Gummi kíró fór í skallameðferð

Fatastíllinn | 22. október 2023

Gummi kíró fór í skallameðferð

Kírópraktor inn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, er spenntur fyrir hausttískunni en haustið er uppáhaldsárstíðin hans þegar kemur að tísku. Föt eru ekki það eina sem hann pælir í þegar kemur að útliti en hann fer reglulega í hármeðferðir til að viðhalda þéttleika hársins.

Gummi kíró fór í skallameðferð

Fatastíllinn | 22. október 2023

Guðmundur í flottum lambaskinnsjakka frá Acne Studios.
Guðmundur í flottum lambaskinnsjakka frá Acne Studios. Ljósmynd/Stefán Turner

Kírópraktor inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, er spennt­ur fyr­ir haust­tísk­unni en haustið er upp­á­halds­árstíðin hans þegar kem­ur að tísku. Föt eru ekki það eina sem hann pæl­ir í þegar kem­ur að út­liti en hann fer reglu­lega í hármeðferðir til að viðhalda þétt­leika hárs­ins.

Kírópraktor inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, er spennt­ur fyr­ir haust­tísk­unni en haustið er upp­á­halds­árstíðin hans þegar kem­ur að tísku. Föt eru ekki það eina sem hann pæl­ir í þegar kem­ur að út­liti en hann fer reglu­lega í hármeðferðir til að viðhalda þétt­leika hárs­ins.

„Ég hef verið hjá The Ward í PRP-hármeðferð, fyrst fyr­ir tveim­ur árum og þá í fullri meðferð. Síðan þá hef ég farið einu sinni á ári til að viðhalda ár­angr­in­um. PRP stend­ur fyr­ir Pla­telet Rich Plasma sem er í raun­inni eig­in blóðvökvi meðhöndlaður á ákveðinn hátt. Hon­um er síðan sprautað inn í hár­svörðinn þar sem hann örv­ar hár­sekk­ina og eyk­ur þannig hár­vöxt­inn aft­ur,“ seg­ir Guðmund­ur þegar hann er spurður út í hármeðferðina.

„Ég leitaði til The Ward þegar mér fannst vera farið að bera á hærri koll­vik­um og þegar þétt­leik­inn á hár­inu fór að minnka. Eft­ir fyrstu meðferð sá ég strax mik­inn mun á þétt­leik­an­um og þá sér­stak­lega ofan á höfðinu þar sem skalli oft­ast mynd­ast fyrst. Ég held að það sé viðkvæmt fyr­ir karl­menn að ræða hár­missi eða -þynn­ingu því að hárið get­ur verið mjög stór part­ur af sjálfs­mynd. Það er sem bet­ur fer ekki leng­ur skrítið eða hallæris­legt að leita sér aðstoðar til þess að auka hár­vöxt eða fara í hárígræðslu. Ég veit til þess að PRP-meðferðin sé einnig að reyn­ast vel sem áfram­hald­andi meðferð eft­ir hárígræðslu þannig að PRP er ekki síðri fyr­ir þá sem hafa sótt slíka meðferð til að há­marka ár­ang­ur­inn.“

Auk þess að hugsa vel um hárið er Guðmund­ur með góða húðrútínu. „Ég hugsa mjög mikið um húðina á mér og er með húðrútínu á morgn­ana og á kvöld­in. Ég nota alltaf ser­um, dag­krem og augnkrem á hverj­um morgni og svo þvæ ég and­litið og nota maska, næt­ur­ser­um og and­lit­sol­íu mjög reglu­lega. Ég hef einnig farið í húðþétt­ingu hjá The Ward sem vinn­ur gegn öldrun og stinn­ir húðina.“

Guðmundur er sáttur við að þröngar buxur séu dottnar úr …
Guðmund­ur er sátt­ur við að þröng­ar bux­ur séu dottn­ar úr tísku. Hér er hann í víðum bux­um í fal­legu sniðu. Ljós­mynd/​Stefán Turner

Tíma­laus og fáguð tíska í haust

Guðmund­ur er þekkt­ur fyr­ir að vera einn best klæddi maður lands­ins. Hann er að sjálf­sögðu með það á hreinu hvað verður í tísku í vet­ur.

