Fólk sem vinnur heima borðar meira

Næring & Heilsa | 14. október 2023

Fólk sem vinnur heima borðar meira

Rannsóknir sýna að þeir sem vinna heima hjá sér eiga það til að borða meira en þeir sem mæta á vinnustað.

Fólk sem vinnur heima borðar meira

Næring & Heilsa | 14. október 2023

Það eru kostir og ókostir við að vinna heima.
Það eru kostir og ókostir við að vinna heima. Ljósmynd/Colourbox

Rann­sókn­ir sýna að þeir sem vinna heima hjá sér eiga það til að borða meira en þeir sem mæta á vinnustað.

Rann­sókn­ir sýna að þeir sem vinna heima hjá sér eiga það til að borða meira en þeir sem mæta á vinnustað.

Al­mennt er talið að fólk nái að af­kasta meiru ef það fær að vinna heima hjá sér að ein­hverju leyti. Þó að það séu ýms­ir kost­ir við að vinna heima gefa rann­sókn­ir til kynna að slíkt fyr­ir­komu­lag hafi ekki endi­lega já­kvæð áhrif á mat­ar­venj­ur fólks. 

Fyr­ir­tækið sem rek­ur hið vin­sæla lífs­stílssnjall­for­rit MyFit­n­essPal hef­ur birt niður­stöður rann­sókn­ar sem gef­ur inn­sýn í mat­ar­venj­ur fólks á virk­um dög­um. 

Þátt­tak­end­ur voru tvö þúsund manns sem unnu að hluta til heima og að hluta til á vinnustað. Í ljós kom að þátt­tak­end­ur inn­byrtu að meðaltali 800 fleiri hita­ein­ing­ar á dag þegar þeir unnu heima hjá sér.

„Þegar maður er á skrif­stof­unni þá er maður kannski bú­inn að fá sér morg­un­mat, fær sér svo há­deg­is­mat og ör­lítið á milli mála,“ seg­ir Gin­ger Hultin nær­ing­ar­fræðing­ur í viðtali við Fortu­ne.

Þátt­tak­end­ur sögðust að meðaltali borða fimm sinn­um á milli mála en aðeins þris­var þegar þeir ynnu að heim­an.

36% þátt­tak­enda sögðust borða á milli mála vegna leiðinda og hversu auðvelt það væri að nálg­ast eitt­hvert snarl. 

60% þátt­tak­enda viður­kenndu fús­lega að þau leyfðu sér meira óhollt heima hjá sér en í vinn­unni.

Þá var ann­ar þátt­ur sem einnig hafði áhrif á heilsu fólks sem vann mikið heima hjá sér. Það hreyfði sig minna. Það þurfti ekki leng­ur að koma sér til og frá vinnu og tók þar af leiðandi færri skref yfir dag­inn. 50% þátt­tak­enda sögðust ekki fara út úr húsi þegar þeir ynnu heima.

Í ljós kom að fólk sem vann heima tók 4.518 færri skref á dag en aðrir.

Nær­ing­ar­fræðing­ar mæla með að fólk reyni að vera skipu­lagðara ef það þarf að vinna heima hjá sér. Það sé mik­il­vægt að hafa vissa rútínu hvað varðar mat­ar­tíma og víkja ekki frá henni. 

„Maður á að gefa sér tíma til að setj­ast niður og njóta mat­ar­ins. Ein­beita sér að bragðinu og áferðinni. Jafn­vel þótt þetta séu bara fimm mín­út­ur.“

mbl.is