt sam­an er að ég gaf henni leyfi, en samt valdi hún að laum­ast, ljúga og breyta stöðugt frá­sögn sinni um hvað hefði gerst og hvers vegna hún er að yf­ir­gefa mig,“ bætti hann við.

Í lok sept­em­ber greindu fjöl­miðlar frá því að Mia hefði ákveðið að skilja við Gor­don eft­ir 11 ára hjóna­band. Þau gengu í það heil­aga í mars 2012 og eiga sam­an tvö börn, átta ára son og sex ára dótt­ur.

mbl.is