HÍ varar við netsvikum

Netsvik | 15. október 2023

HÍ varar við netsvikum

Háskóli Íslands varar við tilraunum til netsvika í nafni háskólans. Vefsíða í nafni HÍ er uppi á ensku þar sem reynt er að blekkja notendur til að skrá sig í nám við skólann.

HÍ varar við netsvikum

Netsvik | 15. október 2023

Háskóli Íslands varar við tilraunum til netsvika í nafni skólans.
Háskóli Íslands varar við tilraunum til netsvika í nafni skólans. mbl.is/Ómar Óskarsson

Há­skóli Íslands var­ar við til­raun­um til netsvika í nafni há­skól­ans. Vefsíða í nafni HÍ er uppi á ensku þar sem reynt er að blekkja not­end­ur til að skrá sig í nám við skól­ann.

Há­skóli Íslands var­ar við til­raun­um til netsvika í nafni há­skól­ans. Vefsíða í nafni HÍ er uppi á ensku þar sem reynt er að blekkja not­end­ur til að skrá sig í nám við skól­ann.

Sam­tím­is því eru not­end­ur krafðir um greiðslu­upp­lýs­ing­ar eins og verið sé að inn­heimta skrán­ing­ar­gjald í HÍ. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá há­skól­an­um.

„Við fyrstu sýn virðist ekk­ert at­huga­vert við síðuna en þegar grannt er skoðað er margt vafa­samt. Aðilar sem hafa svona síður virk­ar virðast enda æ klók­ari í að setja gögn fram til að blekkja fólk,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Um­rædd vefsíða sé aðeins gerð til að hafa fé af fólki ólög­lega eða fá fram fjár­hags­leg­ar upp­lýs­ing­ar til að nota í ólög­leg­um til­gangi.

Há­skól­inn hvet­ur fólk til að sniðganga síðuna al­farið og setja eng­in gögn inn á hana, enda sé ein­ung­is hægt að skrá sig til náms á vef Há­skóla Íslands.

mbl.is