Þörf á meira af íslensku „rusli“

Íslenska | 16. október 2023

Þörf á meira af íslensku „rusli“

Íslenska á undir högg að sækja t.a.m. sökum þess hve stórt hlutfall vinnumarkaðarins er aðflutt vinnuafl auk þess sem erlend menningaráhrif hafa aldrei verið meiri, t.a.m. í gegnum efnisveitur eins og Netflix og Youtube.

Þörf á meira af íslensku „rusli“

Íslenska | 16. október 2023

Íslenska á undir högg að sækja t.a.m. sökum þess hve stórt hlutfall vinnumarkaðarins er aðflutt vinnuafl auk þess sem erlend menningaráhrif hafa aldrei verið meiri, t.a.m. í gegnum efnisveitur eins og Netflix og Youtube.

Íslenska á undir högg að sækja t.a.m. sökum þess hve stórt hlutfall vinnumarkaðarins er aðflutt vinnuafl auk þess sem erlend menningaráhrif hafa aldrei verið meiri, t.a.m. í gegnum efnisveitur eins og Netflix og Youtube.

Af þeim sökum kalla þeir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði og Snorri Másson, fjölmiðlamaður sem menntaður er í íslenskum fræðum eftir því að farið verði í stórátak til að efla íslensku og að í því felist meðal annars að framleitt verði meira efni ætlað börnum og þar sé „ruslefni“ ekki undanskilið.

Þá segir Snorri að honum líði stundum eins og gömlum skrítnum karli þegar hann lýsi þeirri skoðun sinni að hann vilji geta talað íslensku þegar hann fer út í búð. Hann sjái ekkert að því að taka samtal um það hversu mikið af erlendu vinnuafli við þurfum hér á landi út frá þeim sjónarmiðum að íslenska á undir högg að sækja. 

Krökkum nákvæmlega sama um tungumálið 

„Krökkum er nákvæmlega sama um tungumálið á því efni sem þau eru að horfa á. Þau pikka upp enskuna mjög fljótt og velja það sem þau hafa áhuga á og finnst spennandi og áhugavert. Ef að það er á ensku þá horfa þau á það og eru ekki að hlusta á íslensku á meðan. Við þurfum að börnum fyrir efni af öllu tagi. Vönduðu fræðsluefni, skemmtiefni, afþreyingu og það getur þess vegna verið rusl,“ segir Eiríkur. 

Snorri Másson og Eiríkur Rögnvaldsson.
Snorri Másson og Eiríkur Rögnvaldsson. Samsett mynd
mbl.is