Þurfa sleðahunda á stemningssvellinu

IceGuys | 16. október 2023

Þurfa sleðahunda á stemningssvellinu

Þáttaröðin IceGuys hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenskt sjónvarp. Ferskur andblær í leikna íslenska flóru. Viðtökurnar hafa verið frábærar en annar þátturinn í seríunni kom inn á Sjónvarp Símans síðastliðinn föstudag og sló áhorfsmetið um rúmlega 50%.

Þurfa sleðahunda á stemningssvellinu

IceGuys | 16. október 2023

Bræðurnir og ísdrengirnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir.
Bræðurnir og ísdrengirnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir

Þáttaröðin IceGuys hef­ur komið eins og storm­sveip­ur inn í ís­lenskt sjón­varp. Fersk­ur and­blær í leikna ís­lenska flóru. Viðtök­urn­ar hafa verið frá­bær­ar en ann­ar þátt­ur­inn í serí­unni kom inn á Sjón­varp Sím­ans síðastliðinn föstu­dag og sló áhorfs­metið um rúm­lega 50%.

Þáttaröðin IceGuys hef­ur komið eins og storm­sveip­ur inn í ís­lenskt sjón­varp. Fersk­ur and­blær í leikna ís­lenska flóru. Viðtök­urn­ar hafa verið frá­bær­ar en ann­ar þátt­ur­inn í serí­unni kom inn á Sjón­varp Sím­ans síðastliðinn föstu­dag og sló áhorfs­metið um rúm­lega 50%.

„Viðtök­urn­ar hafa farið langt fram úr vænt­ing­um. Það er ótrú­lega skemmti­legt að heyra hvað þætt­irn­ir virðast hitta í mark hjá öll­um ald­urs­hóp­um og við erum him­in­lif­andi með þetta,“ seg­ir Hann­es Þór Hall­dórs­son, leik­stjóri og einn af fram­leiðend­um þátt­anna.

„Þetta er fyrsta leikna serí­an okk­ar í fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Ata­k­vík og við erum bæði afar stolt af ár­angr­in­um og þakk­lát fyr­ir áhorfið.“

Friðrik Dór Jónsson tónlistarmaður og Hannes Þór Halldórsson leikstjóri.
Friðrik Dór Jóns­son tón­list­armaður og Hann­es Þór Hall­dórs­son leik­stjóri. Ljós­mynd/​Thelma Arn­gríms­dótt­ir

Í skýj­un­um

Fyrsti þátt­ur af IceGuys setti nýtt áhorfs­met í Sjón­varpi Sím­ans fyr­ir rúmri viku en ann­ar þátt­ur bætti um bet­ur og það eru greini­lega marg­ir sem bíða spennt­ir eft­ir fram­hald­inu.

„Við í IceGuys erum al­veg að pæla í því að fá okk­ur sleðahunda eft­ir þess­ar frá­bæru viðtök­ur. Slíkt er stemn­ings­svellið að verða á land­inu og við erum auðvitað í skýj­un­um með þetta allt sam­an,“ seg­ir Jón Jóns­son, einn meðlima IceGuys.

„Í næstu snjó­komu biðjum við lands­menn að hugsa til okk­ar því hvert ein­asta snjó­korn er þakk­lætis­vott­ur frá okk­ur ís­drengj­un­um,“ seg­ir Jón, bróðir eins ást­sæl­asta tón­list­ar­manns Íslands, Friðriks Dórs.

IceGuys.
IceGuys. Ljós­mynd/​Thelma Arn­gríms­dótt­ir
mbl.is