Lögreglustöðinni lokað vegna myglu

Mygla í húsnæði | 17. október 2023

Lögreglustöðinni lokað vegna myglu

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað lögreglustöðinni við Hringbraut í Keflavík vegna raka og myglu.

Lögreglustöðinni lokað vegna myglu

Mygla í húsnæði | 17. október 2023

Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hef­ur lokað lög­reglu­stöðinni við Hring­braut í Kefla­vík vegna raka og myglu.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hef­ur lokað lög­reglu­stöðinni við Hring­braut í Kefla­vík vegna raka og myglu.

Fram kem­ur á vef Vík­ur­frétta að lög­reglu­stöðinni hafi verið skellt í lás í há­deg­inu í gær og næstu dag­ar fari í að koma starf­sem­inni sem var á stöðinni við Hring­braut í starfs­stöð við Brekku­stíg.

Þá seg­ir að það eigi að reyna að nota hluta hús­næðis­ins við Hring­braut áfram. Mögu­legt sé að nota fanga­geymsl­ur áfram. Þar þarf að tryggja loft­gæði og aðstöðu fyr­ir lög­reglu­vakt á meðan fang­ar eru í hús­inu.

Vík­ur­frétt­ir greina frá því að Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins hafi gert út­tekt á hús­næði lög­regl­unn­ar við Hring­braut og að rann­sókn hafi leitt í ljós raka í veggj­um og gólf­um. Þá greind­ist einnig mygla á þeim stöðum þar sem sýni voru tek­in.

Lögreglustöðin í Keflavík.
Lög­reglu­stöðin í Kefla­vík. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is