„Herra­tísk­an fyr­ir haustið er klass­ísk, tíma­laus og fáguð. Flík­ur eins og lamba­skinnsjakk­ar, tví­hneppt­ir síðir frakk­ar, kósí kasmírpeys­ur, leður­jakk­ar og víðar bux­ur verða áber­andi. Það sem er að detta út eru áber­andi lógó, þröng snið og ódýr gervi­efni,“ seg­ir Guðmund­ur.

Ert þú sjálf­ur að gera breyt­ing­ar á klæðaburði þínum?

„Ég hef sjálf­ur verið að fær­ast meira yfir í tíma­laus­an og víðari klæðnað ásamt því að halda í minn karakt­er og tján­ingu. Ég hlakka alltaf mikið til hausts­ins þar sem það er minn upp­á­halds­árs­tími fyr­ir tísku, þess vegna nefni ég líka merkið mitt Aut­umn clothing.“

Ertu einn af þeim sem elska að draga fram yf­ir­hafn­ir á haust­in?

„Ég er mjög spennt­ur fyr­ir lamba­skinns­jökk­un­um og síðum tví­hneppt­um jökk­um í haust og að klæðast þykk­um, víðum peys­um og þá helst með v-háls­máli til að sýna smá brjóst­kassa. Mér finnst að all­ir karl­menn þurfi flott­an frakka, helst þá úr kasmír­bóm­ull­ar­blöndu sem þeir geta klæðst á köld­um dög­um og ekki fara alltaf í dúnúlp­una.“

Hvað finnst þér um þessa 90's-strauma sem hafa verið áber­andi að und­an­förnu?

„Ég elska þessa 90's-strauma enda eru þröng­ar flík­ur og lit­laus­ar að detta úr tísku. Þessi víðu snið og þæg­indi í klæðnaði heilla mig mjög mikið.“

Guðmundur ásamt unnustu sinni Línu Birgittu í hvítum galla frá …
Guðmund­ur ásamt unn­ustu sinni Línu Birgittu í hvít­um galla frá há­tísku­merk­inu Loewe sem hann seg­ir sjóðandi heitt um þess­ar mund­ir. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausti

Hvað er á óskalist­an­um þínum?

„Það er ekk­ert sér­stakt á óskalist­an­um þó svo að mig langi alltaf í eitt­hvað nýtt og skemmti­legt. Til að segja eitt­hvað ætla ég að upp­færa Bottega Veneta-hliðartösk­una mína sem ég hef verið mikið með síðustu tvö ár og kaupa mér Fendi-tösku í Par­ís á næst­unni.“

Eru ein­hverj­ir ís­lensk­ir menn sem þér finnst al­veg vera með stíl­inn á hreinu?

„Já, það er fullt af flott­um karl­mönn­um og strák­um sem eru með stíl­inn á hreinu og til að nefna nokkra þá eru það Pat­rik Atla­son (pretty­boi) sem er með trendí, skemmti­leg­an, lit­rík­an og líf­leg­an fata­stíl sem vek­ur alltaf at­hygli. Helgi Ómars er með tíma­laus­an, þægi­leg­an og af­slappaðan fata­stíl sem heill­ar ávallt og hann kann að poppa upp lúkkið með auka­hlut­um. Rúrik Gísla­son fylg­ist greini­lega mjög vel með straum­um og stefn­um og kann að blanda sam­an tíma­laus­um og trendí klæðnaði á fal­leg­an og heill­andi máta. Daní­el Ágúst Har­alds­son vek­ur alltaf mikla at­hygli. Hann kann og leyf­ir sér að tjá sig með klæðnaði og tísku sem ég fíla í botn. Þetta eru fáir af mörg­um fleir­um sem ég fylg­ist með og heill­ast af hérna á Íslandi,“ seg­ir Guðmund­ur.

mbl.is