16 ár síðan Spears krúnurakaði sig

Britney Spears | 18. október 2023

16 ár síðan Spears krúnurakaði sig

Bandaríska söngkonan Britney Spears er nýjasta forsíðufyrirsæta bandaríska tímaritsins People. Spears hefur ekki átt sjö dagana sæla síðastliðin ár en söngkonan var ein stærsta poppstjarna heims og sannkölluð goðsögn í dægurmenningu á tíunda áratug tuttugustu aldar. Von er á endurminningum Spears, The Woman In Me, í næstu viku og er bókarinnar beðið með eftirvæntingu. 

16 ár síðan Spears krúnurakaði sig

Britney Spears | 18. október 2023

Bók Britney Spears er væntanleg í búðir eftir helgi.
Bók Britney Spears er væntanleg í búðir eftir helgi. AFP

Banda­ríska söng­kon­an Brit­ney Spe­ars er nýj­asta forsíðufyr­ir­sæta banda­ríska tíma­rits­ins People. Spe­ars hef­ur ekki átt sjö dag­ana sæla síðastliðin ár en söng­kon­an var ein stærsta popp­stjarna heims og sann­kölluð goðsögn í dæg­ur­menn­ingu á tí­unda ára­tug tutt­ug­ustu ald­ar. Von er á end­ur­minn­ing­um Spe­ars, The Wom­an In Me, í næstu viku og er bók­ar­inn­ar beðið með eft­ir­vænt­ingu. 

Banda­ríska söng­kon­an Brit­ney Spe­ars er nýj­asta forsíðufyr­ir­sæta banda­ríska tíma­rits­ins People. Spe­ars hef­ur ekki átt sjö dag­ana sæla síðastliðin ár en söng­kon­an var ein stærsta popp­stjarna heims og sann­kölluð goðsögn í dæg­ur­menn­ingu á tí­unda ára­tug tutt­ug­ustu ald­ar. Von er á end­ur­minn­ing­um Spe­ars, The Wom­an In Me, í næstu viku og er bók­ar­inn­ar beðið með eft­ir­vænt­ingu. 

Í viðtali sínu við People seg­ir hin 41 árs gamla Spe­ars meðal ann­ars frá at­vik­inu sem hneykslaði heim­inn, þegar hún krúnurakaði sig árið 2007 en hún fjall­ar ít­ar­lega um það í bók­inni. 

„Það voru öll augu á mér frá því að ég var barn. Fólk horfði á mig, gagn­rýndi mig og sagði mér skoðanir sín­ar á lík­am­an­um mín­um þegar ég var tán­ing­ur. Það að raka af mér hárið var mín leið til að vinna úr þessu,“ sagði Spe­ars. 

Það var í októ­ber árið 2007 sem söng­kon­an gekk inn á hár­greiðslu­stof­una Esther's Haircutt­ing Studio í Tarz­ana í Kali­forn­íu, stuttu eft­ir að hafa lokið meðferð, og bað um að hún yrði krúnurökuð. Eig­andi stof­unn­ar, Esther Tognozzi, neitaði beiðni Spe­ars sem greip þá til sinna ráða en söng­kon­an tók upp rakvél og krúnurakaði sig.

Götu­ljós­mynd­ar­ar og æsi­blaðamenn fylgd­ust með fyr­ir utan stof­una og voru mynd­ir af nýja út­liti Spe­ars komn­ar í dreif­ingu aðeins mín­út­um síðar.  

Í kjöl­farið missti Spe­ars sjálfræði, en faðir söng­kon­unn­ar, Jamie Spe­ars, stjórnaði fjár­mál­um og per­sónu­leg­um mál­um söng­kon­unn­ar þar til ný­lega. 

mbl.is