Slasaðist alvarlega eftir að hafa flækst í net

Öryggi sjófarenda | 11. október 2023

Slasaðist alvarlega eftir að hafa flækst í net

Skipverji á Erlingi KE-140 slasaðist alvarlega eftir að hafa flækst í sérta þegar skipið var á netaveiðum í mars síðastliðnum. Hann mun hafa starfað í aðeins einn og hálfan mánuð til sjós áður en hann lenti í slysinu.

Slasaðist alvarlega eftir að hafa flækst í net

Öryggi sjófarenda | 11. október 2023

Skipverji á Erling KE (áður Mars RE) slasaðist alvarlega eftir …
Skipverji á Erling KE (áður Mars RE) slasaðist alvarlega eftir að hafa flækst í neti. mbl.is/Hafþór

Skip­verji á Erl­ingi KE-140 slasaðist al­var­lega eft­ir að hafa flækst í sér­ta þegar skipið var á neta­veiðum í mars síðastliðnum. Hann mun hafa starfað í aðeins einn og hálf­an mánuð til sjós áður en hann lenti í slys­inu.

Skip­verji á Erl­ingi KE-140 slasaðist al­var­lega eft­ir að hafa flækst í sér­ta þegar skipið var á neta­veiðum í mars síðastliðnum. Hann mun hafa starfað í aðeins einn og hálf­an mánuð til sjós áður en hann lenti í slys­inu.

Erl­ing KE var á neta­veiðum á Faxa­flóa í þokka­legu veðri en þungri öldu þegar slysið átti sér stað. Fram kem­ur í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa að áhöfn­in hafi verið að leggja net en búið var að leggja tvær tross­ur og verið að leggja þá þriðju.

Netið flækt­ist hins veg­ar í sér­ta og ákvað skip­verj­inn að losa netið með hend­inni. Vett­ling­ur sem hann var með á hönd­un­um flækt­ist í net­inu og sneri hon­um með þeim af­leiðing­um að hann fór með vinstri fót í bugt sér­tanns sem lá á þilfar­inu. Skip­verj­inn dróst svo með sér­t­an­um upp að burðarbita fyr­ir niður­leggj­ar­ann og klemmdi þar fót og hönd.

Skip­stjór­inn er sagður hafa strax séð í eft­ir­lits­mynda­vél það sem at­vikaðist og hóf að bakka skip­inu á fullri ferð til að minnka átakið. Heyrði ann­ar í áhöfn­inni ösk­ur skip­verj­ans og sá skipa­fé­laga sinn flækt­an. Hljóp hann aft­ur eft­ir og greip hníf á leiðinni og skar skip­verj­ann laus­an. Áverk­ar hans eru sagðir hafa verið al­var­leg­ir.

Aldrei hand­leika búnað sem renn­ur í sjó

Í nefndaráliti Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa seg­ir að verklag sem viðhaft var um borð Erl­ing KE hafi verið áhættu­samt og boðið upp á slysa­hættu. Vak­in er þó at­hygli á því að frá slys­inu hef­ur verklagi verið breytt.

„Þegar verið er að leggja net á aldrei að hand­leika nokk­urn þann búnað sem er að renna í sjó. Ef nauðsyn­legt er að halda við sér­ta þarf að finna aðra lausn,“ seg­ir í sér­stakri ábend­ingu nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is