Frá því að laxar sluppu úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst hefur Hafrannsóknastofnun staðfest eldisuppruna 164 laxa með útlits- og erfðagreiningu. Þar af er 161 lax úr sjókvínni í Patreksfirði og hafa eldislaxar veiðst í 44 ám.
Frá því að laxar sluppu úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst hefur Hafrannsóknastofnun staðfest eldisuppruna 164 laxa með útlits- og erfðagreiningu. Þar af er 161 lax úr sjókvínni í Patreksfirði og hafa eldislaxar veiðst í 44 ám.
Frá því að laxar sluppu úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst hefur Hafrannsóknastofnun staðfest eldisuppruna 164 laxa með útlits- og erfðagreiningu. Þar af er 161 lax úr sjókvínni í Patreksfirði og hafa eldislaxar veiðst í 44 ám.
Tveir laxar sem bárust stofnuninni með möguleg ytri eldiseinkenni reyndust villtir íslenskir laxar, einn úr Mjólká í Arnarfirði og einn úr Hólsá á Suðurlandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.
Tvö göt fundust á kví númer átta hjá Arctic Seafarm (dótturfélags Arctic Fish) í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst. Lágu götin lóðrétt hvort sínum megin við svokallaða styrktarlínu, hvort um sig 20 sinnum 30 sentimetrar að stærð.
Í tilkynningu frá Arctic Seafarm sagði að götunum hefði verið lokað um leið og voru allar kvíar á svæðinu skoðaðar. Í kví átta voru 72.522 fiskar og meðalþyngd hvers þeirra um sex kíló. Í fyrstu var ekki vitað hvort fiskar hefðu sloppið en síðar kom í ljós að þeir kynnu að vera um 3.500 talsins sem struku.
Alls hefur stofnuninni borist 306 laxar sem grunur er um að séu strokulaxar ú Patreksfirði og á því eftir að erfðagreina 142 laxa. Sú vinna fer nú fram hjá Matís.
Hafrannsóknastofnun eru enn að berast meintir eldislaxar til greiningar. „Hafrannsóknastofnun þakkar veiðimönnum sem skilað hafa fiskum til greiningar og áréttar mikilvægi þess til að fá sem besta mynd af umfangi eldislaxa í ám og dreifingu þeirra,“ segir í tilkynningunni.